Erla Ágústsdóttir í 13.sæti í +87kg flokk kvenna

Erla Ágústsdóttir varð í dag í 13.sæti í +87kg flokki kvenna á Heimsmeistaramótinu í Ólympískum lyftingum sem lauk í dag í Manama, Bahrain.

Erla stórbætti árangur sinn þegar hún lyfti öllum sýnum lyftum gildum. Í snörun fór hún í gegn með seríuna 93kg, 98kg og 102kg. Sem var 1kg bæting á Íslandsmeti hennar í fullorðinsflokk og 23 ára og yngri. Í jafnhendingunni fór hún í gegn með seríuna 113kg, 116kg og loks 119kg sem var 3kg bæting á hennar bestu jafnhendingu en 5kg á besta samanlögðum árangri sem hún hefur náð sem var á Íslandsmótinu, samtals 221kg. Alls setti hún 8 íslandsmet í dag, 4 í fullorðinsflokk og 4 í flokki 23 ára og yngri.

Með þessum árangri varð hún einnig fjórða íslenska konan til að hljóta Elite Pin norðurlandasambandsins en lyfta þarf meira en 218kg í +87kg flokki kvenna.

Guðný Björk Stefánsdóttir í 17.sæti á HM

Guðný Björk Stefánsdóttir varð í 17.sæti í -76kg flokki kvenna á Heimsmeistaramótinu í lyftingum sem fram fer í Manama, Bahrain um þessar mundir.

Guðný lyfti mest 94kg í snörun og 114kg í jafnhendingu sem kom út í samanlögðum árangri sem 208kg. Guðný viktaðist aðeins 71.28kg í flokkinn en yfirleitt keppir hún í -71kg flokknum. 114kg og 207kg voru ný íslandsmet í -76kg flokk, bæði í fullorðinsflokk og 23 ára og yngri.

Guðný átti einnig góðar tilraunir við 118kg og 120kg í jafnhendingu þar sem hún klikkaði aðeins á jarkinu í báðum tilraunum.

Heimsmeistarinn í Crossfit frá 2023 hin Ungverska Laura Horvath var á meðal keppenda og endaði í 18.sæti með sama árangur og Guðný. Hún lyfti 205kg á Evrópumeistaramótinu í ár og varð þar í 6.sæti.

Eygló valin íþróttakona Reykjavíkur 2024

Á sama tíma og Eygló Fanndal Sturludóttir var að keppa á heimsmeistaramótinu í Ólympískum Lyftingum í gær þá var hún valin íþróttakona ársins af ÍBR. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem íþróttamaður frá Lyftingafélagi Reykjavíkur (LFR) er valinn íþróttamaður Reykjavíkur.

Frétt um Eygló þar sem segir:

Eygló Fanndal varð þrefaldur Evrópumeistari ungmenna 23 ára og yngri með nýju persónulegu meti og fékk jafnframt verðlaun sem stigahæsti kvenkyns keppandi mótsins. Hún varð Norðurlandamestari í -71 kg fullorðinsflokki í samanlögðum árangri, setti fjögur norðurlandamet og var jafnframt stigahæsti kvenkyns keppandi mótsins. Eygló setti sex Íslandsmet á árinu í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Hún varð Íslandsmeistari í -71 kg flokki kvenna og var afar nálægt því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana. Eygló hefur bætt sig gríðarlega á árinu og tók þátt í hinum ýmsu mótum erlendis með góðum árangri

Eygló Fanndal í 4.sæti á Heimsmeistaramótinu í Bahrain

Eygló Fanndal Sturludóttir varð í fjórða sæti á Heimsmeistaramótinu í lyftingum sem fram fer í höfuðborg Bahrain, Manama. Hún lyfti 107 kg í snörun og 132 kg í jafnhendingu, samanlagt 239 kg, sem var bæting á Íslands- og Norðurlandametinu í -71 kg flokki kvenna um 2 kg.

Sjá umfjöllun RÚV í íþróttafréttum 11.12.2024: https://www.ruv.is/sjonvarp/dagskra/ruv/2024-12-11

Umfjöllun IWF um daginn, aðeins fjallað um Eygló þar

Eygló gerir sig tilbúna að lyfta 104kg í Bahrain. Mynd:DBM/Deepbluemedia

Eygló átti frábæran dag. Hún keppti í fyrsta sinn í A-hóp, en 28 keppendur í -71 kg flokknum eru skiptir upp í þrjá hópa eftir getu. Í hóp með Eygló voru því bestu lyftingakonur heims, m.a. ríkjandi Ólympíumeistari Olivia Reeves frá Bandaríkjunum, silfurhafinn frá París, hin kólumbíska Mari Sánchez, Chen Wen-Huei frá Taipei sem varð í 6. sæti í París og vann til bronsverðlauna í Tókýó. Einnig sterkustu lyftingakonur Kína og Norður-Kóreu í flokknum, en Kínverjar tefldu ekki fram keppanda í flokknum í París. Eygló var eini keppandinn frá Evrópu í A-hóp.

Eygló byrjaði snörunina á 101 kg, því næst fór hún í 104 kg og loks í 107 kg, sem var bæting á hennar eigin Íslands- og Norðurlandameti um 1 kg. Hún var í fimmta sæti eftir snörunina með 1 kg meira en Mari Sánchez og á eftir annarri upprennandi kólumbískri konu, Julieth Rodriguez, sem byrjaði á 110 kg í snörun, sem var bæting um heil 6 kg samkvæmt kynnum mótsins. Kína, Bandaríkin og Norður-Kórea voru í efstu þremur sætunum.

Eygló situr undir 107kg

Í jafnhendingunni byrjaði Eygló á 129 kg, því næst fór hún í 132 kg. Með þeirri lyftu náði hún 1 kg forskoti á Julieth Rodriguez og 3 kg forskoti á Mari Sánchez. Þær tvær klikkuðu svo báðar á lyftu 2 og 3. Eygló fór í þriðju tilraun í 134 kg, sem hefði verið bæting á Íslandsmeti um 1 kg, en líka á Norðurlandametinu í jafnhendingu, sem hin sænska Patricia Strenius á. Eygló „cleanaði“ þyngdina en náði ekki að klára jarkið.

Eygló stóð upp með 134kg en náði ekki að klára jarkið

Hin kínverska Qiuxia Yang hóf jafnhendinguna á 134 kg og tók forystu í keppninni. Olivia Reeves hóf jafnhendinguna á 143 kg og tók nokkuð afgerandi forystu. Eygló var því í þriðja sæti í keppninni þegar Norður-Kóreski keppandinn átti eftir að hefja keppni, en hún vildi byrja á 145 kg. Fyrsta tilraun hjá henni gekk ekki og hún hækkaði í 146 kg. Það sömuleiðis var langt frá því að vera góð tilraun og um stund leit það út fyrir að Eygló myndi nokkuð óvænt vinna til bronsverðlauna og sú norðurkóreska detta úr keppni. En svo, nokkuð óvænt, náði hún að negla loka lyftuna, sem einnig tryggði henni silfur.

Fjórða sætið var því niðurstaðan, en besti árangur Eyglóar á Heimsmeistaramóti var frá 2023 þegar hún endaði í 17. sæti.

Amalía í 37.sæti í -64kg flokki kvenna

Amalía Ósk Sigurðardóttir endaði í 37. sæti í -64kg flokki kvenna á Heimsmeistaramótinu í Bahrain. Amalía lyfti 80kg í snörun og 100kg í jafnhendingu. Mótið var hennar þriðja Heimsmeistaramót og besti árangur hennar á erlendu stórmóti. Hún reyndi 2x við 105kg í annari og þriðju tilraun.

Amalía eftir sína þriðju snörun, 83kg sem fóru upp en dómarar ógildu lyftuna.

Þuríður Erla Helgadóttir í 17.sæti á HM í -59kg flokki

Þuríður með loka lyftuna 105kg fyrir ofan haus. Mynd: Milan Mihajlovic

Þuríður Erla Helgadóttir keppti á HM í Bahrein í dag í -59kg flokki kvenna. Keppnin fór hálf brösulega á stað er Þurí missti opnunarlyftuna sína í snörun 78kg. Reynslan kom síðan að góðum notum og hún fór í 80kg í annari lyftu sem hún lyfti örugglega og 82kg í þriðju og síðustu tilraun. Í jafnhendingu fór hún með allar lyftur í gegn, 100kg, 103kg og 105kg. Samanlagt 187kg og 17.sætið. Hin norður kóreska Gyong Kim II og Kínverska Xinyi Pei höfðu töluverða yfirburði í flokknum en íslandsvinurinn Saara Retulainen frá Finnlandi varð í 7.sæti með 211kg í samanlögðum árangri.

Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún varð 25.sæti 2019, 26.sæti 2018, 10.sæti 2017 sem er jafnframt besti einstaklingur íslenskra kvenna á Heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. Þar náði Þurí sínum besta keppnisárangri 194kg í samanlögðu í -58kg flokki. Einnig keppti hún á HM 2015 þar sem hún varð í 31.sæti.

Amalía Ósk Sigurðardóttir keppir á morgun 10.12 klukkan (8:00) að staðartíma eða 5:00 að íslenskum tíma í nótt í afar fjölmennum -64kg flokki kvenna en 45 keppendur er skráðir til leiks.

Eygló Fanndal Sturludóttir keppir 11.12 en hún var tekin í viðtal af Weightliftinghouse.TV og sýnt frá æfingu hjá henni. Byrjar á mínútu 4:00 hér að neðan.

Dómaranámskeið 11 og 15. desember

Dómarar eru mikilvæg stoð í hverri íþrótt. Án dómara er engar keppnir eða mót. Lyftingasamband Íslands býður upp á dómaranámskeið dagana 11. og 15. desember nk. með það að markmiði að stuðla að nýliðun í hópnum.

Námskeiðið fer fram miðvikudaginn 11.desember kl: 17:00-20:30 (bóklegi hlutinn) í ÍSÍ húsinu við Engjaveg. Verklegi hluti námskeiðsins fer fram á Jólamóti LSÍ sunnudaginn 15.desember í CrossFit Reykjavík, mili 11:00 og 18:00.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að starfa á mótum á vegum sambandsins til að sækja námskeiðið sem og keppendur sem hafa áhuga á að læra reglurnar og auka þekkingu sínu á íþróttinni. Frítt er á námskeiðið og boðið er upp á veitingar á meðan á því stendur.

Skráning á námskeiðið er hér: https://forms.gle/nJwuhk7HXug4hkoo7

Námsefnið er:
IWF TECHNICAL AND COMPETITION RULES & REGULATIONS

Prófið og svör við því er að finna á netinu og mælt er með að lesa bókina, taka síðan prófið og fletta svo upp því sem maður er óviss um.

Prófið:
https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2019/10/IWF-TO-Exam-2019-Questions.pdf

Svör:
https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2019/10/IWF-TO-Exam-2019-Answers.pdf

Gæti kannski hljómað eins og svindl en staðreyndin er að ef maður kann prófið og það sem spurt er um þar þá býr maður yfir þeirri þekkingu sem skiptir máli.

Svo til að rifja upp er til útdráttur á íslensku en það efni er sérstaklega um það sem snýr að keppendum og var hugsað til þess að fræða þá en er einnig gagnlegt fyrir dómara.
https://lyftingar.wordpress.com/urdrattur-ur-keppnisreglum/

Og svo nokkrir punktar sem er gott að hafa niðurskrifaða og aðgengilega á keppnisdag til að rifja upp.

https://docs.google.com/document/d/1Qwz2MeSONIXzCZ3vElVRuVY2HHHDdgp2-2-cB6tOGCQ/edit?usp=sharing

Hér er svo dómaragrúppa á Facebook sem má endilega nota til þess að spyrja spurninga ef einhverjar eru: https://www.facebook.com/groups/1713014768997620/

Að lokum, mjög aðgengileg og þægilega myndbönd á Youtube fyrir þau sem vilja hella sér í þetta:
https://youtu.be/G0JlXGan1cs?list=PLDb25g2HgvQKrtNS73tF65Lp_JAx3_Me3

https://www.youtube.com/watch?v=vM007fGZ6Ls

HM í Bahrain hefst 6.Desember, 5 íslendingar keppa!

Heimsmeistaramótið í ólympískum lyftingum hefst föstudaginn 6.Desember í Manama (Bahrain), 473 lyftinga karlar og konur eru skráðar til leiks frá 92 löndum!

227 konur og 246 karlar, þar að fimm íslenskar konur.

Bein útsending frá mótinu verður á Weightliftinghouse.TV sem greiða þarf aðgang fyrir sjá.

Hægt er að sjá keppnisdagskrá hér

Þuríður Erla Helgadóttir keppir 9.12 (14:30) að staðartíma í -59kg B hóp

Amalía Ósk Sigurðardóttir keppir 10.12 (08:00) að staðartíma í -64kg D hóp

Eygló Fanndal Sturludóttir keppir 11.12 (17:30) að staðartíma í -71kg A hóp <- Fyrsta sinn sem Eygló er á meðal keppenda í A-hóp á Heimsmeistaramóti

Guðný Björk Stefánsdóttir keppir 12.12.(15:00) að staðartíma í -76kg B hóp

Erla Ágústdóttir keppir 15.12 (11:00) að staðartíma í +87kg B hóp

Norðurlandamót Unglinga : Úrslit

Sjá heildarúrslit á síðu norðurlandasambandsins og íslensku keppendana í gagnagrunni LSÍ.

Hægt er að nálgast myndir frá mótinu hér

Helstu úrslit:

Þórbergur Ernir Hlynsson varð Norðurlandameistari í -96kg flokki karla 20 ára og yngri þegar hann lyfti 132kg í snörun og 157kg í jafnhendingu alls 289kg. Þetta er fjórði unglingatitill Þórbergs en hann varð Norðurlandameistari 17 ára og yngri árin 2021 og 2022 og svo árið 2023 í flokki 20 ára og yngri þá í -89kg flokki.

Þórbergur með 154kg

Unnur Sjöfn Jónasdóttir vann silfur í +87kg flokki kvenna 20 ára og yngri þegar hún lyfti 65kg í snörun og 91kg í jafnhendingu. Þetta var hennar fyrsta alþjóðlega mót.

Unnur Sjöfn Jónsdóttir með 87kg í jafnhendingu

Birna Ólafsdóttir setti ný Íslandsmet í snörun, jafnhendingu og samanlögðu í -49kg flokkum U17, U20 og U23 kvenna.

Birna Ólafsdóttir bætti sinn besta árangur um 4kg.

Önnur úrslit:

Steindís Elín Magnúsdóttir varð í 7.sæti í -71kg flokki 17 ára og yngri með 61kg í snörun og 83kg í jafnhendingu. Bæting á hennar besta árangri um 3kg. Mótið var fyrsta alþjóðlega mót Steindísar.

Stendís með opnunarþyngdina 58kg sem fór upp í annari tilraun

Freyja Björt Svavarsdóttir varð í 6.sæti í -59kg flokki kvenna 20 ára og yngri með 58kg í snörun og 81kg í jafnhendingu, 139kg í samanlögðu var bæting á hennar besta árangri um 3kg og mótið var hennar fyrsta alþjóðlega lyftingamót.

Freyja Björt situr undir stönginni

Bríet Anna Heiðarsdóttir varð í 7.sæti í sama flokk og Freyja Björt (-59kg 20 ára og yngri) hún lyfti 62kg í snörun og 72kg í jafnhendingu.

Bríet Anna með 69kg á stönginni

Emilía Nótt Davíðsdóttir varð í 4.sæti í -64kg flokk 20 ára og yngri með 63kg í snörun og 82kg í jafnhendingu, 1kg bæting á hennar besta árangri. En Emilía keppti á sínu fyrsta móti í Febrúar í ár og hefur bætt sig um 16kg síðan þá.

Emilía með 67kg sem hún náði því miður ekki gildri

Hildur Guðbjarnadóttir varð í 6.sæti í -71kg flokk 20 ára og yngri með 71kg í snörun og 85kg í jafnhendingu. Hún lyfti öllum sínum lyftum og bætti sig um 18kg, mótið var einnig fyrsta alþjóðlega mótið hennar.

Hildur Guðbjarnadóttir bætti sig mikið á mótinu, hér með 68kg í snörun

Viktor Jónsson varð í 5.sæti í -81kg flokki 20ára og yngri, hann lyfti 95kg í snörun og 131kg í jafnhendingu. Hann var nálægt því að falla úr leik í snörun en hann náði opnunarþyngdinni í lokatilrauninni. Jafnhendingin gekk betur og allar þrjár lyftiurnar fóru upp og 1kg bæting á hans besta árangri í jafnhendingu. Mótið var fyrsta alþjóðlega mótið hans.

Viktor Jónsson stendur upp með 127kg í jafnhendingu

Tindur Elíasen varð í 7.sæti í -89kg flokki 20 ára og yngri með 113kg í snörun og 123kg í jafnhendingu.

Tindur Elíasen situr undir 123kg.