Skráningareyðublað fyrir Íslandsmót LSÍ í ólympískum lyftingum þann 7. febrúar 2026*. Skráningu lýkur 30. janúar 2026 kl. 23:59.
Mótið er í umsjá Lyftingafélags Mosfellsbæjar og Lyftingasambands Íslands og fer fram í Miðgarði, Garðabæ í aðstöðu Stjörnunnar.
Mótið er þyngdarflokkamót þar sem verðlaunað er fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki af hvoru kyni. Einnig eru verðlaun veitt fyrir hæsta samanlagðan árangur karla og kvenna.
Afrek á results.is eru skráð í þann þyngdarflokk sem einstaklingurinn skráir sig í, hægt er að skipta um þyngdaflokk þar til daginn fyrir mót. Vinsamlegast sendið þyngdarflokkabreytingar á lsi@lsi.is*.
*Á mótum þar sem keppt er í þyngdarflokkum hljóta keppendur 15 ára og yngri keppnisrétt í þeim flokki sem þeir vigtast inn í. Ef keppendur eru of léttir fyrir skráðan flokk fara þeir niður um flokk og ef þeir eru of þungir fyrir skráðan flokk fara þeir upp um flokk. 16 ára og eldri þurfa að vigtast inn í þann flokk sem þeir eru skráðir í á mótum sem keppt er í þyngdarflokkum á, en annars fyrirgera þeir rétti sínum til að keppa.
Upplýsingar um keppendur verða einungis notaðar í tengslum við mótið. Upplýsingar um keppendur hvers félags verða sendar á forsvarsmenn félaganna til staðfestingar.Keppnisgjald er kr. 7500,- og greiðir félag keppanda heildarupphæð til mótshaldara.
Breytt fyrirkomulag var í ár þar sem einungis er verðlaunað einn íþróttamann en ekki karl/konu/kvár líkt og 2024.
Í frétt ÍBR segir:
Íþróttafólk Reykjavíkur heiðrað við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur
Athöfn íþróttafólks Reykjavíkur fór fram við hátíðlegar aðstæður í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld, þar sem framúrskarandi árangur reykvískra íþróttamanna og liða á árinu 2025 var heiðraður. Fjölmenni var viðstatt þegar verðlaun voru veitt í helstu flokkum og ljóst að árið hefur verið einstaklega árangursríkt í íþróttalífi borgarinnar.
Eygló Fanndal Sturludóttir íþróttastjarna Reykjavíkur 2025
Eygló átti stórkostlegt ár þar sem Evrópumeistaratitill fullorðinna er sá árangur sem hæst ber að nefna. Þar kom hún, sá og sigraði og fyrir þann árangur var hún líka valin önnur besta er kemur að heildarstigum óháð þyngdarflokki. Hún er fyrsti íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna. Fyrr á árinu varð hún Íslandsmeistari í 5. sinn í röð og svo tryggði hún sér einnig 1. sæti á Smáþjóðamótinu.
Við óskum Eygló til hamingju með árangurinn sem og öllum þeim sem tilnefnd voru.
Jólamót LSÍ 2025 fór fram í húsakynnum CrossFit Reykjavíkur með góðri aðstoð Lyftingafélags Reykjavíkur. Við þökkum sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum okkar, Next Level Gaming, Nóa Síríus og Ölgerðinni fyrir að tryggja glæsilega umgjörð.
Sigurður Óli Magnússon, LFA, sem keppti á sínu fyrsta móti, fór með gullið heim eftir harða keppni við Einar Karelsson, Stjörnunni og Guðmund Gunnarsson, LFR.
Thelma Mist Oddsdóttir, LFK stóð uppi sem sigurvegari eftir mikla baráttu við Sigurbjörgu Eiríksdóttur og Aþenu Eir Jónsdóttur, báðar úr UMFN – Massa. Úrslitin réðust í seinustu lyftunum.
Eygló varð Evrópumeistari kvenna í -71 kg flokki á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Chisinau í Moldóvu í apríl 2025.
Þar lyfti hún 109 kg í snörun, 135 kg í jafnhendingu og því 244 kg í samanlögðum árangri. Þessi árangur er einstakur í sögu lyftinga á Íslandi en aldrei hefur keppandi orðið Evrópumeistari eða unnið til verðlauna á stórmóti (EM/HM/ÓL) í lyftingum í opnum flokki.
Fáir Íslendingar hafa orðið Evrópumeistarar í ólympískri íþrótt á sömu forsendum og keppt er í á Ólympíuleikunum.
Hún varð 2. stigahæsti kvennkeppandinn af 167 keppendum frá 37 Evrópulöndum á mótinu þvert á þyngdarflokka út frá svokölluðum ROBI stigum með 688.6 stig sem er það stigakerfi sem Alþjóðalyftingasambandið notar á Heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum.
Zarina Gusalova frá Rússlandi varð önnur á eftir Eygló og keppti undir hlutlausum fána (AIN), Siuzanna Valodzka frá Hvíta-Rússlandi varð í þriðja sæti á mótinu en hún keppir einnig undir hlutlausum fána (AIN). Hún varð í fjórða sæti á ólympíuleikunum í París 2024.
Á tímabilinu sem valið er varð Eygló einnig í 4. sæti á Heimsmeistaramótinu 2024 í lyftingum sem fram fór í Bahrein. Þar endaði hún á eftir ríkjandi ólympíumeistara Olivia Reeves, norður-kóreskum keppanda Chun Hui Jong sem varð í öðru sæti og Kínverjanum Qiuxia Yang í þriðja sæti, allt stórþjóðir í ólympískum lyftingum.
Eygló lyfti 107 kg í snörun og 132 kg í jafnhendingu, alls 239 kg á HM og endaði m.a. fyrir ofan silfurverðlaunahafann frá París 2024, Mari Sanchez, Kólumbíu.
Þetta er besti árangur Íslendings á HM í ólympískum lyftingum.
Eygló varð í 31. sæti í kvennaflokki á ROBI stigum á Heimsmeistaramótinu þvert á alla þyngdarflokka, 226 kvennkeppendur frá 75 löndum kepptu á mótinu. Fyrir ofan hana á stigum voru 9 norður-kóreskir keppendur, 8 kínverskir keppendur, 4 kólumbískir, svo einn frá Bandaríkjunum, Egyptalandi, Tæpei, Tælandi, Mongólíu, Dóminíska lýðveldinu, Nígeríu, Suður-Kóreu og Armeníu.
Eygló varð Íslandsmeistari í -71 kg flokk og stigahæsti keppandinn þvert á þyngdarflokka.
Eygló keppti með liði Íslands á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum þar sem hún náði einnig besta árangri mótsins með 106 kg í snörun og 130 kg í jafnhendingu, samtals 236 kg.
Eygló bætti sig um 7 kg á tímabilinu og lyfti mest 244 kg og 299.23 Sinclair stig.
Eygló setti 13 Íslandsmet á tímabilinu í fullorðinsflokki (bæði í -71 kg og -76 kg flokk) og 2 Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri (á árinu 2024).
Eygló setti 4 Norðurlandamet á tímabilinu í -71 kg flokk í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri. Metið í jafnhendingu voru í eigu hinnar sænsku Patriciu Strenius sem varð Evrópumeistari 2018 í -69 kg flokk og 2022 í -71 kg flokk, í þriðja sæti á HM 2021 og í 4. sæti á ÓL 2020 í -76 kg flokki en Eygló átti sjálf metin í snörun og samanlögðum árangri.
Nýir þyngdarflokkar tóku gildi 1. júní 2025 og á Eygló ennþá eftir að keppa í þeim en hún hefur verið frá vegna meiðsla og þurfti m.a. að draga sig úr keppni fyrir HM 2025 sem fram fór í Noregi.
Wikipedia síða Eyglóar sem fer vel yfir feril hennar til þessa.
Lyftingakarl ársins:
Bergur með 168 kg fyrir ofan haus, þessa lyftu fékk hann ekki gilda (Mynd: Gregor Winters).
Bergur Sverrisson (f. 1994) – Lyftingadeild Knattspyrnufélags Akureyrar (KA)
Bergur keppti á fjórum mótum á tímabilinu en bestum árangri náði hann á Evrópumeistaramótinu í Chisinau í Moldóvíu þar sem hann endaði í13. sæti í -89 kg flokki.
Bergur lyfti 140 kg í snörun og 162 kg í jafnhendingu, alls 302 kg samanlagt sem gáfu honum 365 Sinclair stig.
Hann varð stigahæstur karlkeppenda á Jólamótinu 2024 með 140 kg í snörun og 160 kg í jafnhendingu, alls 364.2 Sinclair stig.
Hann var í liði Íslands sem vann Smáþjóðamótið í ólympískum lyftingum.
Hann keppti á Heimsmeistaramótinu í Förde í Noregi þar sem hann varð í 19. sæti í -88 kg flokki. Þar lyfti hann 135 kg í snörun og 158 kg í jafnhendingu.
Bergur setti þrjú Íslandsmet á árinu.
Ungmenni ársins karlar flokkur 18-20 ára:
Þórbergur Ernir Hlynsson var bestur allra karla á Norðurlandamóti Unglinga sem fram fór í lok Nóvember í Svíþjóð (Mynd: Per Wiklund).
Þórbergur keppti á sex mótum á árinu, en árið var það síðasta í flokki 20 ára og yngri.
Hann varð Norðurlandameistari í -110 kg flokki karla þar sem hann lyfti 141 kg í snörun og 178 kg í jafnhendingu, samanlagt 319 kg.
Hann varð einnig stigahæstur allra karlkeppenda þvert á þyngdarflokka á Norðurlandamóti unglinga aðeins 0.6 stigum hærri en næsti keppandi Eliel Jännes frá Finnlandi. Afrek sem fáir ef einhver Íslendingur hefur náð í karlaflokki.
Þessi árangur gaf honum 354,4 Sinclair stig og 371 Q-stig, q-stig eru nýleg stigaformúla sem hefur verið að riðja sér til rúms í lyftingum og er talin réttari en Sinclair stig. Bestu lyftarar á Norðurlandamótum eru reiknaðir í Q-stigum.
Hann varð Íslandsmeistari í-102 kg flokki karla með 135 kg í snörun og 172 kg í jafnhendingu. Hann varð einnig stigahæstur allra karla á mótinu.
Hann varð í 11. sæti á Heimsmeistaramóti unglinga í-102 kg flokki 20 ára og yngri og lyfti 140 kg í snörun og 163 kg í jafnhendingu, samtals 303 kg.
Hann varð stigahæstur allra karla á Grétarsmótinu á Akureyri.
Hann féll úr keppni á Evrópumeistaramóti unglinga í -110 kg flokki 20 ára og yngri eftir að hafa snarað 140 kg á opnunarþyngd 170kg.
Þórbergur setti 3 íslandmet í fullorðinsflokki á tímabilinu, 15 Íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og 15 Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri.
Ungmenni ársins konur flokkur 18-20 ára:
Bergrós á HM 17 ára og yngri árið 2024 þar sem hún varð í öðru sæti.
Bergrós keppti aðeins á einu móti á árinu, Grétarsmótinu þar sem hún varð stigahæst kvenna með 85 kg í snörun og 108 kg í jafnhendingu, samanlagt 193 kg í -77 kg flokki kvenna.
Þessi árangur gaf henni 235.9 Sinclair stig
Hún setti 9 Íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og 6 Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri.
Kristófer Logi vann silfur á Norðurlandamóti unglinga (Mynd: Per Wiklund).
Kristófer keppti á sex mótum á tímabilinu bæði í -89 kg flokki, -81 kg flokki og -88 kg flokki.
Bestum árangri náði hann á Haustmóti LSÍ þar sem hann snaraði 100 kg og jafnhenti 116 kg, samtals 216 kg í -88 kg flokik sem gáfu honum 271,8 Sinclair stig.
Hann vann silfur á Norðurlandamóti unglinga í -88 kg flokki karla 17 ára og yngri
Hann setti 7 Íslandsmet í flokki 17 ára og yngri, 3 Íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og 3 Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri á tímabilinu allt í -88 kg flokki.
Ungmenni ársins konur flokkur 16-17 ára:
Steindís Elín á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð (Mynd: Per Wiklund).
Steindís keppti á fjórum mótum á tímabilinu í -69 kg flokki og -71 kg flokki.
Bestum árangri náði hún á Norðurlandamóti unglinga þar sem hún varð í 6. sæti í -69 kg flokki kvenna 17 ára og yngri með 6 4kg í snörun og 84 kg í jafnhendingu, samtals 148 kg og 185.5 Sinclair stig.
Hún varð í 12. sæti á Evrópumeistaramóti 17 ára og yngri sem fram fór í Madrid á Spáni í -69 kg flokki þar sem hún lyfti 63 kg í snörun og 83 kg í jafnhendingu.
Hún setti 7 Íslandsmet á árinu í -69 kg flokki kvenna 17 ára og yngri, 5 Íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og 5 Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri.
Bestum árangri náði hann á Íslandsmeistaramóti unglinga þar sem hann varð í fyrsta sæti í -73 kg flokki 15 ára og yngri og lyfti 60 kg í snörun og 75 kg í jafnhendingu, samtals 135 kg og 191.9 Sinclair stig.
Hann setti 9 Íslandsmet í -61 kg flokki 15 ára og yngri og 3 Íslandsmet í -73 kg flokki 15 ára og yngri á tímabilinu.
Norðurlandamót ungmenna, U17 og U20 fór fram síðustu helgina í nóvember í höfuðstöðvum Eleiko í Halmstad í Svíþjóð. Eleiko er eitt fremsta fyrirtæki heims í lyftingabúnaði og hefur framleitt stangir og lóð fyrir heimsmeistaramót í ólympískum lyftingum frá árinu 1963. Fyrirtækið var einnig fyrst til að framleiða gúmmíhúðaðar stálplötur og mótaði litakerfið sem notað er í dag: grænar plötur 1 og 10 kg, gular 1,5 og 15 kg, bláar 2 og 20 kg og rauðar 2,5 og 25 kg.
Ísland sendi sterkt lið til keppni að þessu sinni, tíu keppendur alls, fimm í U17 og fimm í U20. Liðið átti margar glæsilegar frammistöður og náði í verðlaunasæti í fjölmörgum flokkum.
U17 – Mikil og góð reynsla
Birna Ólafsdóttir – hetjuleg barátta
Birna Ólafsdóttir var fyrst til að stíga á pallinn fyrir Íslands hönd. Hún sýndi mikinn karakter í snörun þar sem hún náði 45 kg í þriðju tilraun eftir tvær mjög tæpar lyftur í sömu þyngd. Í jafnhendingu opnaði hún í 50 kg, hækkaði í 55 kg og náði þeirri þyngd í þriðju tilraun. Því miður var lyftan dæmd ógild vegna „press out“. Birna lauk keppni með 95 kg í samanlögðu og góða reynslu í farteskinu.
Sterkir drengir í -88 kg flokki
Í -88 kg flokki átti Ísland tvo keppendur þá Guðjón Gauta Vignisson og Kristófer Loga Hauksson.
Guðjón Gauti Vignisson snaraði þyngst 90 kg. Í jafnhendingu lyfti hann þyngst 112 kg og reyndi síðan við 117 kg sem tókst ekki.
Kristófer Logi Hauksson snaraði þyngst 92 kg og 116 kg í jafnhendingu. Hann lyfti 120 kg í þriðju tilraun, en lyftan var dæmd ógild.
Þeir enduðu báðir á verðlaunapalli: Guðjón Gauti í 3. sæti með 202 kg, og Kristófer Logi í 2. sæti með 208 kg í samanlögðu.
Hólmfríður og Steindís luku U17 keppninni með stæl
Hólmfríður Bjartmarsdóttir – öflug frammistaða í +77 kg
Hólmfríður náði öllum þremur snörunum: 55 kg, 60 kg og 63 kg. Í jafnhendingu lyfti hún 70 kg og 75 kg og reyndi síðan við 80 kg sem hún náði að koma upp fyrir höfuð en ekki að læsa olnbogunum. Hún lauk keppni með 138 kg í samanlögðu, þetta skilaði henni þriðja sæti.
Steindís – stöðug og traust
Steindís keppti í -69 kg flokki. Hún opnaði í öruggum 60 kg í snörun, lyfti síðan 64 kg og reyndi að lokum við 67 kg sem rétt misheppnaðist. Í jafnhendingu náði hún öllum sínum lyftum: 75 kg, 80 kg og 84 kg. Hún endaði því með 148 kg í samanlögðu.
U20 – Glæsilegur seinni dagur hjá íslenska liðinu
Emilía með góða frammistöðu
Emilía Nótt Davíðsdóttir var fyrst á svið í U20. Hún keppti í -69 kg flokki og lyfti 68 kg í snörun í fyrstu tilraun en bætti við 71 kg í annarri tilraun. Í jafnhendingu opnaði hún í 90 kg, mistókst 94 kg í fyrstu en náði þeirir þyngd glæsilega í þriðju tilraun. Emilía endaði með 165 kg í samanlögðu.
Rökkvi tryggði sér silfur eftir æsispennandi keppni í -88 kg
Í flokki þar sem Ísland, Svíþjóð og Finnland háðu harða baráttu um verðlaunasætin, sýndi Rökkvi Hrafn Guðnason mikla festu. Hann lyfti 115 kg í snörun, Finninn 113 kg og Svíinn 117 kg. Rökkvi reyndi við 118 kg en náði ekki.
Í jafnhendingu opnaði Svíinn í 140 kg, en Rökkvi svaraði með 143 kg. Þá hækkaði hann í 148 kg og negldi lyftuna. Svíinn reyndi við 149 kg en mistókst, sem tryggði Rökkva 2. sætið. Hann reyndi síðan við 151 kg í lokin sem fór upp, en var dæmd ógild.
Freyja Björt – 6 af 6 og 3. sæti í -58 kg
Freyja Björt Svavarsdóttir átti stórkostlegt mót og fékk allar sex lyftur gildar.
Snörun: 60 kg, 62 kg, 64 kg
Jafnhending: 80 kg, 83 kg, 85 kg
Þessi stöðugi og öflugi árangur tryggði henni verðskuldaðan verðlaunapening í sínum flokki.
Tindur í -94 kg, traust frammistaða og brons
Tindur Eliasen opnaði öruggur í 110 kg í snörun, hækkaði í 115 kg og endaði á 120 kg. Í jafnhendingu náði hann 132 kg, fékk 141 kg dæmt ógilt og missti að lokum 146 kg. Hann endaði samt sem áður með 252 kg í samanlögðu og 3. sæti í -94 kg flokki.
Þórbergur tryggði Íslandi Norðurlandameistaratitilinn
Síðastur á svið var Þórbergur Ernir Hlynsson, sem var fullur sjálfstrausts. Markmið hans var skýrt: að verða bæði Norðurlandameistari U20 og stigahæsti karllyftari mótsins. Undirbúningurinn hafði þó ekki verið ákjósanlegur eftir höfuðhögg á EM U20 fyrr á árinu.
Þórbergur og helsti keppinautur hans, finnskur lyftari, fylgdust að í baráttunni. Eftir þokkalega jafna snörun þar sem Þórbergur hafði þó 4 kg forskot þegar í jafnhendinguna var komið. Finninn opnaði í 163 kg, Þórbergur í 165 kg og hélt forystunni. Þegar Finninn lyfti 173 kg í sinni síðustu tilraun þurfti Þórbergur að ákveða hvort hann ætti að tryggja titilinn eða taka séns á að ná bæði titlinum og hæstu stigunum. Útreikningar þjálfara og liðsfélaga Þórbergs voru skýr þar sem 178 kg voru nauðsynleg.
Þórbergur lagði allt undir. Hann lyfti stönginni upp af öryggi og yfirvegun, framkvæmdi jafnhöttunina (e. jerk) fullkomlega og tryggði sér með því bæði Norðurlandameistaratitilinn 2025 og titilinn stigahæsti lyftari mótsins. Algjör stórsigur fyrir Þórberg og íslenska landsliðið.
Við óskum okkar frábæru ungmennum til hamingju með vel heppnaða ferð. Að sögn þjálfara var öll ferðin til fyrirmyndar og mikil samheldni sem einkenndi hópinn, sem jókst eftir því sem leið á.
Framtíðini er svo sannarlega björt! Áfram Ísland.
Photo: Per WiklundPhoto: Per WiklundPhoto: Per WiklundPhoto: Per Wiklund
Stigahæstu keppendur mótsins voru hin finnska Janette Ylisoini með 237 kg samanlagt í -77 kg flokki kvenna og hinn sænski Hugo Ottosson með 355 kg samanlagt í -110 kg flokki karla.
Árangur Íslendinga á mótinu (frétt verður uppfærð með myndum þegar þær berast):
Ísland náði sér í þrjú silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á mótinu.
Katla Björk Ketilsdóttir varð önnur í -63 kg flokki kvenna þegar hún snaraði 86 kg og jafnhenti 103 kg, samtals 189 kg. Þetta var fjórða Norðurlandamót Kötlu og hún var því reynsluboltinn í landsliðinu, þetta er einnig besti árangur hennar á Norðurlandamóti.
f.v. Katla Björk Ketilsdóttir, Inka Tiainen (Finnlandi) og Susanne Johansson frá Svíþjóð. Mynd: BerndsenPhoto
Guðný Björk Stefánsdóttir varð önnur í -77 kg flokki þegar hún snaraði 98 kg og jafnhenti 118 kg, samtals 216 kg. Snörunin var nýtt persónulegt met hjá henni og bæting um 1 kg. Þessi árangur var líka annar stigahæsti árangur kvenna á mótinu en Janette Ylisoini frá Finnlandi varð stigahæst og einnig sigraði hún -77 kg flokkinn með 237 kg samanlagt.
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud sem keppti fyrir Íslandshönd á Ólympíuleikunum 2008, 2012 og 2016 í spjótkasti, keppti í fyrsta sinn fyrir Ísland á móti í ólympískum lyftingum og náði í silfur í -86 kg flokki kvenna. Ásdís sem varð fertug fyrir rétt tæpum þremur vikum átti stórgott mót og fór með allar sínar lyftur í gegn, seríuna 74 kg, 77 kg og 80 kg í snörun, í jafnhendingu lyfti hún 99 kg, 102kg og loks 105 kg. Þetta voru einnig met í mastersflokkum 35-39 ára og 40-44 ára. Allt er fertugum fært!
Ásdís Hjálmsdóttir gerir sig klára fyrir snörun. Mynd: BerndsenPhoto
Selma Gísladóttir vann brons í -86 kg flokknum en hún átti einnig gott mót og fór með 5/6 lyftum í gegn. Hún lyfti mest 82 kg í snörun og 102 kg í jafnhendingu, samtals 184 kg eða einu kílói minna en Ásdís sem fór fram fyrir hana með því að lyfta loka lyftunni. Bæði Ásdís og Selma eru búsettar í Svíþjóð og þetta var líka fyrsta mót Selmu þar sem hún keppir fyrir landsliðið.
f.h. Ásdís Hjálmsdóttir, Anna Sofie Jensen og Selma Gísladóttir
Tindur Elíasen eini íslenski karlkeppandi mótsins varð í 5. sæti í -88 kg flokk. Hann setti nýtt Íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og 23 ára og yngri í jafnhendingu og samanlögðum árangri þegar hann lyfti 119 kg í snörun, 142 kg í jafnhendingu og 261 kg samtals. Áður hafði hann lyft 142 kg á innanfélagsmóti í ágúst en þau gilda ekki til meta.
Erla Ágústsdóttir féll úr keppni í snörun með 98 kg í fyrsta sinn á ferlinum, hún kom hinsvegar sterk til baka í jafnhendingunni og bætti sinn besta árangur um 3 kg og lyfti 125 kg.
Erla Ágústsdóttir í snörun
Thelma Mist Oddsdóttir lyfti mest 72 kg í snörun og 89 kg í jafnhendingu, samtals 161 kg og varð í 4. sæti í -58 kg flokki.
Freyja Björt Svavarsdóttir lyfti 60 kg í snörun og 80 kg í jafnhendingu, samtals 140 kg og varð í 5. sæti í -58 kg flokki.
Snædís Líf Pálmarsdóttir sýndi af sér keppnishörku þegar hún lyfti 71 kg í snörun í þriðju tilraun og jafnhenti síðan 95 kg, samtals 166 kg og varð í 7. sæti í -63 kg flokki kvenna.
Sólveig Ásta Gautadóttir tók cat.2 alþjóðleg dómararéttindi, Lárus Páll Pálsson (cat.1) starfaði einnig á mótinu.
f.v. Willum Þór Willumson forseti ÍSÍ, Guðmundur Sigurðsson (Heiðursfélagi LSÍ nr.1) og Arnór Ásgeirsson framkvæmdastjóri LSÍ
Liðakeppni kvenna (öll lið áttu keppanda sem féll úr leik):