Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppni fyrst íslensku keppendanna á Evrópumeistaramótinu í Sofia á morgun 14.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma (10:00 íslenskum). Þurí er reynslumesti keppandinn okkar í lyftingum en þetta verður hennar níunda stórmót þ.e. Evrópumeistaramót, Heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar. Þá eru ótalin önnur alþjóðleg mót í ólympískum lyftingum og Crossfit. Bestum árangri náði hún á HM 2017 þegar hún varð í 10.sæti með 194kg í samanlögðum árangri en besta árangri á EM náði hún 2021 þegar hún lyfti 191kg. Sjá töflu hér að neðan.
Hægt er að sjá beina útsendingu á weightliftinghouse.tv (mánaðaráskrift kostar 9.99USD)
Sjá umfjöllun Vísi um Þurí og EM í lyftingum: https://www.visir.is/g/20242526569d/islensk-crossfit-kempa-keppir-a-em-i-olympiskum-lyftingum
Hér má sjá dagskrá íslensku keppendanna á EM: https://lyftingar.wordpress.com/2024/02/10/evropumeistaramotid-i-olympiskum-lyftingum-2024-dagskra/

Hún á sem stendur Íslandsmetin í -59kg flokki kvenna 87kg í snörun, 108kg í jafnhendingu og 191kg í samanlögðum árangri.
| Dagsetning | Mót | Sæti | ÞF | Þyngd | SN | JH | Samtals | Sinclair |
| 15/4/2023 | EM 2023 | 13 | 59 | 58.7 | 82 | 104 | 186 | 255,4 |
| 5/4/2021 | EM 2021 | 10 | 59 | 58.22 | 83 | 108 | 191 | 263,7 |
| 18/09/2019 | HM 2019 | 25 | 59 | 58.9 | 80 | 103 | 183 | 250,7 |
| 6/4/2019 | EM 2019 | 14 | 59 | 58.58 | 87 | 102 | 189 | 259,8 |
| 1/11/2018 | HM 2018 | 26 | 59 | 58.46 | 79 | 105 | 184 | 253,3 |
| 28/11/2017 | HM 2017 | 10 | 58 | 57.65 | 86 | 108 | 194 | 269,6 |
| 1/4/2017 | EM 2017 | 13 | 63 | 58.65 | 79 | 102 | 181 | 248,6 |
| 10/4/2016 | EM 2016 | 14 | 58 | 57.54 | 80 | 103 | 183 | 254,6 |
25 keppendur eru skráðir til leiks í -59kg flokknum á EM í ár en hann er ólympíuflokkur. Tólf keppendur eru í A-hóp og 13 keppendur með Þurí í B-hóp. Aðeins einn keppandi frá Evrópu er á topp 10 lista OQR en það er hin úkraínska Kamila Konotop, hin bandaríska Taylor Wilkins keppir líka í A-hóp þar sem hún fær ekki vegabréfsáritun til Venezuela þar sem Pan-American meistaramótið fer fram í lok Febrúar hún er í 10.sæti á OQR með 221kg í samanlögðum árangri en tíu efstu fá sjálfkrafa keppnisrétt í París. Gera má ráð fyrir að Nina Sterckx frá Belgíu og hinar frönsku Dora Tchakounte og Garance Rigaud blandi sér í baráttuna um verðlaun í flokknum en Frakkar munu mjög líklega nýta sér eitt af tveimur svokölluðum host country sætum í París í -59kg flokknum og valið mun því standa á milli þeirra tveggja. Hin ítalska Lucrezia Magistris á einnig möguleika á verðlaunum. Íslandsvinurinn Saraa Retulainen sem keppti á RIG 2018 þar sem Þuríður hafði betur á stigum en þær lyftu sömu þyngd er í A-hóp.
Keppnishópur Þuríðar er nokkuð jafn og má gera ráð fyrir að hún blandi sér í baráttuna um sigur í hópnum.


















