Þuríður Erla hefur keppni á morgun (14.Febrúar)

Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppni fyrst íslensku keppendanna á Evrópumeistaramótinu í Sofia á morgun 14.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma (10:00 íslenskum). Þurí er reynslumesti keppandinn okkar í lyftingum en þetta verður hennar níunda stórmót þ.e. Evrópumeistaramót, Heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar. Þá eru ótalin önnur alþjóðleg mót í ólympískum lyftingum og Crossfit. Bestum árangri náði hún á HM 2017 þegar hún varð í 10.sæti með 194kg í samanlögðum árangri en besta árangri á EM náði hún 2021 þegar hún lyfti 191kg. Sjá töflu hér að neðan.

Live Scoreboard

Hægt er að sjá beina útsendingu á weightliftinghouse.tv (mánaðaráskrift kostar 9.99USD)

Sjá umfjöllun Vísi um Þurí og EM í lyftingum: https://www.visir.is/g/20242526569d/islensk-crossfit-kempa-keppir-a-em-i-olympiskum-lyftingum

Hér má sjá dagskrá íslensku keppendanna á EM: https://lyftingar.wordpress.com/2024/02/10/evropumeistaramotid-i-olympiskum-lyftingum-2024-dagskra/

Þuríður Erla Helgadóttir með 104kg í jafnhendingu á Evrópumeistaramótinu 2023 sem haldið var í Yerevan, Armeníu.

Hún á sem stendur Íslandsmetin í -59kg flokki kvenna 87kg í snörun, 108kg í jafnhendingu og 191kg í samanlögðum árangri.

DagsetningMótSætiÞFÞyngdSNJHSamtalsSinclair
15/4/2023EM 2023135958.782104186255,4
5/4/2021EM 2021105958.2283108191263,7
18/09/2019HM 2019255958.980103183250,7
6/4/2019EM 2019145958.5887102189259,8
1/11/2018HM 2018265958.4679105184253,3
28/11/2017HM 2017105857.6586108194269,6
1/4/2017EM 2017136358.6579102181248,6
10/4/2016EM 2016145857.5480103183254,6
Árangur Þuríðar Erlu á alþjóðlegum stórmótum í ólympískum lyftingum

25 keppendur eru skráðir til leiks í -59kg flokknum á EM í ár en hann er ólympíuflokkur. Tólf keppendur eru í A-hóp og 13 keppendur með Þurí í B-hóp. Aðeins einn keppandi frá Evrópu er á topp 10 lista OQR en það er hin úkraínska Kamila Konotop, hin bandaríska Taylor Wilkins keppir líka í A-hóp þar sem hún fær ekki vegabréfsáritun til Venezuela þar sem Pan-American meistaramótið fer fram í lok Febrúar hún er í 10.sæti á OQR með 221kg í samanlögðum árangri en tíu efstu fá sjálfkrafa keppnisrétt í París. Gera má ráð fyrir að Nina Sterckx frá Belgíu og hinar frönsku Dora Tchakounte og Garance Rigaud blandi sér í baráttuna um verðlaun í flokknum en Frakkar munu mjög líklega nýta sér eitt af tveimur svokölluðum host country sætum í París í -59kg flokknum og valið mun því standa á milli þeirra tveggja. Hin ítalska Lucrezia Magistris á einnig möguleika á verðlaunum. Íslandsvinurinn Saraa Retulainen sem keppti á RIG 2018 þar sem Þuríður hafði betur á stigum en þær lyftu sömu þyngd er í A-hóp.

Keppnishópur Þuríðar er nokkuð jafn og má gera ráð fyrir að hún blandi sér í baráttuna um sigur í hópnum.

B-Keppnishópur -59kg flokki kvenna

Evrópumeistaramótið í Ólympískum Lyftingum 2024 : Dagskrá

Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum hefst mánudaginn 12.Febrúar og lýkur 20.Febrúar. Mótið er haldið í höfuðborg Búlgaríu, Sofíu. Ísland er með fjölda keppenda á mótinu þetta árið en alls eru sex keppendur sem keppa fyrir ísland, allir í kvenna flokki. Mótið er næst síðasta mót þar sem keppendur geta náð árangri fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, en allir keppendur geta keppt í sinni álfukeppni. Álfukeppnir Afríku og Asíu fóru fram í síðustu viku, Eyjaálfa og Pan-America halda sínar keppnir 21-25.Febrúar. Síðan hafa allar þjóðir þátttöku á síðasta mótinu (IWF World Cup) sem fer fram í Taílandi 31.Mars-11.Apríl.

Erna Héðinsdóttir er partur af dómarateymi mótsins og mun starfa í 18/36 keppnishópum í kviðdómi. Eins og áður hefur komið fram hefur Erna verið valin til þátttöku í dómarateymi IWF á Ólympíuleikunum í París í ár, lesa má meira um það hér.

Þjálfarateymi Íslands skipa: Ingi Gunnar Ólafsson, Sigurður Darri Ólafsson, Unnar Helgason og Helga Hlín Hákonardóttir.

Þjóðaríþrótt Búlgaríu eru ólympískar lyftingar og hafa þeir unnið alls 37 verðlaun í lyftingum á ólympíuleikum (12 gull, 17 silfur og 8 brons) sem er ótrúlega gott fyrir þjóð sem hefur talið 7-9 milljónir á þeim árum. 201 keppandi í kvennaflokki er skráður til leiks frá 36 evrópuþjóðum, einnig keppa á mótinu 6 bandarískir kvenn keppendur sem ekki fá vegabréfsáritun til Venezuela þar sem Pan-America meistaramótið fer fram í lok Febrúar. Einn kvenn keppandi keppir fyrir flóttamanna lið sameinuðuþjóðana WRT og sjö konur keppa undir merkjum hlutleysis AIN þar sem rússneskir og hvít-rússneskir keppendir sem geta fengið að keppa.

Allar upplýsingar um mótið má fá á síðu Evrópska lyftingasambandsins (EWF) , við munum gera grein fyrir keppninni hér á heimasíðu lyftingasambandsins og samfélagsmiðlum (facebook og instagram).

Dagskrá íslensku keppendana er eftirfarandi:

Þuríður Erla Helgadóttir 14.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma -59kg B-hópur

Katla Björk Ketilsdóttir 15.Febrúar klukkan 10:00 á staðartíma -64kg C-hópur

Eygló Fanndal Sturludóttir 16.Febrúar klukkan 17:00 á staðartíma -71kg A-hópur

Guðný Björk Stefánsdóttir 17.Febrúar klukkan 10:00 á staðartíma -76kg B-hópur

Friðný Fjóla Jónsdóttir 19.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma -87kg B-hópur

Erla Ágústdóttir 19.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma +87kg B-hópur

Þar sem aðeins er keppt í 5 þyngdarflokkum í París telja þeir keppendur sem keppa t.d. í -64kg flokk og -71kg flokk inn í -71kg flokk á svokölluðum úrtökulista fyrir ólympíuleikana (OQR) það er 61 keppandi og í -59 flokk eru það keppendur í -55kg og -59kg eða 46 keppendur. Sjá dreyfingu keppenda á þyngdarflokka hér að neðan.

Keppt verður í fimm þyngdarflokkum á ólympíuleikunum í París: -49kg, -59kg, -71kg, -81kg og +81kg

Ýtarlegri upplýsingar um keppnishópana má finna hér að neðan:

Úthlutun úr Afrekssjóði 2024

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna.

Í hlut Lyftingasambands Íslands komu 18.216.000 krónur sem er rúmlega 50% hækkun á milli ára, en árið 2023 nam styrkurinn 11.850.000, þegar lyftingasambandið færðist úr C-sambandi yfir í B-samband. Til samanburðar hlaut LSÍ árið 2022 kr. 2.750.000 úthlutun sem C-samband.

Þessa miklu aukningu undanfarinna ára má fyrst og fremst rekja til framúrskarandi árangurs íslensks lyftingafólks á alþjóðlegum vettvangi og styrkingu á innra starfi, stefnumörkun og áætlanagerð, en á síðasta ári var úthlutunarfyrirkomulagi Afrekssjóðs breytt á þann veg að aðeins eru tveir flokkar sambanda í stað þriggja áður – þ.e. afrekssérsambönd og verkefnasérsambönd og flokkast LSÍ sem afrekssérsamband. Árangur afreksfólks spilar mikilvægan þátt í flokkun í samkvæmt hinu nýja kerfi og hefur árangur lyftingafólks LSÍ á undanförnum árum á alþjóðlegum vettvangi þannig lyft öllum fjárhagslegum forsendum fyrir árangursríkri starfsemi sambandsins.

Eygló Fanndal Sturludóttir í Katar

Innifalið í úthlutun frá Afrekssjóði er beinn einstaklingsstyrkur til Eyglóar Fanndal Sturludóttir, en hún heldur ásamt fleiri keppendum á Evrópumeistaramótið í Sofiu í Búlgaríu þar sem hún mun halda áfram farsælli vegferð sinni til að komast á Ólympíuleikana í París í sumar. En hún er sem stendur í 14.sæti á úrtökulista fyrir leikana í -71kg flokki með fjórða besta árangur Evrópubúa.

Óhætt er að fullyrða að spennandi tímar eru framundan í starfi LSÍ á komandi ári og árum, en nánari grein verður gerð fyrir úthlutun Afrekssjóðs og fjárhagsáætlun LSÍ fyrir starfsárið á Lyftingaþingi sem haldið verður 16. mars næstkomandi.

RIG 2024 : Úrslit

Reykjavíkurleikarnir í ólympískum lyftingum fóru fram Sunnudaginn 28.Janúar í Laugardalshöll. Að þessu sinni var haldin liðakeppni þar sem tveir karlar og tvær konur mynda lið. Fimm lið mættu til leiks, tvö frá Íslandi, tvö frá Danmörku og loks eitt lið frá frændum okkar í Færeyjum. Við þökkum nágrannaþjóðum okkar fyrir þátttökuna.

Heildarúrslit má sjá í afreksgagnagrunni sambandsins með því að ýta HÉR

Stighæsti karl keppandinn var daninn Jacob Panayotis sem snaraði 150kg og jafnhenti 190kg í -109kg flokki sem var nýtt danskt met í jafnhendingu og samanlögðum árangri 340kg.

Jacob Panayotis á palli eftir mótið

Stigahæsta konan var Amalie Lövind sem snaraði 82kg og jafnhenti 102kg í -59kg flokknum.

Keppendur kynntir til leiks

Stigakeppnin virkar þannig að Sinclair árangur keppenda gefur þeim stig, stigahæsti keppandinn fær 10 stig og svo koll af kolli, síðan er lagður saman árangur karla og kvenna og það lið sem fær flest samanlögð stig sigrar.

ReglurStigKKKVK
1.sæti10Denmark Team 2Denmark Team 2
2.sæti9Denmark Team 1Denmark Team 1
3.sæti8Iceland Team 1Faroe Islands
4.sæti7Iceland Team 2Denmark Team 2
5.sæti6Iceland Team 1Denmark Team 1
6.sæti5Denmark Team 1Iceland Team 1
7.sæti4Iceland Team 2Iceland Team 2
8.sæti3Denmark Team 2Iceland Team 1
9.sæti2Faroe IslandsIceland Team 2
10.sæti1Faroe IslandsFaroe Islands

Danmörk gerði sér lítið fyrir og raðaði sér í efstu tvö sætin og aðeins 1 stig sem skildi af liðin. Ísland kom þar á eftir og Færeyjar ráku lestina en mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað í Færeyjum síðustu ár.

LiðKVKKKSamtals stigSæti
Denmark Team 21317301
Denmark Team 11415292
Iceland Team 1148223
Iceland Team 2116174
Faroe Islands39125
Thelma Mist Oddsdóttir situr undir 63kg í snörun
Amalie Lövind með 99kg í jafnhendingu
Keppendur að loknu móti

Mótadagskrá og keppandalisti RIG 2024

TEAMS

Fareo IslandsBirth YearWeight classEntry Total
Niels Áki Mørk200267213
Sofus Bech199496258
Julia Jacobsen200476147
Maibrit Reynheim Petersen199671186
Iceland Team 1Birth YearWeight classEntry Total
Gerald Brimir Einarsson199889286
Kári Einarsson200181263
Arey Rakel Guðnadóttir200271172
Snædís Líf Pálmarsdóttir200059167
Iceland Team 2Birth YearWeight classEntry Total
Daníel Róbertsson199196265
Bjarki Breiðfjörð Björnsson200381260
Thelma Mist Oddsdóttir200259157
Thelma Rún Guðjónsdóttir200259143
Denmark Team 1Birth YearWeight classEntry Total
Mathias Agersø1995109300
Simon Darville1993102320
Emilia Wódzka199471180
Caroline Gernsøe199981190
Denmark Team 2Birth YearWeight classEntry Total
Louis Stroier199489270
Jacob Alexander Panayotis Diakovasilis1996109330
Amalie Lovind199459180
Metta Fasmila Pedersen199376180

Eygló Fanndal Sturludóttir í Ólympíuhópi ÍSÍ

Eygló Fanndal Sturludóttir er ein af íþróttamönnum Íslands sem ÍSÍ hefur valið í ólympíuhóp fyrir París 2024 ásamt níu einstaklingum og karlalandsliðinu í handknattleik.

Íþróttamenn í hópnum, Anton Sveinn McKee vantar á hópmyndina.

Sjá fréttatilkynningu frá ÍSÍ hér að neðan:

Myndaður hefur verið Ólympíuhópur ÍSÍ sem samanstendur af afreksíþróttafólki sem annað hvort hefur tryggt sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 eða er í dauðafæri að komast inn á þá á næstu misserum.  Í þessum hópi er afreksíþróttafólk úr sjö íþróttagreinum.  Það verður spennandi að fylgjast með þeim næstu vikur og mánuði, en milli íþróttagreina eru mismunandi leiðir til að tryggja sér þátttökurétt.
Anton Sveinn McKee, sundmaður, er sá eini sem hefur nú þegar unnið sér inn þátttökurétt á leikana en vonir eru bundnar við að Ísland muni eiga góðan hóp íþróttafólks á leikunum.  Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttavettvangur heims og þar keppa fremstu íþróttamenn heims í íþróttagreinum 32 alþjóðasérsambanda.   

Ólympíuhópurinn samanstendur af níu aðilum úr einstaklingsgreinum auk karlalandsliðsins í handknattleik, en hópurinn mun taka breytingum eftir því sem nær dregur leikum og fleiri eða færri aðilar hafa raunhæfa möguleika á þátttöku.  

Í hópnum í dag eru:
• Anton Sveinn McKee, sund 
• Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar
• Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut
• Guðni Valur Guðnason, kringlukast
• Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi
• Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast
• Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund
• Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar 
• Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar
• Karlalandsliðið í handknattleik

Á næstunni er ætlun ÍSÍ og sérsambanda að vekja athygli á þessu íþróttafólki og þeim viðburðum sem þau eru að keppa á til að vinna sér þátttökurétt á leikana í París, en þeir verða settir föstudaginn 26. júlí nk.
Kynningarmyndband hefur verið sett saman og birt á samfélagsmiðlum ÍSÍ auk þess sem frekara efni bíður birtingar sem ÍSÍ, sérsambönd og íþróttafólkið mun koma á framfæri á næstunni. Vésteinn Hafsteinsson, Afreksstjóri ÍSÍ, heldur utan um Ólympíuhópinn en hann hefur áratuga reynslu, bæði sem þjálfari og afreksíþróttamaður í kringlukasti, og hefur nú þegar tekið þátt í 10 Ólympíuleikum. 

Það er von ÍSÍ að hópurinn fái sem mesta athygli og stuðning svo árangur þeirra verði sem bestur.  ÍSÍ óskar afreksíþróttafólkinu okkar og teymi góðs gengis í verkefnunum sem framundan eru.

Landsliðsæfingar 2024

Allir þeir keppendur sem hafa náð lágmörkum á Norðurlandamót hafa rétt á að koma á landsliðsæfingar LSÍ, bæði norðurlandamót fullorðinna, masters og unglinga.
Landsliðsæfingar fara fram í húsnæði Stjörnunnar í Miðgarði í Garðabæ
Æfingarnar fara fram kl: 9:00 til 11:00, með fyrir vara um breytingar.

Landliðsþjálfari, Ingi Gunnar Ólafsson, hvetur landsliðskeppendur að bjóða þjálfurum sínum með sér á landsliðsæfingar.

Dagsetningar landsliðsæfinga.

20. janúar

10. febrúar

16. mars

20. apríl

18. maí

8. júní

20. júlí

10. ágúst

31. ágúst

14. september

19. október

2. nóvember

7. desember

Íþróttamaður ársins 2023

Eygló Fanndal Sturludóttir og Brynjar Logi Halldórsson lyftingafólk ársins fékk viðurkenningu á lokahófi Íþróttamanns ársins sem fram fór 4.Janúar síðastliðinn.

Eygló Fanndal og Brynjar Logi. Ljósmynd mbl.is/Eggert Jóhannsson

Eygló varð 16. í kjörinu með 27 stig og sjá má sjónvarpsviðtal við hana sem tekið var á lokahófinu byrjar á 01:01:49: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/ithrottamadur-arsins/4711/1ctls3

Þeir sem fengu stig í kjörinu:

  1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti 500
  2. Anton Sveinn McKee, sund 372
  3. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 326
  4. Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir 101
  5. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 94
  6. Elvar Már Friðriksson, körfubolti 93
  7. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti 73
  8. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 69
  9. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar 53
  10. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 47
  11. Baldvin Þór Magnússon, frjálsíþróttir 37
  12. Jóhanna Margrét Snorradóttir, hestaíþr. 35
  13. Albert Guðmundsson, fótbolti 31
  14. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 30
  15. Snorri Einarsson, skíðaganga 28
  16. Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar 27
  17. Bjarki Már Elísson, handbolti 26
  18. Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti 24
  19. Hákon Rafn Valdimarsson, fótbolti 22
  20. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti 20
  21. Haraldur Franklín Magnús, golf 19
  22. Ragnhildur Kristinsdóttir, golf 10
  23. Sandra Erlingsdóttir, handbolti 7

Nýr bannlisti WADA fyrir 2024

Nýr bannlisti frá WADA yfir ólögleg efni í íþróttum hefur verið birtur sjá frétt á vef alþjóðalyftingasambandsins fyrir ólympíuárið 2024: https://iwf.sport/2024/01/12/2024-new-year-new-prohibited-substances-list/

Hægt er að sjá heildarlistann hér: https://www.wada-ama.org/en/resources/world-anti-doping-code-and-international-standards/prohibited-list

Og breytingar frá fyrri lista hér: https://www.wada-ama.org/sites/default/files/2023-09/2024list_explanatory_list_en_final_22_september_2023.pdf

Verkjalyfið Tramadol hefur verið sett á bannlista frá 1.Janúar en það hefur verið á vöktunarlista WADA frá 2022.

WADA hvetur íþróttamenn að taka könnun á vegum þeirra sem lýkur 17.Janúar: https://www.surveymonkey.com/r/QC8XPBT

Við hvetjum alla íþróttamenn til að kynna sér betur lyfjaprófanir og bannlsita á vef Lyfjaeftirlits Íslands: https://www.antidoping.is/