Haustmót 2024

Haustmót LSÍ fer fram laugardaginn 7.september nk. í húsakynnum Ægis Gym á Akranesi.
Skráning er hafin á mótið og henni lýkur 23.ágúst nk. klukkan 23:59.

Með fyrirvara um fjölda keppenda þá er stefnt að því að klára mótið að öllu leyti á laugardeginum.
Mótið er sinclair stigamót og 3 stigahæstu einstaklingarnir verðlaunaðir. 
Keppnisgjald er kr. 7500,- og greiðir félag keppenda til mótshaldara. 
Skráning hér

Ólympískar lyftingar hefjast í París

Keppni hefst á morgun 7.Ágúst í ólympískum lyftingum eins og fram hefur komið í fyrri færslu.

Erna Héðinsdóttir alþjóðadómari mun dæma þrjá flokka á mótinu, -49kg flokk kvenna 7.Ágúst 19:30 að staðartíma, -73kg flokk karla 8.Ágúst 19:30 að staðartíma og -81kg flokk kvenna 10.Ágúst klukkan 16:00 að staðartíma.

Erna fékk að sjá upphitunaraðstöðu keppenda í dag
Erna ásamt Tina Beiter frá Danmörku á upplýsingafundi fyrir dómara

RÚV mun sýna -61kg flokk karla á RÚV2 klukkan 13:05 á morgun 7.Ágúst

Einnig mun RÚV sýna +81kg flokk kvenna Sunnudaginn 11.Ágúst klukkan 12:30 á RÚV2

Ólympíuleikarnir í París: Lyftingar 7.-11. Ágúst

Sjá síðu EWF um ÓL: https://paris2024.ewf.sport

Keppni í ólympískum lyftingum í París fer fram daganna 7.-11. Ágúst. Ísland á ekki keppanda að þessu sinni og í raun ekki síðan 1980 en Eygló Fanndal Sturludóttir var grátlega nærri því að tryggja sér keppnisrétt í -71kg flokki kvenna fyrst íslenskra kvenna en hún hefði aðeins þurft að lyfta 2-3kg meira til að tryggja sér þátttöku og vera á meðal 10 efstu í þyngdarflokknum.

Erna Héðinsdóttir (cat.1) alþjóðadómari er hinsvegar okkar fulltrúi á leikunum og mun starfa í 48 manna alþjóðlegu dómarateymi á leikunum.

Hér má sjá upplýsingarit leikana um ólympískar lyftingar: https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2024/07/Paris2024_Guide_IF_Weightlifting_EN.pdf

Eygló Fanndal með frábært mót í Þýskalandi

Sjá ítarlega umfjöllun morgunblaðsins um Eygló: https://www.mbl.is/sport/frettir/2024/07/20/bodid_grimmt_til_thyskalands/

Sjötta júlí síðastliðin keppti Eygló Fanndal Sturludóttir á móti hinna bláu sverða (Pokal der blauen schwerter) í Þýskalandi og náði þar frábærum árangri þegar hún snaraði 103kg og jafnhenti nýju Íslandsmeti 133kg og jöfnun á norðurlandameti Patriciu Strenius í -71kg flokki kvenna í jafnhendingu. Þetta var jöfnun á hennar besta árangri í samanlögðum árangri 236kg. Ef maður setur saman hennar bestu snörun 106kg og þessa jafnhendingu hefði það dugað henni til að komast inn á ólympíuleikana í París.

Á móti hinna bláu sverða er keppt á sérstakri Sinclair formúlu sem er sköluð milli kynja, Eygló varð í 5.sæti í kvenna keppninni og 8.sæti í heildarkeppninni.

Eygló stefnir næst að keppni á EM U23 þar sem hún er á síðasta ári og Norðurlandamótinu í haust. Einnig mun hún keppa í þýsku Bundesliga-deildinni í lyftingum á næsta keppnis tímabili og munum við gera því betri skil seinna.

Evrópumeistaramót Masters

Ísland átti tvo keppendur á Evrópumeistaramótinu í Masters flokkum sem fram fór í Haugesund í Noregi 15-23. Júní síðastliðnum.

Anna Guðrún Halldórsdóttir keppti í flokki -87kg í aldursflokki 55-59 ára og sigraði flokkinn. Hún setti einnig ný íslandsmet í Masters flokki 58kg í snörun, 78kg í jafnhendingu og 136kg í samanlögðum árangri. Að auki er jafnhendingin og samanlagði árangurinn ný HEIMSMET í Masters flokki 55-59 ára.

Hrund Scheving keppti í þyngdarflokki -71kg í aldursflokki 45-49 ára en fékk ekki gilda lyftu í gegn í snörun í seríunni 68kg-70kg-70kg. Fyrsta mót hennar í yfir 10 ár sem hún fellur úr keppni en hún kemur vonandi sterk til baka á næsta mót!

Hægt er að sjá myndir frá keppninni hér: https://www.europeanmasterswl.com/photos.html

Og Heildarúrslit hér að neðan.

María Rún Þorsteinsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Lyftingasambands Íslands

María Rún Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lyftingasambands
Íslands, en hún var valin úr hópi 18 umsækjenda um starfið.

María Rún er með BA í stjórnmálafræði og viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu, auk þess að vera með kennsluréttindi og menntaður styrktarþjálfari.

María Rún átti og rak CrossFit Hengil í Hveragerði í 11 ár eða til ársins 2023 og
starfaði þar sem framkvæmdastjóri og þjálfari, meðal annars í ólympískum lyftingum.

María Rún hefur umfangsmikla reynslu af rekstri, stjórnun og íþróttastarfi og kom
m.a. að stofnun CrossFit sambands Íslands og Lyftingadeildar Hengils og hefur setið
í stjórnum þeirra beggja.

Hún hefur einnig setið í stjórnum Íþróttafélagsins Hamars og Lyftingasambands
Íslands, og hefur m.a. komið að keppnishaldi í ólympískum lyftingum, þar á meðal á
Norðurlandamóti sem haldið var á Íslandi í ólympískum lyftingum árið 2018.

María Rún hefur störf 1. ágúst næstkomandi.

Mótadagskrá og keppandalisti Sumarmóts LSÍ – Akureyri

STREYMI HÉR

Keppandalisti

Konur

NafnFélagÞyngdarflokkurEntrytotal
Rakel Sara SnorradóttirLyftingafélag Reykjavíkur71110
Hólmfríður BjartmarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur71110
Steindís Elín MagnúsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur71125
Freyja Björt SvavarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur59131
Anna G HalldorsdottirLyftingadeild Hamars87131
Bríet Anna HeiðarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur59136
Thelma Mist OddsdóttirLyftingafélag Kópavogs59165
Indíana lind GylfadóttirLyftingafélag Kópavogs81170

Karlar

NafnFélagÞyngdarflokkurEntrytotal
Kristinn Þór HilmarssonLyftingafélag Reykjavíkur73100
Guðjón Gauti VignissonLyftingadeild Íþróttabandalags Akraness81142
Aron Orri AlfreðssonLyftingadeild KA810
Konráð Krummi SigurðssonLyftingafélag Kópavogs89200
Kristófer Logi HaukssonLyftingafélag Kópavogs89160

Bergrós með silfur í Perú!

Bergrós Björnsdóttir skrifaði sig í sögu lyftinga á Íslandi í gærkvöldi þegar hún vann silfur í -71kg flokki kvenna á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri sem fram fer í Lima, Perú þegar hún lyfti 198kg samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaun sem íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í Ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka. Eggert Ólafsson þjálfari Bergrósar var henni til halds og traust í Perú.

Bergrós með verðlaunin á mótinu. Ljósmynd: IWF

Sjá umfjöllun IWF um mótið hér

Sjá upptöku af mótinu hér

Tuttugu keppendur voru í flokknum hennar en Bergrós var með eitt hæsta entry total á mótinu eins og fram hefur komið í fyrri frétt. Bergrós hóf keppni í snörun á 85kg og fór því næst í 88kg sem kom henni upp í fjórða sætið í snörun, 88kg var 1kg bæting á íslandsmetinu í snörun í aldurs og þyngdarflokknum. Í loka tilrauninni fór hún í 91kg sem hefði tryggt henni gull í snörun og átti ágætis tilraun en stóð ekki upp með þyngdina. Í jafnhendingu opnaði hún á 110kg sem er 10kg betra en hún hefur gert á móti í ólympískum lyftingum og 4kg bæting á íslandsmetinu í aldursflokknum. Við það fór hún upp í annað sætið og þriðja sætið í jafnhendingu. Í annari tilraun fór hún í 114kg til að koma sér í fyrsta sætið, hún náði hinsvegar ekki að standa upp með þá þyngd. Það eina í stöðunni var að elta Sarah Ochoa frá Venezuela sem var í forustusætinu í 115kg, Sarah lyfti fyrst og náði ekki að lyfta þyngdinni. Bergrós fékk því loka lyftuna til að vinna gullið, hún náði að standa upp með þyngdina, og lyfta henni upp fyrir haus í lás en missti aðeins jafnvægið þegar hún var í loka hluta lyftunnar og missti þyngdina aftur fyrir sig. Sjón er sögu ríkari og mælum við með því að skoða upptökuna af mótinu hér að ofan.

Bergrós situr undir 114kg í jafnhendingu. Ljósmynd: IWF

Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit í Frakklandi (undankeppni Evrópu í fullorðinsflokki) þar sem hún snéri sig á ökla í einni af síðustu greinum og mætti til Perú á hækjum sem vakti athygli og alþjóðalyftingasambandið gerði góð skil á heimasíðu sinni í umfjöllun um mótið.

Fyrir utan silfurverðlaun í samanlögðum árangri og bronsverðlaun í jafnhendingu þá bætti Bergrós árangur sinn um 17kg og öll íslandsmet í aldursflokknum sem áður voru í eigu Úlfhildar Örnu Unarsdóttur (sem vann silfurverðlaun á EM U17 árið 2022).

Bergrós með 85kg opnunarlyftuna. Ljósmynd: IWF

Bergrós Björnsdóttir keppir 25.Maí í Perú á HM 17 ára og yngri

Bergrós Björnsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur keppir á Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum 17 ára og yngri sem hefst á morgun í Lima, Perú. Bergrós keppir í A-hóp í -71kg flokki kvenna 25.Maí klukkan 13:00 að staðartíma (18:00 að íslenskum). Þrír keppendur eru með sama entry total og hún (200kg), einn keppandi frá Uzbekistan og Einn frá Venezuela. Entry Total þýðir að keppandi þarf að byrja jafnhendinguna ekki lægra en 20kg frá entry total, ef Bergrós snarar best 80kg þá mun hún þurfa að byrja jafnhendinguna á 100kg. Þetta er gert til þess að raða keppendum eftir getu í A og B grúppur og þegar þarf C og D.

Einnig eru 10 keppendur í B-hóp

Það er stutt á milli keppna hjá Bergrósu en hún lauk um helgina undankeppni fyrir crossfit leikana í opnum flokki en þurfti því miður að draga sig úr keppni þegar tvær greinar voru eftir, eftir að hún snéri sig á ökla. Meiðslin eru hinsvegar tilin minniháttar (umfjöllun visir.is hér). Hún hefur þegar tryggt sér inn á ungmenna leikana í Crossfit sem haldnir verða seinna á árinu og hún varð þriðja á síðasta ári.

Bergrós á best 181kg í samanlögðum árangri á móti í ólympískum lyftingum en því lyfti hún í Mexíkó 2022 á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri, 81kg í snörun og 100kg í jafnhendingu sem dugði henni í 8.sæti á mótinu. Hún hefur aðeins keppt á einu móti í ólympískum lyftingum síðan þá en það var á Jólamótinu 2023 þar sem hún lyfti 180kg (80/100) í samanlögðum árangri og átti góða tilraun við 105kg. Í Crossfit hefur hún samt eitthvað þyngra og verður mjög spennandi að sjá hvernig henni gengur á keppnispallinum í Perú.

Íslandsmetin í flokknum eru í eigu Úlfhildar Örnu Unnarsdóttir 87kg í snörun og 106kg í jafnhendingu og samanlagða metið er 190kg.

Norðurlandametin eru í eigu Janette Ylisoini 102kg í snörun og 120kg í jafnhendingu, 220kg í samanlögðu.

Heimsmetin eru 103kg í snörun (Zarina Gusalova frá Rússlandi) og 130kg í jafnhendingu, 230kg í samanlögðu í eigu hinnar Nígerísku Joy Ogbonne Eze.

Bæði Janette Ylisoini og Joy Eze hafa háð mikla baráttu um ólympíusæti við Eygló Fanndal Sturludóttir (12.sæti OQR). Joy Eze er nú í 9.sæti á OQR og Janette í 20.sæti.

Streymt er frá mótinu á Youtube rás IWF
Og hópur Bergrósar hefst kl. 18:00 á Íslenskum tíma þann 25. maí
Live scoreboard – konur