Smáþjóðamótið í lyftingum um helgina

Smáþjóðamótið í ólympískum lyftingum fer fram í Möltu næstkomandi laugardag og sunnudag. Mótið er liðakeppni þjóða sem hafa eina milljón íbúa eða færri og eru aðilar að Smáþjóðasambandinu. Mótið er haldið samhliða Opna Möltu mótinu og þátttökuþjóðirnar í ár eru 15 talsins og keppendur 125 talsins á mótunum tveimur.

Í hverju liði keppa 2 senior karla og 2 senior konur en auk þess junior (20 ára og yngri) lið skipað einum keppanda af hvoru kyni. Mótið er Sinclairstigamót og verðlaunað er fyrir stigahætsta liðið, stigahæsta lið karla og stigahæsta lið kvenna auk stigahæstu keppenda af hvoru kyni.
Þess má geta að Ísland hefur sigrað liðakeppnina síðastliðin tvö ár og á því titil að verja.

Keppendur íslenska liðsins í ár eru:

Senior:
Eygló Fanndal Sturludóttir
Guðný Björk Stefánsdóttir
Bergur Sverrisson
Kári Steinn Einarsson

Junior
Freyja Björt Svavarsdóttir
Þórbergur Ernir Hlynsson

Með þeim er Ingi Gunnar Ólafsson, landsliðsþjálfari auk þess sem Árni Rúnar Baldursson verður dómari á mótinu.

Streymt verður frá mótinu og við munum setja link á streymið hingað inn og á samfélagsmiðla okkar þegar okkur berst hann.

Íslandsmeistaramót ungmenna 2025

Íslandsmeistaramót ungmenna var haldið laugardaginn 8.mars síðastliðinn. Lyftingadeild ÍA hélt mótið í samstarfi við LSÍ í húsakynnum Ægis gym á Akranesi.
23 keppendur mættu til leiks, 13 konur og 10 karlar, frá sex félögum. Sambandið þakkar öllum styrktaraðila mótsins, M-Fitness.

Sjá heildarúrslit í gagnagrunni sambandsins hér.

Besta lyftingarkona og lyftingamaður mótsins

Emilía Nótt Davíðsdóttir var stigahæst allra kvenna á mótinum, þvert á þyngdar-og aldursflokka með 196.9 Sinclair stig (151kg í samanlögðum árangri) og Rökkvi Hrafn Guðnason var stiguhæstur karla, með 329.9 Sinclair stig (270kg í samanlögðum árangri). Þetta er besti árangur Rökkva í samanlögðu og sinclair stigum en nokkur ár eru síðan að Rökkvi keppti síðast.

Í flokki 15 ára og yngri setti yngsti keppandi mótsins, Tristan Bergmann Einarsson, LFR, níu íslandsmet. Hann setti met í hverri snörum í seríunni 30-33-37 og í hverri jafnhendingunni í seríunni 50-54-57 og samanlögðum árangri 87-91-94kg.

Úrslit í karlaflokkum

Íslandsmeistari í flokki U15 -61kg
Tristan Bergmann Einarsson (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U15 -73kg
Theodór Einar Magnússon (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U17 -81kg
Kristófer Logi Hauksson (Lyftingafélag Kópavogs)

Íslandsmeistari í flokki U17 -89
Guðjón Gauti Vignisson (Lyftingadeild ÍA)

Íslandsmeistari í flokki U20 -73
Kristinn Hilmarsson (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U20 -89
Rökkvi Hrafn Guðnason (Lyftingafélag Reykjavíkur), 2.sæti Caius Mareen Miechowski (Kraftlyftingafélag Akureyrar)

Íslandsmeistari í flokki U2 +109kg
Eduard Laur (Kraftlyfingafélag Akureyrar)

Úrslit í kvenna flokkum

Íslandsmeistari í flokki U17 -55kg:
Birna Ólafsdóttir (Lyftingafélag Kópavogs), 2.sæti Áslaug Scheving (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U17 -59kg:
Aníta Lea Gylfadóttir (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U17 -64kg:
Birna Salóme Friðriksdóttir, 2.sæti Eva María Elíasdóttir (Lyftingadeild ÍA)

Íslandsmeistar í flokki U17 – 71kg:
Steindís Elín Magnúsdóttir, 2.sæti Freydísi Vera Bjarkadóttir (Kraftlyftingafélag Akureyrar)

Íslandsmeistari í flokki U17 -76kg:
Hólmfríður Bjartmarsdóttir (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki +81kg:
Guðbjörg Elísa Bjarkadóttir (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U20 -64kg:
Emilía Nótt Davíðsdóttir (Lyftingafélag Kópavogs)

Íslandsmeistari í flokki U20 +87kg:
Guðrún Helga Sigurðardóttir (Vestri)





Úrslit Íslandsmeistaramóts 2025

Íslandsmeistaramót LSÍ var haldið laugardaginn 8.febrúar síðastliðinn. Lyftingarfélag Mosfellsbæjar hélt mótið í samstarfi við LSÍ í húsakynnum WorldFit á Tjarnarvöllunum í Hafnarfirði.
44 keppendur mættu til leiks, 13 karlar og 31 kona, frá sjö félögum. Sambandið þakkar öllum styrktaraðilum mótsins sem og WorldClass/WorldFit fyrir afnot af húsnæði.

Besta lyftingarkona og lyftingamaður mótsins

Eygló Fanndal Sturludóttir var stigahæst allra kvenna á mótinum, þvert á þyngdarflokka með 280.2 Sinclair stig (229kg í samanlögðum árangri) og Þórbergur Ernir Hlynsson var stiguhæstur karla, með 349.2 Sinclair stig (307kg í samanlögðum árangri). Þetta er besti árangur Þórbergs á Sinclair stigum.

Fitness Sport veitti verðlaun fyrir besta lyftingafólkið.

Lyftingakona og lyftingamaður mótsins

19 ný íslandsmet voru sett á mótinu

Í karlaflokki setti Þórbergur Erni Hlynsson, frá LFR tvö íslandsmet í fullorðins/opnum flokki -102kg, 172kg í jafnhendingu og 307kg í samanlögðu. Þórbergur var að keppa í annað skipti í -102kg flokki en áður hefur hann yfirleitt keppt í -96kg flokki. Hann setti íslandsmet í snörun í flokki 20 ára og yngri og 23 ára og yngri þegar hann lyfti 135kg. Með þeirri lyftu jafnaði hann einnig met Bjarma Hreinssonar í fullorðinsflokki sem staðið hefur frá árinu 2019. Þórbergur setti einnig tvö met í unglingaflokkum í jafnhendingu, fyrst með 165kg opnunarlyftu sinni og svo með 172kg í annarri tilraun. Með þeirri lyftu sló hann einnig met í samanlögðum árangri með total upp á 300kg og loks 307kg.

Í kvennaflokki setti Guðný Björk Stefánsdóttir, Lyftingafélagi Kópavogs, setti þrjú íslandsmet í -76kg flokki kvenna en hún vigtaðist fislétt inn í flokkinn 71.2kg. Í snörun lyfti hún 97kg best, 121kg í jafnhendingu og því samanlagt 218kg sem allt voru ný íslandsmet í fullorðins/opnum flokki. Jafnhendingin og samanlagður árangur var persónulegt met hjá Guðný á móti.

Duc Hung Bui, frá Lyftingafélagi Reykjavíkur, íslandsmet í flokki 35-39 ára með 90kg jafnhendingu í -67kg flokki.
Haukur Parelius Finnson frá Lyftingarfélagi Reykjavíkur, setti íslandsmet í -89kg í flokki 55-59 ára með opnunarlyftu sinni, 71kg í snörun.

Disa Edwards, frá Massa, fjögur íslandsmet í -64kg flokki 35-39 ára. Disa setti met í snörun þegar hún lyfti 62kg og í jafnhendingu, fyrst með 73kg lyftu og svo aftur þegar hún jafnhenti 76 kílóum. Þá setti hún met í samanlögðu með 138kg.

Í -87kg flokki, 60-64ára setti aldursforseti mótsins, Steinunn Sveinsdóttir frá Lyftingarfélagi Kópavogs, sex íslandsmet, eitt í snörun, 28kg og tvö í jafnhendingu og þrjú í samanlögðum árangri en Steinunn setti íslandsmet í hverri tilraun í jafnhendingar seríunni 34-36-38kg og í samanlögðum árangri með 62-64-66kg.

Að lokum setti Anna Guðrún Halldórsdóttir, Lyftingadeild Hamars, tvö met í +87kg flokki 55-59 ára. Anna Guðrún setti met þegar hún snaraði í annarri tilraun 57kg og jafnhenti í 78kg. Lyftingasambandið hefur skráð masters met þannig að ef eldri keppandi lyftir yfir meti í yngri aldursflokkum þá fær hann einnig metin skráð þar, Anna Guðrún fékk því skráð alls 15 met á sig í flokkum M35-39, M40-44, M45-49, M50-54 og M55-59.

Íslandsmeistarar í karlaflokki

Íslandsmeistari í -73kg flokki: Kristinn Hilmarsson (Lyftingarfélagi Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í -81kg flokki: Árni Rúnar Baldursson (Lyftingadeild ÍA), 2.sæti Brynjar Þór Magnússon (Lyftingafélagi Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í -89kg flokki: Sigurður Darri Rafnsson- Lyftingafélagi Reykjavíkur, Jóhann Valur Jónsson (Lyftingafélagi Kópavogs), 3.sæti Konráð Krummi Sigurðsson (Lyftingafélagi Kópavogs)

Íslandsmeistari -102kg flokki: Þórbergur Ernir Hlynsson (Lyftingarfélagi Reykjavíkur), 2.sæti Viktor Ýmir Elíasson (Lyftingadeild ÍA).

Íslandsmeistari -109kg flokki: Ásþór Helgi Hjálmarsson (Lyftingadeild ÍA)

Efstu þrír í -89kg flokki. 1.sæti Sigurður Darri Rafnsson, 2.sæti Jóhann Valur Jónsson, 3.sæti Konráð Krummi Sigurðsson

Íslandsmeistarar í kvennaflokki

Íslandsmeistari í -55kg flokki: Birna Ólafsdóttir (Lyftingafélag Kópavogs)
Íslandsmeistari í -59kg flokki: Þuríður Erla Helgadóttir (Lyftingafélag Kópavogs)
2.sæti Thelma Mist Oddsdóttir (Lyftingafélag Kópavogs)
3.sæti Erna Freydís Traustadóttir (Lyftingafélag Kópavogs)

Efstu þrjár í -59kg flokki. 1.sæti Þuríður Erla Helgadóttir, 2.sæti Thelma Mist Oddsdóttir, 3.sæti Erna Freydís Traustadóttir


Íslandsmeistari í -64kg flokki: Snædís Líf P. Dison (Lyftingafélag Reykjavíkur)
2.sæti Sigurbjörg Eiríksdóttir (UMFN Massi)
3.sæti Emilía Nótt Davíðsdóttir (Lyftingafélag Kópavogs)

Efstu þrjár í -64kg flokki. 1.sæti Snædís Líf Pálmarsdóttir, 2.sæti Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.sæti Emilía Nótt Davíðsdóttir


Íslandsmeistari í -71kg flokki: Eygló Fanndal Sturludóttir- Lyftingafélag Reykjavíkur
2.sæti Guðný Vala Björgvinsdóttir- Lyftingadeild Hamars
3.sæti Sigrún Ágústsdóttir- Lyftingafélag Kópavogs

Efstu þrjár í -71kg flokki. 1.sæti Eygló Fanndal Sturludóttir, 2. sæti Guðný Vala Björgvinsdóttir, 3.sæti Sigrún Ágústsdóttir


Íslandsmeistari í -76kg flokki: Guðný Björk Stefánsdóttir- Lyftingafélag Kópavogs
2.sæti Aldís Huld Höskuldsdóttir- Vestri
3.sæti Hrund Scheving- Lyftingafélag Kópavogs

Efstu þrjár í -76kg flokki. 1.sæti Guðný Björk Stefánsdóttir, 2.sæti Aldís Huld Höskuldsdóttir, 3.sæti Hrund Scheving


Íslandsmeistari í -81kg flokki: Indíana Lind Gylfadóttir- Lyftingafélag Kópavogs

Íslandsmeistari í -81kg flokki. 1.sæti Indíana Lind Gylfadóttir


Íslandsmeistari í 87kg flokki: Ásta Sachi Jónasdóttir- Lyftingafélag Reykjavíkur
2.sæti Máney Dögg Björgvinsdóttir- UMFN Massi
3.sæti Hjördís Ásta Guðmundsdóttir- Vestri

Efstu þrjár í -87kg flokki. 1.sæti Ásta Sachi Jónasdóttir, 2.sæti Máney Dögg Björvinsdóttir, 3.sæti Hjördís Ásta Guðmundsdóttir


Íslandsmeistari +87kg flokkur: Friðný Fjóla Jónsdóttir- UMFN Stjarnan
2.sæti Erla Ágústsdóttir- Lyftingafélag Kópavogs
3.sæti Unnur Sjöfn Jónasdóttir- UMFN Stjarnan

Efstu 3 í +87kg flokki. 1.sæti Friðný Jónsdóttir, Erla Ágústdóttir, 3. Unnur Sjöfn Jónasdóttir