Haustmót LSÍ 2021 – Úrslit

Emil Ragnar Ægisson með 130 kg í snörun. Bætti hann snörun sína um 15 kg frá seinasta móti.

Haustmót Lyftingasambands Íslands (LSÍ) var haldið að þessu sinni af Lyftingafélagi Garðabæjar (LFG) í húsnæði Crossfit XY að Miðhrauni 2 í Garðabæ 18. september.
Mótið gekk vonum framar þar sem keppendur jafnt og starfsmenn stóðu sig með mestu prýði. Framúrskarandi árangur keppenda skiluðu sér í 67 íslandsmetum sem voru sett í unglinga-, öldunga- og fullorðinsflokki. Jafnframt voru margir keppendur að bæta sinn persónulega árangur og óskum við öllum til hamingju með vel heppnað mót. Næsta mót verður 23. október haldið af Lyfingafélagi Reykjavíkur sem er Íslandsmeistaramót unglinga og verður haldið í húsnæði crossfit Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Sjá helstu úrslit hér fyrir neðan en öll úrslit mótsins
eru að finna HÉR

Kvennaflokkur

Guðbjörg Valdirmarsdóttir, Hjördís Ósk Óskarsdóttir og Íris Rut Jónsdóttir
  1. sæti
    Hjördís Ósk Óskarsdóttir (f. 1984) frá Lyftingafélagi Garðabæjar með 238,6 Sinclair stig. Hjördís keppti í -71 kg flokki kvenna og lyfti 80 kg í snörun, 105 kg í jafnhendingu og því 185 kg í samanlögðu. Aðeins vantaði 1 kg uppá að taka Senior íslandsmetið í jafnhendingu. Hún setti íslandsmet í öldungaflokki (Masters 35) í þremur lyftum. Hjördís reyndi einnig við 110 kg í jafnhendingu sem tókst ekki en sú lyfta gefði henni 190 kg í samanlögðum árangri. Aðeins sjö aðrar íslenskar konur hafa náð 190kg af samanlögðum árangri eða meira á lyfingarmóti. Hjördís var að keppa í fyrsta skipti síðan 2016 með stórkostlegum árangri og verður gaman að fylgjast með henni á komandi mótum. Þessi árangur er næst stigahæsti árangur síðustu tveggja ára og sjötti stiga hæsti árangur sem íslensk kona hefur náð frá byrjun skráninga. Til hamingju Hjördís!
  2. sæti
    Íris Rut Jónsdóttir (f. 1991) frá Massa (UMFN) með 226,2 Sinclair stig. Íris keppti í -64 kg flokki kvenna og lyfti 73 kg í snörun sem er bæting um 1 kg og 100 kg í jafnhendingu sem náði henni 173 kg í samanlögðum árangri sem er besti árangur sem Íris hefur náð á lyftingarmóti. Til hamingju Íris!
  3. sæti
    Guðbjörg Valdimarsdóttir (f. 1996) frá Hengli með 212,4 Sinclair stig. Var þetta þriðja mót Guðbjargar en keppti hún í -76 kg flokki kvenna og tók 76 kg í snörun og 100 kg í jafnhendingu sem skilaði henni 176 kg í samanlögðum árangri. Bætti Guðbjörg samanlagðan árangur sinn um 20 kg frá því á Íslandsmeistaramóti Senior í mars síðastliðinn. Til hamingju Guðbjörg!

Karlaflokkur

Gerald Brimir Einarsson, Emil Ragnar Ægisson og Brynjar Logi Halldórsson
  1. sæti
    Emil Ragnar Ægisson (f. 1994) frá Massa (UMFN) með 338,8 Sinclair stig. Emil keppti í -89kg flokki karla og náði 130 kg í snörun og 160 kg í jafnhendingu sem gaf honum samanlagt 290 kg í samalögðum árangri sem er 23 kg bæting frá árangri frá því á Reykjavíkurleikunum í janúar 2021. Með þessum árangri setti Emil íslandsmet í jafnhendingu í senior flokki og bætti sitt persónulega met í snörun um 15kg. Þessi árangur Emils setur hann í áttunda stigahæsta karl frá árinu 1998. Til hamingju Emil!
  2. sæti
    Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) frá LFR með 315,3 Sinclair stig. Brynjar keppir vanalega í -81kg flokki en keppti að þessu sinni í -89 kg flokki karla en hann mældist 81.4kg en bætti þrátt fyrir sitt persónulega met í jafnhendingu um 2 kg. Hann setti íslandsmet í snörun í -89 kg flokki pilta (U20) með 120 kg. Til hamingju Brynjar. í næstu viku mun Brynjar fljúga til Finnlands með tveimur öðrum keppendum að taka þátt á Evrópumeistaramóti Junior (U20) og U23 og óskum við honum alls hins besta.
  3. sæti
    Gerald Brimir Einarsson (f. 1998) frá LFG með 307,9 Sinclair stig. Gerald keppti í -89 kg flokki karla og var þetta þriðja mót Geralds en lyfti hann 110 kg í snörun og 146 kg í jafnhendingu sem gera 256 kg í samanlögðum árangri. Jafnaði Gerald samanlagðan árangur sinn frá seinasta móti en hækkaði Sinclair stiga töluna sína um 2,9 stig. Til hamingju Gerald!

Íslandsmet

Senior met

Emil Ragnar Ægisson

Margur man seinast í janúar þegar mikil barátta lá á milli Emils og Arnórs Gauta að ná 160 kg í jafnhendingu á Reykjavíkurleikunum en þá hafði hvorugur lyftuna. En var það þó hann Emil Ragnar Ægisson (f. 1994) frá UMFN-Massa sem setti íslandsmetið í -89kg flokki karla með 160 kg í jafnhendingu í dag. Til hamingju með árangurinn Emil!

U23

Erika M. Jónsdóttir

Erika M. Jónsdóttir (f. 1999) frá Hengli kom sterk inn eftir 4 ára keppnispásu og gerði sér lítið fyrir og setti 3 íslandsmet á mótinu í -87 kg flokki kvenna í U23 með 79 kg í snörun, 100 kg í jafnhendingu og 179 kg í samanlögðu. Til hamingju með þetta Erika!

Indíana Lind Gylfadóttir

Indíana Lind Gylfadóttir (f. 2000) frá LFG bætti snörunina sína um 5 kg síðan á ÍM í mars síðastliðinn og hreppti íslandsmet í leiðinni með 79 kg í snörun í +87kg flokki kvenna. Til hamingju Indíana!

Junior (U20) met

Bjarki Breiðfjörð Björnsson

Bjarki Breiðfjörð Björnsson (f. 2003) frá UMFSelfoss setti nýtt met í snörun í 73 kg flokki pilta með 102 kg. Reyndi hann einnig við annað íslandsmet í U20 þá 120 kg í jafnhendingu en hafði ekki, það munum við vonandi sjá fara upp á næsta móti. Til hamingju Bjarki!

Brynjar Logi Halldórsson

Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) frá LFR setti nýtt met í -89kg flokki pilta með 120 kg í snörun. Til hamingju Brynjar!

U15 met

Bergrós Björnsdóttir

Bergrós Björnsdóttir (f. 2007) frá UMFSelfoss setti met í 71 kg flokki meyja með 91 kg í jafnhendingu 14 ára gömul. Bætti Bergrós samanlagðan árangur sinn á móti um 26 kg með 75 kg í snörun og 91 kg í jafnhendingu og þá 166 kg í samanlögðum árangri en keppti hún seinast á Norðurlandamóti Youth og Junior í desember í fyrra í -64 kg flokki.
Til hamingju með þennan frábæra árangur Bergrós!

Öldungamet

Hjördís Ósk Óskarsdóttir

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (f.1984) frá LFG setti fimm met í 71 kg flokki Masters 35 sem endaði í 80 í snörun, 105 kg í jafnhendingu og 185 kg í samanlögðum árangri.
Til hamingju með Hjördís og velkomin aftur á pallinn!

Guðmundur Sigurðsson

Guðmundur Sigurðsson (f. 1946) frá LFM var aðal stjarna dagsins en keppti hann í -102 kg flokki karla í Masters 75. Setti Guðmundur íslandsmet í öllum þeim lyftum sem hann náði sem endaði í 67 kg í snörun, 96 kg í jafnhendingu og 163 kg í samanlögðum árangri. Guðmundur setti í raun 54 íslandsmet í gær í Masters 35-75 og tvíbætti heimsmet í jafnhendingu í Masters 75 og reyndi við heimsmetið í snörun í Masters 75. Fær hann metið sitt þó ekki gillt sem heimsmet nema á vissum mótum og því spurning hvort Guðmundur slái til og fari á Heimsmeistaramót Masters á næsta ári og sigri með stæl. Til hamingu Guðmundur, þú ert algjörlega einstakur!

Uppfærsla á Mótaskrá LSÍ

Seinstu vikur hafa nokkur alþjóðamót færst til á dagatalinu hjá okkur þurfum við því að uppfæra Mótaskrá 2021. Þar sem fært hefur verið NM Senior frá helginni fyrir jól til 12-14. Nóvember þá þurfum við að loka á tækifæri til að ná lágmarki á NM Senior eftir 1. Október.
Við minnum keppendur á að þó svo að fólk hafi náð lágmarki í sínum þyngdarflokki á mót erlendis þá getum við einungis sent tvo aðila í hverjum þyngdarflokki á hvert mót og eru þeir sem eru með hæstu Sinclair stigin í þyngdarflokknum með forgang á mótin.
Ef einhverjar spurningar vakna um þetta er ykkur velkomið að hringja í síma 8490772 eða senda tölvupóst á lsi@lsi.is og fá frekari útskýringar.

Maríanna Ástmarsdóttir
Framkvæmdastjóri LSÍ

Næstu mót

24.September-4.Október: Evrópumeistaramót Junior (U20) og U23. Rovaniemi, Finland
Keppendur
Brynjar Logi Halldórsson
Eygló Fanndal Sturludóttir
Katla Björk Ketilsdóttir
Þjálfari
Ingi Gunnar Ólafsson
Dómari
Erna Héðinsdóttir

2-12. Október: Heimsmeistaramót Youth (U17). Jeddah, Sádí Arabía
Keppendur
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir
Brynjar Ari Magnússon
Þjálfari
Sigurður Darri Rafnsson
Fylgdarmenn
Magnús B. Þórðarson, Formaður LSÍ
Helga Hlín Hákonardóttir

16. Október: Smáþjóðleikar. San Marino
Keppendur
Amalía Ósk Sigurðardóttir
Eygló Fanndal Sturludóttir
Árni Rúnar Baldursson
Daníel Róbertsson
Einar Ingi Jónsson

15-23. október: Evrópumeistaramót Masters (Öldunga). Den Helder. Holland
Keppendur
Helga Hlín Hákonardóttir
Anna Guðrún Halldórsdóttir

23. október: Íslandsmeistaramót Unglinga (Youth & Senior). Crossfit Reykjavík, Lyftingafélag Reykjavíkur

12-14. nóvember: Norðurlandamót Senior. Kaupmannahöfn, Danmörk

27-28.nóvember: Norðurlandamót Youth og Junior (U17 og U20). Stavern, Noregur

4.desember: Jólamót LSÍ. Sporthúsið í Kópavogi, Lyftingafélag Kópabogs

7-17. desember: Heimsmeistaramót Senior. Uzbekistan

Haustmót LSÍ 2021 – Mótadagskrá og keppendalisti

Keppendalisti

KK Hópur AFélagTotal
Bjarki ÞórðarsonLFK0
Guðmundur SigurðssonLFM160
Tryggvi Freyr MagnússonUMFS170
Gunnar Karl GunnarssonHengill180
Óliver Andri GunnarssonLFK200
Karl Viðar PéturssonLFK200
Bjarki Breiðfjörð BjörnssonUMFS215
Johann Valur JónssonLFG227
Alex Daði ReynissonLFG245
Haraldur HolgerssonLFG250
Gerald EinarssonLFG256
Brynjar Logi halldórssonLFR260
Emil Ragnar ÆgissonMassi265
KVK Hópur BFélagTotal
Bríet Anna HeiðarsdóttirHengill90
Guðlaug Li SmáradóttirLFK95
Valdís María SigurðardóttirLFR110
Ragna HelgadóttirLFK120
Elísa Mist BenediktsdóttirHengill120
Erna Freydís TraustadóttirLFR128
Hildur GuðbjarnadóttirLFR128
Unnur Sjöfn JónasdóttirLFG128
Tinna María StefnisdóttirLFR135
Sólveig ÞórðardóttirLFR135
Snædís Líf PálmarsdóttirLFR140
KVK Hópur AFélagTotal
Auður Arna EyþórsdóttirLFG145
Tinna Marín SigurðardóttirLFR146
Guðný Björk StefánsdóttirLFG150
Helga Húnfjörð JósepsdóttirLFK150
Bergrós BjörnsdóttirUMFS155
Erla ÁgústsdóttirLFK160
Indíana Lind GylfadóttirLFG162
Íris Rut jonsdottirMassi172
Erika M. JónsdóttirHengill177
Friðný JónsdóttirHengill177
Guðbjörg ValdimarsdóttirHengill180
Hjördís Ósk ÓskarsdóttirLFG195

Nýr búnaður á árinu

Styrkur úr Developmental Program IWF

Lyftingasamband Íslands sótti um styrk í Developmental Program Alþjóðalyftingasambandsins (IWF) í fyrra og hlaut búnaðarstyrk. Styrkurinn hljóðaði upp á 4 æfingastangir, þá tvær karlastangir og tvær kvennastangir og 3 sett af lóðum frá Zhangkong barbell (ZKC) í Kína. Eins og fyrri ár þegar slíkir styrkir hafa komið í hús höfum við dreyft búnaðinum á þau félög sem hafa staðið sig vel í þágu lyftinga seinustu ár.

Þetta árið fengu Lyftingafélag Mosfellsbæjar og Lyftingafélag Kópavogs sitt hvorta karlastöngina, sitthvora kvennastönginga og eitt sett af lóðum. Síðan fékk Lyftingadeild UMFSelfoss eitt sett af lóðum. Þökkum við þeim fyrir framlag þeirra til íþróttarinnar og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á komandi árum.

Búningakaup

Lögð voru kaup á landsliðsbúninga sem komu í hús í seinustu viku. Kaupin voru gerð í gegnum Finnskt fyrirtæki sem merkti einnig singletin en voru það 20 kvenna singlet, 16 karla singlet og nokkur prufu singlet sem eru mun bjartari og hátíðlegri en valdir einstaklingar bláu singletin til prufraunar.

Hugsunin með þessi singlet er sú að þeir aðilar sem eru búnnir að skrá sig á mót erlendis fái singletin með nafnmerkingu að gjöf frá LSÍ. Nokkrir aðilar sem eru búnnir að skrá sig á næstu mót mátuðu fyrstu singletin í vikunni en fara þau síðan í nafnamerkingu.

Evrópumeistaramót U15 og Youth

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir
Mynd: Unnar Helgason

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f. 2005) keppti á Evrópumeistaramóti Youth á dögunum og þá á hennar fyrsta stórmóti. Úlfhildur hafnaði í 6. sæti í -71 kg flokki meyja með 75 kg í snörun, 90 kg í jafnhendingu og 165 kg í samanlögðu sem er einungis 3 kg frá hennar besta árangri á móti en á hún 168 kg í samanlögðu eftir Sumarmóti LSÍ í júní síðastliðinn.
Óskum við henni innilega til hamingju með þennan frábæran árangur og hlökkum við mikið til að fylgjast með henni á komandi mánuðum.

Þið getið horft á mótshluta Úlfhildar HÉR

Næst á dagskrá hjá Úlfhildi er að æfa fyrir Heimsmeistaramót Youth (U17) í Sádí Arabíu en þar eru frekar ólíkar aðstæður en hér á norðurslóðum þar sem hitinn er í kringum 37 gráðurnar og fer sjaldnast niður fyrir 24 gráður. Munu tveir keppendur fara fyrir Íslands hönd en með Úlfhildi fer Brynjar Ari Magnússon en keppir hann í -89 kg flokki drengja.

Evrópumeistarmót U15 og Youth (U17)

Úlhildur Arna Unnarsdóttir á Sumarmóti LSÍ 2021

Þann 20. ágúst síðastliðinn var fyrsti dagur Evrópumeistaramóts U15 og U17 2021 en er það haldið þetta árið í Ciechanów í Póllandi. Úlfhildur Arna Unnarsdóttir keppir fyrir hönd Íslands í -71 kg flokki kvenna og er ein 8 keppenda í þeim flokki. Best á Úlfhildur 168 í samanlögðu á móti og verður skemmtilegt að sjá hversu langt hún nær á mótinu.
Unnar Helgason faðir og þjálfari Úlfhildar fylgir henni að sjálfsögðu á mótinu og
óskum við þeim velgengnis. Áfram Ísland!

Úlfhildur keppir á miðvikudaginn næsta 25. ágúst kl 15:45 á Íslenskum tíma og getið þið horft á keppnina á Facebook síðu Pólska lyftingasambandsins á þessum hlekk

https://www.facebook.com/PZPCPL/live/

Startbook Uppl. um keppendur

Úrslit sem komin eru inn

Haustmót LSÍ – Skráning

Skráning er hafin á Haustmót LSÍ sem haldið verður að þessu sinni af
Lyftingafélagi Garðabæjar í húsnæði Crossfit XY að Miðhrauni 2 í Garðabæ 18. september næstkomandi, skráningin stendur til 8. september.

Hafiði einhverjar spurningar er velkomið að hafa samband við framkvæmdastjóra á lsi@lsi.is eða í síma 8490772.

Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn LSÍ

Skráning HÉR

Ólympískar Lyftingar í Tokyo 2020

Birtur hefur verið keppendalisti fyrir Ólympíuleikana í Tokyo sem fara fram 23.Júlí-8.Ágúst.

Keppt er í 7 þyngdarflokkum í karla og kvenna keppni og í heildina 196 keppendur sem unnu sér inn þátttökurétt.

Sjá keppendalista hér: https://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2021/07/Final-List-of-Qualified-Athletes.pdf

Tveir íslenskir keppendur reyndu að vinna sér inn þátttöku á leikunum þau Þuríður Erla Helgadóttir (-59kg flokki kvk) og Einar Ingi Jónsson (-73kg flokki kk) en keppa þurfti á minnst sex úrtökumótum yfir þrjú keppnistímabil og hófst úrtökuferlið með HM 2018 í Túrkmenistan og hefur því staðið yfir í 3 ár. Hvorugt þeirra verður á meðal keppenda í Tokyo en hörð barátta er um sætin í Evrópu þó keppendur neðar en þau á heimslista verði meðal keppenda m.a. frá Eyjaálfu og Afríku.

Einn keppandi frá Norðurlöndunum tryggði sér þátttökurétt hin sænska Patricia Strenius í -76kg flokki kvenna.

Sumarmót LSÍ á Selfossi

Sumarmót Lyftingarsambands Íslands var haldið þetta árið af Lyftingadeild UMFSelfoss í húsnæði Crossfit Selfoss að Eyrarvegi 33, 26. júní. Mótið hófst kl:10:00 á laugardag og stóð til 17:30. Miklar þakkir til starfsmanna mótsins fyrir vel unnin störf sem og þeim sem hlupu í skarðið með mjög litlum fyrirvara, samstaðan gerði mótið gerlegt.
Keppendur mótsins stóðu sig með ágætum og óskum við þeim innilega til hamingju með frábært mót. Þó nokkrir náðu lágmörkum á mót erlendis á árinu og óskum við þeim innilega til hamingju með framúrskarandi árangur.

SJÁ HEILDAR ÚRSLIT HÉR

Kvennaflokkur

Frá v. Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir og Íris Rut Jónsdóttir

Í 3. sæti með 226,1 Sinclair stig var Íris Rut Jónsdóttir frá UMFN Massa. Íris vigtaðist í 64 kg flokk kvenna kláraði mótið með 72 kg í snörun, 100 kg í jafnhendingu og þá 172 kg í samanlögðu. Bætti Íris sig um 1 kg í snörun og 6 kg í jafnhendingu á móti.

Í 2. sæti með 228,1 Sinclair stig var Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir frá Lyftingafélagi Hengli. Stella vigtaðist í 59 kg flokk kvenna og kláraði mótið með 77 kg í snörun og 87 kg í jafnhendingu og þá 164 kg í samanlögðu. Bætti Stella sig um 4 kg í snörun.

Í 1. sæti með 233,5 Sinclair stig var Amalía Ósk Sigurðardóttir frá Lyftingafélagi Mosfellsbæjar. Amalía vigtaðist í 64 kg flokk kvenna og kláraði mótið með 75 kg í snörun og 103 kg í jafnhendingu. Bætti Amalía sitt eigið Íslandsmet í -64 kg flokki kvenna í jafnhendingu um 2 kg með seinustu lyftu sinni í jafnhendingu sem er þá núna 103 kg.

Anna Guðrún Halldórsdóttir setti 24 íslandsmet í Öldungaflokkum 35-50 ára í -81 kg flokkum kvenna sem endaði í 56 kg í snörun, 75 kg í jafnhendingu og 131 í samanlögðu.

Karlaflokkur

Frá v. Bjarki Breiðfjörð Björnsson, Brynjar Logi Halldórsson og Gerald Brimir Einarsson

Í 3.sæti með 277,7 Sinclair stig var Bjarki Breiðfjörð Björnsson frá UMFSelfoss. Bjarki vigtaðist inn í 73 kg flokk karla og kláraði mótið með 100 kg í snörun sem var nýtt junior íslandsmet (U20) og 115 kg í jafnhendingu og þá 215 kg í samanlögðu. Bjarki bætti sig um 5 kg í snörun á móti, 9 kg í jafnhendingu og 14 kg í samanlögðu.

Í 2. sæti með 305 Sinclair stig var Gerald Brimir Einarsson frá Lyftingafélagi Garðabæjar. Gerald vigtaðist inn í 89 kg flokk karla og kláraði mótið með 113 kg í snörun, 143 kg í jafnhendingu og því 256 kg í samanlögðu. Var þetta annað mót Geralds en keppti hann seinast á Sumarmótinu 2019. Hækkaði hann sig um 19 kg í snörun, 15 kg í jafnhendingu og 36 kg í samanlögðu.

Í 1. sæti með 324,2 Sinclair stig var Brynjar Logi Halldórsson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur. Brynjar vigtaðist inn í 81 kg flokk karla og setti íslandsmet í hverri þeirri lyftu sem hann fékk gilda sem endaði í 122 kg í snörun, sem var junior, U23 og senior íslandsmet, hann tók 138 kg í jafnhendingu en með því hreppti hann 260 kg í samanlögðu sem var nýtt junior íslandsmet í samanlögðu í 81 kg flokki pilta.