Árdís í 2. sæti á Masters Heimsmeistaramóti

Árdís Grétarsdóttir landaði 2. sæti af 7 keppendum í 50-54 ára 64kg flokki á Masters Heimsmeistaramótinu  í Wieliczka – Póllandi.
Hún snaraði best 57kg, náði 72 kg í C&J og 129kg samanlagt. 

 Þess má geta að þetta er aðeins hennar þriðja mót á eftir einu Íslandsmeistaramóti og Evrópumeistaramóti nú í maí. Hennar besti árangur fyrir mótið var  55kg snatch, 70kg C&J og 125kg samanlagt svo þetta eru bætingar í öllum lyftum og virkilega gaman á sjá svona framfarir hjá henni. 

Hún opnaði í 55kg fallegri gildri snörun, hækkaði því næst í 57kg sem hún komst ekki alveg undir en hélt sig við þá þyngd í þriðju tilraun. Lyfti strax á eftir sjálfri sér  og fékk því aðeins 2 mínútur milli lyfta, en kláraði 3 tilraunina sína fullkomlega og niðurstaðan 57kg snörun. 2kg bæting á hennar besta árangri á móti og 2. sætið í snörun í hópnum.

Í C&J opnaði hún í 68kg sem fóru nokkuð auðveldlega upp. Hún hækkaði því næst í 70kg sem er jöfnun á hennar besta árangri og sú lyfta fór einnig upp. Í þriðju tilrauninni fór hún í 72kg sem einnig fóru upp. Svo hún er með 2kg bætingu í C&J og 2. sætið í þeim hluta.


Samanlagt eru þetta því 129kg og 2. sætið í heild á Heimsmeistaramóti sem er frábær árangur á aðeins hennar þriðja móti.


Innilega til hamingju Árdís.

Helga Hlín í 4. sæti á Masters Heimsmeistaramóti

Helga Hlín Hákonardóttir hafnaði í 4. sæti af 9 keppendum á Masters Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Wieliczka – Póllandi þessa dagana.
Hún keppir í 50-54ára, 59kg flokki.
Hún snaraði 55kg og náði 67kg í C&J og 122kg samanlagt. 

Helga  opnaði með 55kg snörun sem hún fékk gilda, hækkaði því næst í 58kg en eitthvað sáu dómararnir athugavert við þá lyftu og gáfu henni tvö rauð og eitt hvítt. Hún hækkaði svo í 60kg í síðustu lyftunni sinni en komst því miður ekki undir hana og datt afturfyrir sig.
Í C&J opnaði hún með 67kg gildri lyftu, hækkaði í 71kg en sú lyfta var dæmd ógild og endaði á að reyna við 73kg en náði ekki að cleana henni.

Niðurstaðan því 4. sætið í snatch, 4. sætið c&J og 4. sætið samanlagt.

Haustmót 30. September 2023

Haustmót Lyftingasambans Íslands og Ægir Gym  í Ólympískum lyftingum verður haldið  í húsnæði Ægis Gym, Hafnarbraut 8, Akranesi  laugardaginn 30. september 2023.

Skráningu lýkur 16. september 2023 kl 23:59 

(*Með fyrirvara um fjölda keppenda þá er stefnt að því að klára mótið að öllu leyti á laugardeginum)

Mótið er sinclair stigamót og 3 stigahæstu einstaklingarnir verðlaunaðir. 

Afrek á results.is eru skráð í þann þyngdarflokk sem einstaklingurinn vigtast inní á mótinu, ekki þarf að ná vigt í þeim flokki sem keppandi skráir sig í.

Keppnisgjald er kr. 7500,- og greiðir félag keppenda til mótshaldara.

Skráning hér

Masters Heimsmeistaramót 2023  – Wieliczka – Póllandi

Í gær hófst Masters heimsmeistaramótið 2023 í Wieliczka – Póllandi

Ísland á 5 keppendur á mótinu og eiga þær allar góða möguleika á að komast á pall ef vel gengur.

KeppandiKeppnisdagurTími PóllandTími Ísland/ weigh inAldurs- flokkurÞyngdar- flokkurpallur
Helga Hlín Hákonardóttir21/08/2315:5013:505059B
Árdís Grétarsdóttir22/08/239:007:005064A
Hrund Scheving23/08/239:007:004571A
Ingunn Lúðvíksdóttir23/08/239:007:004576B
Alma Hrönn Káradóttir26/08/2312:0010:003576A

Tímaseðil og startlista má finna á heimasíðu mótsins:
https://www.imwla.com/world-championship-2023

Útsending frá mótinu er youtube-rás Polmaster
https://www.youtube.com/@polmasters2154/streams

Helga Hlín Hákonardóttir, formaður Lyftingasambandsins, stígur fyrst á pallinn af Íslensku keppendunum á mánudaginn 21. ágúst kl. 13:50  á Íslenskum tíma. Helga á best 58kg í snatch, 71kg í C&J og 127kg samanlagt.

Árdís Grétarsdóttir keppir á þriðjudaginn 22. ágúst kl. 7:00 á íslenskum tíma. Þess má geta að þetta er aðeins hennar þriðja mót á eftir einu Íslandsmeistaramóti og Evrópumóti nú í maí. Hennar besti árangur er 55kg snatch, 70kg C&J og 125kg samanlagt.

Hrund Scheving keppir miðvikudaginn 23. ágúst kl. 07:00 á Íslenskum tíma. Hrund er reynsluboltinn í hópnum og hefur keppt á fjölmörgum mótum frá árinu 2013. Hennar bestu tölur eru 78kg snatch, 96kg C&J og 174kg samanlagt frá árinu 2018. Hún átti svo í meiðslabrasi sem hún vann sig í gegnum. Á Evrópumeistaramót Masters í maí átti hún 72kg snatch, 93kg C&J og 165kg samanlagt sem allt var jöfnun á heimsmetum. Við bíðum spennt eftir bætingum hjá Hrund og vonandi nýjum heimsmetum og heimsmeistaratitili.

Ingunn Lúðvíksdóttir  keppir einnig á miðvikudaginn 23. ágúst kl. 07:00 á Íslenskum tíma. Hennar besti árangur er 71kg snatch, 90kg C&J og 161kg samanlagt.

Alma Hrönn Káradóttir keppir svo síðust Íslendinganna laugardaginn 26. Ágúst kl. 10:00 á Íslenskum tíma. Hennar besti árangur er 77kg snatch, 98kg C&J og 174kg samanlagt.

Þetta er gríðarlega sterkur hópur og gaman að við eigum svona fjölmennt lið á þessu móti.
Lyftingasamband Íslands óskar þeim alls hins besta á mótinu.

IWF þjálfarnámskeið 2023


Dagana 22. – 24. september stendur Lyftingasamband Íslands fyrir þjálfaranámskeiði.
IWF Level 1 og IWF Level 2. Sjá dagskrá hér fyrir neðan.
Karoliina Lundahl, IWF Coach Developer mun kenna námskeiðið.
Þátttakendur þurfa að hafa haldbæra þekkingu á grunnatriðum ólympískra lyftinga s.s. að  hafa æft, keppt eða þjálfað lyftingar. Þátttakendur þurfa að vera skráðir í lyftingafélag.
Til að nýta tímann sem best munu þátttakendur fá námsefnið sent fyrir námskeiðið og gert er ráð fyrir að þeir lesi sjálfir Level 1 efnið. Það er grunnefni og flestir þátttakendur ættu að vera nú þegar með haldbæra þekkingu á því efni.
Það er því hægt að fara beint í Level 2 námsefnið á námskeiðinu sjálfu og nýta þannig tímann með Karoliinu sem best.

Skráningargjald er 10.000,- kr og skal leggja það inn á reikning lyftingasambandsins til að staðfesta skráningu.
Námskeiðið er styrkt af IWF Development Program og því getum við boðið meðlimum lyftingafélaga þetta á þessu frábæra verði.

Kt. 430275-0119 Rnr. 0311-26-002992

Fyrirlestrarnir fara fram í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg, sal C og verklegir tímar í Crossfit Reykjavík.

Léttar veitingar og hádegisverður á laugardeginum er innifalinn í verði. Hámarks þáttakendafjöldi er 30

Skráning hér

Uppfærður landsliðslisti

Næsta landsliðsæfing fer fram í Stjörnunni, Miðgarði laugardaginn 26. ágúst kl. 9:00 – 11:00

Eftirfarandi er uppfærður listi yfir keppendur sem hafa náð a.m.k. C lágmörkum á Norðurlandamót síðustu 18 mánuði samkvæmt nýjum lágmarkaviðmiðum eða hafa náð lágmörkum samkvæmt gamla kerfinu.
Athygli er vakinn á því að til þess að hafa keppnisrétt samkvæmt nýju viðmiðunum þurfa keppendur að hafa keppt á tímabilinu frá 6 mánuðum fyrir forskráningu og fram að lokaskráningu, sem að jafnaði er mánuði síðar, og hafa lyft a.m.k. 90% af þeim lágmörkum sem þau náðu áður.
Einungis tveir keppendur geta keppt í hverjum þyngdarflokki fyrir Íslands hönd.

Senior Norðurlandamót verður haldið 27. október í Landskrona í Svíþjóð
Junior og U17 Norðurlandamót verður haldið 11. nóvember í Rovaniemi í Finnlandi.
Keppendur þurfa að hafa náð lágmörkum fyrir þessi mót tveimur mánuðum fyrir setta mótsdagsetningu.

Senior KK
81

1 Kári Einarsson 263
2 Bjarki Breiðfjörð 260
89
1 Sigurður Darri Rafnsson 297
2 Brynjar Logi Halldórsson 295
3 Gerald Brimir Einarsson 286
4 Axel Guðni Sigurðsson 282
5 Emil Ragnar Ægisson 279
6 Daníel Róbertsson 260
96
1 Alex Daði Reynisson 285

Senior KVK
59

1 Þuríður Erla Helgadóttir 188
2 Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir 169
3 Rakel Ragnheiður Jónsdóttir 155
64
1 Katla Björk Ketilsdóttir 194
2 Úlfhildur Arna Unnarsdóttir 183
3 Íris Rut Jónsdóttir 182
4 Amalía Ósk Sigurðardóttir 175
5 Arey Rakel Guðnadóttir 172
6 Snædís Líf Pálmarsdóttir 167
7 Arey Rakel Guðnadóttir 166
8 Thelma Mist Oddsdóttir 157
71
1 Eygló Fanndal Sturludóttir 220
2 Úlfhildur Arna Unnarsdóttir 185
3 Bergrós Björnsdóttir 181
4 Hrund Scheving 165
76
1 Birta Líf Þórarinsdóttir 197
2 Guðný Björk Stefánsdóttir 185
3 Kristín Dóra Sigurðardóttir 171
4 Guðný Björk Stefánsdóttir 170
87
1 Friðný Jónsdóttir 202
.+87
1 Erla Ágústsdóttir 205

KK U20
81

1 Bjarki Breiðfjörð 260
2 Ari Tómas Hjálmarsson 229
3 Viktor Jónsson 225
4 Tindur Eliasen 216
5 Eyjólfur Andri Björnsson 211
89
1 Þórbergur Ernir Hlynsson 248
2 Tindur Eliasen 237
3 Bjarni Leifs Kjartansson 225

KVK U20
64

1 Úlfhildur Arna Unnarsdóttir 183
2 Bríet Anna Heiðarsdóttir 140
3 Thelma Ósk Björgvinsdóttir 134
71
1 Úlfhildur Arna Unnarsdóttir 185
76
1 Salka Cécile Calmon 134

KVK U17
64

1 Hulda Finnbogadóttir 132
71
1 Bergrós Björnsdóttir 181
.+87
1 Guðrún Helga Sigurðardóttir 137

Erla Ágústsdóttir í þriðja sæti á Evrópumeistaramóti U23 í Búkarest, Rúmeníu.

Erla Ágústsdóttir er gerði lokakaflann á Evrópumeistaramótinu í Búkarest svo sannarlega eftirminnilega með því að taka 2 brons með heim af keppnispallinum í dag.


Hún hafnaði í 4. sæti í snörun með 88kg, aðeins einu kílói á eftir Luiza Sahradyan frá Armeníu. Erla opnaði með öruggri 88kg lyftu, þyngdi því næst í 92kg sem er jafnt hennar besta árangri en missti því miður stöngina yfir sig.  Hún tók svo aftur 92kg og var sorglega nálægt því að halda henni en aftur fór stöngin yfir hana.

Erla kom svo sterk inn í  jafnhendinguna, opnaði með 108kg. Hún tók létt og öruggt clean, en smá ójafnvægi var í jerkinu, en Erla dansaði með stöngina og stóð það allt saman af sér og var með gilda lyftu. Hún þyngdi þá í 113kg sem er jöfnun á hennar besta árangri og náði þar einnig gildri lyftu. Síðasta lyftan var 115kg og tilraun til Íslandsmets í U23. Mjög sterkt og öruggt clean og stóð upp eins og hún væri með tóma stöng, en jerkið vildi því miður ekki alla leið.

Niðurstaða engu að síður 4. sæti í snörun, 3. sæti í jafnhendingu og 3.sæti í samanlögðu.
Sahrah Fischer frá Austurríki sigraði flokkinn mjög örugglega með 240kg samanlagt og Meri Tumasyan frá Armeníu var í öðru sæti með 208kg samanlagt.

Það klingir fallega í medalíunum um hálsin á henni í dag og við Íslendingar meigum svo sannarlega vera stolt af þessari frábæru íþróttakonu sem fann sig fyrst í íþrótt þegar hún fann lyftingar og hér á hún svo sannarlega heima. Innilega til hamingju elsku Erla.

Mótinu lýkur í dag og erum við virkilega stolt af þessum flotta hópi íþróttafólks og starfsfólks.

Sérstaka þakki fær Isaac Morillas Sanchez hjá World Weightlifting Media fyrir frábærar myndir af keppendunum okkar á mótinu.

Brynjar Logi hafnaði í 10. sæti á Evrópumeistaramóti U23 í dag.

Brynjar Logi hafnaði í 10. sæti af 12 keppendum í gríðarlega sterkum 89kg flokki í dag.

Hann átti ekki sinn besta dag og lyfti einungis opnunarþyngdunum bæði í snörun og jafnhendingu. Hann opnaði snörunina með öruggri 132kg lyftu, fór svo í 136 lyftu sem hann komst ekki almennilega undir og reyndi svo aftur við þá þyngd í síðustu snöruninni en náði ekki að halda henni.

Isaac Morillas @ https://www.instagram.com/w_weightlifting_media/

Í jafnhendingunni hóf hann keppni á 155kg lyftu, þyngdi því næst í 160 kg, en einhver hreyfing var á vinstri olnboga og fékk hann eitt hvítt og tvö rauð ljós.  Ingi veifaði chalenge kortinu, en eftir endurskoðun kviðdóms var lyftan dæmd ógild.  Þeir félagar ákváðu engu að síður að hækka í 165kg og reyna þannig við nýtt íslandsmet í jafnhendingu. Brynjar tók öruggt clean og stóð nokkuð sannfærandi upp úr því. En þegar þangað var komið varð allt grátt, svo hann henti stönginni frá sér og niðurstaðan 132kg snörun, 155kg jafnhending og 187kg samanlagt sem eru 8kg undir hans besta árangri. 

Isaac Morillas @ https://www.instagram.com/w_weightlifting_media/

Við höfum samt trú að að hann eigi helling inni, eins og hann sýndi okkur á sumarmótinu með 138kg snörun.

En svo er líka gott að minnast þess að Evrópumeistaramót eru ekki bara það sem gerist á keppnispallinum.
Evrópumeistaramót er líka að fá risaknús frá Giorgi Asanidze, vera á upphitunarpalli við hliðina á Marin Robu eða sjá að frá því Antonino Pizzolato hitti þig síðast hefur hann fengið sér alveg eins klippingu. 

Isaac Morillas @ https://www.instagram.com/w_weightlifting_media/

Erna Héðinsdóttir móðir Brynjars, ritari lyftingasambandsins og starfsmaður á mótinu fékk svo þann heiður að veita verðlaun í 89kg flokkinum.

Isaac Morillas @ https://www.instagram.com/w_weightlifting_media/

Gamanið er ekki alveg búið hjá Brynjari því í dag kom Erla Ágústsdóttir til Rúmeníu. Hún keppir 3. ágúst kl. 13:00 (10:00 á íslenskum tíma) og ætlar Brynjar að aðstoða Inga Gunnar og Erlu á keppnisdegi.

Rauður dagur og reynsla í bankann hjá stelpunum í 64kg flokki á EM U20 og U23

Dagurinn gekk ekki alveg að óskum hjá Íslensku stelpunum í dag. 64kg B hóparnir í U20 og U23 voru sameinaðir í einn hóp, svo Íslenski hópurinn stóð frammi fyrir því að eiga 3 keppendur í sama hópi. Það voru því allar tiltækar hendur fengnar með á keppnissvæðið, Brynjar Logi og Alex Nói fóru í hlutverk aðstoðarþjálfara á meðan Ingi Gunnar stjórnaði ferðinni af sinni alkunnu snilld. Við erum líka svo heppin að eiga góða vini og
Patric Bettembourg frá Svíþjóð kom okkur einnig til aðstoðar, en hann hefur tvisvar komið til Íslands með Sænskar stelpur og æft hjá okkur og kunnum við honum bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Bæði U20 og U23 flokkarnir er svo með A hópana síðar í dag og eru 10 keppendur í hvorum fyrir sig.

Keppnin hófst kl. 9:00 hér í Búkarest, eða kl. 6:00 á Íslenskum tíma. Þetta þýddi að stelpurnar þurftu að mæta í vigtun kl. 4:00 á Íslenskum tíma og vakna til að fara í rútu vel fyrir 3:00, svo það má kannski segja að þær hafi verið að lyfta um miðja nótt og er þetta eitthvað sem við getum búist við þegar við förum austur á bóginn í keppnir og er hluti af lærdóm og reynslu.
Fyrir Arey og Snædísi er þetta fyrsta alþjóðlega mótið erlendis og er þetta því gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir þær. 

Arey átti fyrstu lyftuna af Íslensku stelpunum og snaraði fallegri öruggri 72kg lyftu. Hún reyndi þar næst við 74kg í annarri lyftu en komst ekki alveg undir stöngina. Í þriðju snöruninni sem einnig var 74kg fann hún ekki alveg jafnvægið og missti stöngina aftur fyrir sig svo einungis fyrsta lyftan var gild.

Isaac Morillas @ https://www.instagram.com/w_weightlifting_media/

Snædis náði því miður ekki gildum snörunum. Fyrsta lyftan var þó ansi nálægt. Hún fékk tvö hvít og eitt rautt frá dómurunum, en kviðdómur snéri því við vegna “pressout”. Hún hækkaði svo í 75 í annarri og þriðju lyftu en komst því miður ekki undir stöngina.

Isaac Morillas @ https://www.instagram.com/w_weightlifting_media/

Úlfhildur opnaði í 74kg snörun en misti stöngina afturfyrir sig. Hún hækkaði sig í 75kg í næstu lyftu og var sorglega nálægt því að ná henni en náði ekki alveg að halda stönginni. Hún fór þá aftur í 75kg en missti hana aftur fyrir sig. Úlfhildur er reynsluboltinn af þeim þremur, en eins og hún sagði sjálf þá er þetta ný reynsla að bomba út…. en það er ágætt að prófa það líka einhverntíman.

Isaac Morillas @ https://www.instagram.com/w_weightlifting_media/

Í jafnhendingunni hóf Snædís leikinn og tók 83kg jafnhendingu. Hún hækkaði þá í 88kg, átti gott clean en jerkið gekk ekki að þessu sinni. Hún hækkaði svo í 91kg í sinni síðustu tilraun en hún fór því miður á sömu leið og 88kg. Snædís átti því aðeins eina gilda lyftu, en mikið af reynslu í bankann og kemur eflaust enn sterkari inn á næsta móti.

Isaac Morillas @ https://www.instagram.com/w_weightlifting_media/

Úlfhildur hóf sína fyrstu jafnhendingu á öruggri 84kg lyftu, hækkaði sig svo í 92kg, en líklega hefur stöngin eitthvað lent illa á henni í clean því hún náði ekki að standa upp. Í þriðju lyftunni tók hún 92kg aftur, stóð auðveldlega upp með það og endaði mótið með neglu jerki.

Isaac Morillas @ https://www.instagram.com/w_weightlifting_media/

Arey átti góða 90 kg lyftu í sinni fyrstu tilraun. Hún hækkaði svo í 93kg, og tók gott clean og stóð upp en komst ekki alveg undir jerkið. Hún reyndi svo aftur við 93kg en sama sagan endurtók sig.

Isaac Morillas @ https://www.instagram.com/w_weightlifting_media/

Svo… hellingur af reynslu í bankann og að takast á við allskonar aðstæður á keppnisstað. Það er erfitt að vera svona margar í sama hópnum og reyna að láta það ekki hafa áhrif á sig hvernig hinum gengur. Einnig var hópurinn í heild mjög nálægt hver annarri í þyngdum svo það var mikið að gerast að stigaborðinu og breytingar á röðun keppanda. En þannig er þessi íþrótt og við lærum af reynslunni og höldum ótrauð áfram.

Evrópumeistaramót Junior (U20) og U23 í Búkarest, Rúmeníu 25. júlí – 3. Ágúst.

Á morgun 25. júlí hefst Evrópumeistaramót Junior (U20) og U23 í Búkarest, Rúmeníu.
Opnunarhátíðin hefst kl. 17:30 ( 14:30 á Íslenskum tíma) og er allri keppninni streymt á vefsjónvarpi Evrópska lyftingasambandsins.   www.ewfsport.tv

Upplýsingar og tímaseðil (startbook) er að finna á heimasíðu EWF

Ísland á 5 keppendur á mótinu og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með þeim.

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir keppir í Junior 64kg flokki 29. júlí kl. 9:00 (6:00 á Íslenskum tíma).
Arey Rakel Guðnadóttir keppir í U23 64kg flokki  29. júlí kl. 9:00 (6:00 á Íslenskum tíma).
Snædís Líf P. Dison keppir í U23 64kg flokki 29. júlí kl. 9:00 (6:00 á Íslenskum tíma).
Brynjar Logi Halldórsson keppir í U23 89kg flokki 31. júlí kl. 17:00 (14:00 á Íslenskum tíma)
Erla Ágústsdóttir keppir í U23 +87kg flokki 3. ágúst kl. 13:00 (10:00 á Íslenskum tíma)

En kynnumst keppendunum aðeins betur…

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir

Úlfhildur Arna er ein efnilegasta lyftingakona sem við Íslendingar eigum. Á síðasta ári landaði hún öðru sæti á Evrópumeistaramóti U17 í 71kg flokki og varð með því fyrsta Íslenska konan til að vinna til verðlauna á alþjóðamóti í lyftingum.  Hún keppti fyrst árið 2017 og hefur alls keppt á 28 mótum og landað fjölmörgum Íslandsmetum og Íslandsmeistaratitlum. Hún var stigahæsta ungmenni (U17) ársins í kvennaflokki árið 2022.
Hennar besti árangur eru 87kg í snörun sem hún náði á Haustmótinum 2022, 106kg í jafnhendingu sem hún náði á Smáþjóðaleikunum 2022 og 190kg samanlagt á Haustmótinu. Úlfhildur hefur undanfarið oftast keppt í 71kg flokki en hún útskýrir sjálf hér fyrir neðan hvers vegna hún fór niður um flokk.

Hún keppir á Evrópumeistaramóti Junior (U20) í 64 kg flokki 29. júlí kl. 9:00  í Búkarest (kl. 6:00  á Íslenskum tíma).

Útsending á https://ewfsport.tv/

Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar?

2017

Hvers vegna fórstu að æfa lyftingar?

Ég fann oly í gegnum crossfit þegar eg byrjaði í því 2017

Stundaðir þú aðra íþrótt/íþróttir áður en þú fórst í lyftingar?
Hverjar og hver eru helstu afrekin þín þar?

Ég var í áhaldafimleikum í Stjörnunni.
Varð íslandsmeistari á stökki ásamt öðrum medalíum, man ekki nákvæmlega.

Hver eru þín stærstu afrek í lyftingum hingað til?

Annað sæti á Em, yngsti Íslendingur til að vinna medalíu á stórmóti.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lyftingum og hvers vegna?

Ég horfi upp til margra og á mína uppáhalds lyftara, en ég myndi kannski ekki segja að þau væru fyrirmyndir. Það sem virkar fyrir mig er að vera ekki að bera mig saman við aðra eða reyna að vera eins og aðrir, því mitt eina markmið er að verða besta útgáfan af sjálfri mér.

Hvað myndir þú segja við unga lyftara sem eru að byrja í lyftingum og þú værir helsta fyrirmynd þeirra?

Ekki flýta þér og ekki bera þig saman við aðra. Fókusaðu á að ná tækninni áður en þú ferð í þyndir, það mun skila sér á endanum. þú veist aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum eða hvernig þeirra líf lítur út, þínar bætingar gerast á þínum hraða. gerðu þitt besta og hafðu gaman 🙂

Annað sem þig langar að komi fram…

Þetta ár hefur verið frekar erfitt þegar það kemur að æfingum. Í lok skólaárs var ég í tvöföldu námi til að vinna upp það sem ég missti af þegar ég bjó í svíþjóð og hafði lítinn tíma til að æfa. Ég lenti einnig í veikindum sem höfðu mikil áhrif. Eftir það ætlaði ég að ná mér til baka en byrjaði á Decutan. Eins og margir þekkja getur lyfið valdið miklum aukaverkunum sem ég hef verið að glíma við síðustu vikur. Lystarleysi og liðverkir hafa verið verstir fyrir mig og virkilega haft áhrif á æfingar. Ég er ekki á sama stað og ég var á og bætingar ganga hægt, en það er bara þannig. Ég mæti ennþá á æfingar og geri það sem ég get og ég veit að ég mun koma sterkari til baka!

Arey Rakel Guðnadóttir

Arey keppti fyrst í lyftingum árið 2018 á Jólamótinu. Hún hefur keppt á 9 mótum sem skráð eru í gagnagrunn LSÍ, mörgum þeirra í Danmörku þar sem hún er búsett vegna náms. 
Hennar besti árangur eru 77kg snörun, 95kg jafnhending og 172kg samanlagt og allt lyftur frá Danska Meistaramótinu 2023.


Arey keppir á Evrópumeistaramóti U23 í 64kg flokki  29. júlí kl. 9:00   í Búkarest (kl. 6:00 á Íslenskum tíma).

Útsending á https://ewfsport.tv/

Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar?

Byrjaði í október 2021

Hvers vegna fórstu að æfa lyftingar?

Ég var búin að vera í crossfit í rúm 4 ár og fékk að heyra að ég ætti séns á því að vera góð í oly og svo var cardio orðið soldið þreytt. Svo ákvað að byrja og sjá hversu langt ég gæti komist.

Stundaðir þú aðra íþrótt/íþróttir áður en þú fórst í lyftingar?
Hverjar og hver eru helstu afrekin þín þar?

Var fyrst í sundi í ca 8-9 ár og á enn nokkur félagsmet í mínum aldursflokki á þeim tíma en fór svo í CrossFit eftir að hafa hætt vegna meiðsla í sundinu.

Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? 

Eftirminnanlegast er að jerka 100kg í fyrsta sinn á æfingu í fyrra, þá sá ég að það væri raunhæfur möguleiki að elta 100kg c&j drauminn.

Hver eru þín stærstu afrek í lyftingum hingað til?

Ég keppti á NM U20 og lenti í þriðja sæti þar, einnig 3. sæti í bæði snatchi og c&j á Danska senior meistaramótinu, en svo finnst mér nokkuð stórt og óraunverulegt að vera á leið á EM U23.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lyftingum og hvers vegna?

Núna fylgist ég mikið með Solfrid Koanda og finnst hún góð fyrirmynd í íþróttinni. En ég byrjaði fyrst og fremst eftir að hafa þekkt Birtu Líf lengi, hún hvatti mig í að keppa í fyrstu skiptin og að sjá að hún gæti lyft þessu og hinu hvatti mig í að reyna lika.

Hvað myndir þú segja við unga lyftara sem eru að byrja í lyftingum og þú værir helsta fyrirmynd þeirra?

Treysta ferlinu, það koma hindranir en bara vera þolinmóður og leggja inn vinnuna þá koma góðu stundirnar og afrekin á endanum.

Annað sem þig langar að komi fram…
Vil bara þakka þér Erna líka fyrir að hvetja mig í Óly 2020 og þetta góða utanumhald og starf í LSÍ👏🏼👏🏼

Snædís Líf P. Dison

Snædís á frekar stuttan feril í lyftingum hingað til en hún keppti fyrst fyrir aðeins rúmum 2 árum á Sumarmóti og má það því teljast frábær árangur að vera komin á Evrópumeistaramót U23 eftir einungis 6 mót.
Hennar besti árangur er 77kg snörun frá Íslandsmóti ungmenna 2023, 90kg jafnhending frá Íslandsmóti Senior 2023 og samanlagt 167kg frá Íslandsmóti Ungmenna 2023.

Snædís keppir á Evrópumeistaramóti U23 í 64kg flokki  29. júlí kl. 9:00  í Búkarest (kl. 6:00 á Íslenskum tíma).

Útsending á https://ewfsport.tv/

Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar?

Svona þegar ég var að undirbúa mig fyrir fyrsta mótið árið 2021. Annars bara að lyfta samhliða crossfit.

Hvers vegna fórstu að æfa lyftingar?

Byrjaði í crossfit af því að frændi minn sagði að ég þyrfti að vera sterk til að geta eitthvað á skíðum. Svo þróaðist það þannig að mér fannst lyftingar skemmtilegast við crossfit og var frekar fljót að bæta mig mikið.

Stundaðir þú aðra íþrótt/íþróttir áður en þú fórst í lyftingar?
Hverjar og hver eru helstu afrekin þín þar?

Æfði fimleika og fótbolta sem barn og skíði þangað til 2020. Engin mikil afrek þar.

Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? 

Líklega 90kg C&J á Íslandsmeistaramótinu sem tryggði mér sætið inn á EM. Það var lyfta sem ég bara þurfti að ná.

Hver eru þín stærstu afrek í lyftingum hingað til?

Komast inn á EM U23. Átti keppnisdag þar sem allt gekk upp eftir erfiðar æfingavikur fram að móti.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lyftingum og hvers vegna?

Ég elska ítölsku stelpurnar!

Hvað myndir þú segja við unga lyftara sem eru að byrja í lyftingum og þú værir helsta fyrirmynd þeirra?

Settu þér stór markmið

Brynjar Logi Halldórsson

Brynjar Logi er einn sterkasti lyftari landsins í dag en hann hefur klifrað hratt upp getustigann síðan hann keppti fyrst á Sumarmótinu 2020. Hann á m.a. að baki Norðulandameistaratitla í U20, 2020 og 2022 auk þess sem hann hefur sett fjölmörg Íslandsmet í Senior, U23 og Junior flokkum bæði í 81kg og 89kg flokki. Hann á þó verðuga keppinauta í 89kg flokkinum og verður gaman að sjá baráttuna um lyftingamann ársins þetta árið, en Brynjar hlaut þann titil árið 2022 bæði í Senior og U20. Það mun vera í fyrsta sinn sem lyftingamaður ársins er U20 lyftari.
Besti árangur Brynjars er 138kg snörun frá Sumarmótinu 2023, 158kg jafnhending og samanlögð 295kg frá Norðurlandamóti Junior 2022.


Brynjar keppir á Evrópumeistaramóti U23 í 89kg flokki  31. júlí kl. 17:00   í Búkarest (kl. 14:00 á Íslenskum tíma).

Útsending á https://ewfsport.tv/

Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar?

Nóvember 2019

Hvers vegna fórstu að æfa lyftingar?

Ég sá lyftingar á youtube og fannst þetta spennandi.

Stundaðir þú aðra íþrótt/íþróttir áður en þú fórst í lyftingar?
Hverjar og hver eru helstu afrekin þín þar?

Ég var í Taekwondo í 10 ár og er með Svarta beltið. Ég á marga íslandsmeistaratiltla, en stærsta afrekið er 3. sæti á Canada open 2017.

Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? 

151 C&J á Junior Norðurlandamóti í Noregi 2021 í -81kg flokki. Hún var 6kg PR og eftir hana átti ég öll Íslandsmetin í -81kg flokki í Senior. Eftir það fór ég heim að borða og verða stór og sterkur og hef keppt í -89kg flokki síðan.

Hver eru þín stærstu afrek í lyftingum hingað til?

Var lyftingamaður ársins 2022

Hver er þín helsta fyrirmynd í lyftingum og hvers vegna?

Það er enginn einn ákveðinn en ég horfi mikið á lyftingar og velti fyrir mér mismunandi lyfturum og stílum í lyftingum.

Hvað myndir þú segja við unga lyftara sem eru að byrja í lyftingum og þú værir helsta fyrirmynd þeirra?

Þú þarft að vinna vinnuna og þá koma bætingarnar. Mæta æfingar, borða mat og sofa á nóttunni. Það er ekki nóg að gera bara Snatch – þú þarft að hugsa um hvað þú ert að gera og pæla í tækninni þinni alltaf. Hafa intention í æfingunum alltaf.

Erla Ágústsdóttir

Erla keppti fyrst á Haustmótinu 2021 en hefur síðan orðið Íslandsmeistari unglinga 2021, Norðurlandameistari unglinga 2021 og Íslandsmeistari Senior 2023. Hún á öll Íslandsmet í Junior og U23 flokki í +87kg flokki. Hún hefur keppt á alls 9 mótum hingað til.
Besti árangur Erlu er 92kg snörun, 113kg jafnhending og 205kg samanlagt frá Sumarmótinu 2023.

Erla keppir á Evrópumeistaramóti U23 í +87kg flokki  3. ágúst kl. 13:00 í Búkarest (kl. 10:00 á Íslenskum tíma).

Útsending á https://ewfsport.tv/

Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar?

Sumarið 2021 fór ég að einbeita mér einungis að lyftingum.

Hvers vegna fórstu að æfa lyftingar?

Ég tók grunnámskeið í crossfit í byrjun 2019 og kynnist ólympískum lyftingum í kjölfarið, fann fljótt að lyftingarnar voru það sem mér fannst skemmtilegast og styrkleikarnir mínir lágu klárlega í þeim heldur en í crossfit. Ég hélt samt áfram í crossfit en með áherslu á lyftingar þar til sumarið 2021 þegar ég tek ákvörðun um að keppa í fyrsta skipti á haustmóti LSÍ 2021 þá færi ég mig yfir í lyftingar.

Stundaðir þú aðra íþrótt/íþróttir áður en þú fórst í lyftingar?
Hverjar og hver eru helstu afrekin þín þar?

Nei, fann mig aldrei í neinni íþrótt

Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? 

90kg snatch á ÍM 2023, þetta var tala sem mér var búið að langa í svo lengi, mjög gaman að ná henni á pallinum.

Hver eru þín stærstu afrek í lyftingum hingað til?

Að vera með næst hæsta total sem íslensk stelpa hefur átt (vonandi er það rétt hjá mér), það er klikkað að hugsa til þess.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lyftingum og hvers vegna?

Norska Solfrid Koanda, hún er ríkjandi heimsmeistari og hefur verið mjög stutt í íþróttinni miðað við árangur. Hún er mjög sterk og er að taka þyngdir sem maður getur ekki ímyndað sér en alltaf hægt að líta upp til hennar og vinna að því að verða sterkari og komast nær því sem hún er að taka.

Hvað myndir þú segja við unga lyftara sem eru að byrja í lyftingum og þú værir helsta fyrirmynd þeirra?

Njóta þess að æfa, þora að keppa, leyfa þér að stefna hátt og hafa gaman að þessu sporti!

Lyftingasambandið er virkilega stolt af þessum flotta hópi keppenda og óskar þeim alls hins besta á mótinu.