Smáþjóðaleikarnir haldnir í Lúxemborg um helgina

Smáþjóðaleikarnir í Ólympískum lyftingum fara fram í Lúxemborg núna um helgin.
Mótið er liðakeppni þjóða sem hafa færri en miljón íbúa og eru aðilar að Smáþjóðasambandinu.
Samanlögð sinclair stig liðsins ræður þar úrslitum.

Bríet, Bjarki, Kári, Brynjar, Þurí og Ingi (á myndina vantar Kötlu Ketilsdóttur)

Í ár keppa auk Íslands, Kípur, Lúxemborg, Malta, Monakó og San Marino.

Í hverju liði keppa 2 senior karlar og 2 senior konur auk 1 junior karls og 1 junior konu.

Dagskrá mótsins – Það er 1 klst tímamismunur

Keppendurnir frá Íslandi eru:
Senior
Brynjar Logi Halldórsson – keppir á sunnudaginn kl. 13:15 á Íslenskum tíma
Kári Einarsson – keppir á laugardaginn kl. 13:40 á Íslenskum tíma
Katla Björk Ketilsdóttir – keppir á sunnudaginn kl. 09:00 á Íslenskum tíma
Þuríður Erla Helgadóttir – keppir á sunnudaginn kl. 09:00 á Íslenskum tíma

Junior
Bjarki Breiðfjörð Björnsson – keppir á laugardaginn kl. 13:40 á Íslenskum tíma
Bríet Anna Heiðarsdóttir – keppir á laugardaginn kl. 11:45 á Íslenskum tíma

Með þeim fara Ingi Gunnar Ólafsson landsliðsþjálfari og Erna Héðinsdóttir sem verður dómari á mótinu.

Okkur er ekki kunnugt um útsendingu frá mótinu, en fylgist með á samfélagsmiðlunum okkar.

Heildarkeppendalista má finna hér

Maríanna Ástmarsdóttir er komin aftur til starfa sem Framkvæmdastjóri LSÍ

Maríanna Ástmarsdóttir hefur snúið aftur til starfa sem Framkvæmdastjóri LSÍ eftir fjarveru vegna fæðingarorlofa.


Hún mun í starfi sínu m.a. taka við erindum til Lyftingasambandsins í gegnum openbert netfang þess lsi@lsi.is,  sjá um allan daglegan rekstur sambandsins í samráði við stjórn, sjá um skráningar á mót erlendis og fylgja eftir mótaframkvæmd innanlands.

Maríanna hóf störf fyrir Lyftingasambandið árið 2019.
Frá 1. apríl síðastliðnum hefur Erna Héðinsdóttir, ritari sambandisins leyst hana af og Árni Rúnar Baldursson þar á undan.

Við bjóðum Maríönnu velkomna aftur til starfa.

Þórbergur Ernir Hlynsson Norðurlandameistari í U20/ 89kg flokki.

5 íslendingar kepptu á Norðurlandamóti Youth og Junior sem fram fór í Rovaniemi í Finnlandi núna um helgina.

Áttu Íslendingar einn Norðurlandameistara, Þórberg Erni Hlynsson í U20, 89kg. flokki.
Einnig náði Guðrún Helga Sigurðardóttir silfri í U17 /+87kg flokki.
Heildarúrslit mótsins má finna á https://results.lsi.is/meet/nordurlandamot-u20-og-u17-2023
og https://nordicweightlifting.com/
Jólasveinninn var svo að sjálfsögðu heimsóttur í Rovaniemi.

Youth flokkurinn (U17) keppti á föstudeginum og var Guðrún Helga Sigurðardóttir eini keppandi Íslands þann daginn. Hún keppti í U17/ +81kg en tveir keppendur voru í þeim flokki. Hún hafnaði í öðru sæti.

Photo: Viivi Raudasoja

Guðrún lyfti 58kg snörun í sinni fyrstu lyftu, tók því næst 61kg sem er 1kg bæting á hennar besta árangri og reyndi því næst við 64 kg, sem er jöfnun á Íslandsmetsstandard í hennar þyndar og aldursflokki. Í jafnhendingu lyfti hún 75kg í fyrstu lyftu og reyndi því næst við 80kg sem var tilraun til að bæta eigið Íslandsmet um 1kg, en því miður vildi það ekki alla leið upp á þessu mót. 

Bjarki Breiðfjörð Björnsson hóf leikinn fyrir Ísland á laugardeginum en hann keppti í U20/ 81kg flokki. Hann hóf snörunina á 112kg lyftu, hækkaði því næst í 118kg sem ekki vildu alla leið, hann lét það þó ekki á sig fá, hækkaði í 121kg, sem er aðeins 1 kg undir núverndi Íslandsmeti og henti því upp. Í jafnhendingu fékk Bjarki enga gilda lyftu og var því ekki með samanlagðan árangur eftir mótið. En vissulega sannfærandi árangur í snörun.

Photo: Tapio Nykänen

Bjarki er á leið á Smáþjóðaleikana í Lúxemburg eftir 2 vikur og verður spennandi að sjá hvort hann reyni við Íslandsmetið í snörun þar. Smáþjóðaleikarnir eru liðakeppni milli landa þar sem 2 senior karlar og 1 Junior karl auk 2 senior kvenna og 1 junior konu keppa fyrir hverja þjóð.

Bríet Anna Heiðarsdóttir keppti í U20/ 64kg. Hún hóf sína keppni á 60kg snörun, hækkaði því því næst í 63kg sem einnig fóru upp. Hún hækkaði svo í 66kg sem var tilraun til 2kg persónulegrar bætingar en sú lyfta vildi ekki alveg upp. 

Photo: Tapio Nykänen

Í jafnhendingunni hóf hún leikinn í 64kg, tók því næst 68kg en var eitthvað tæp í baki og lét þar við sitja og sleppti síðustu tilrauninni sinni. Hún hafnaði  í 5. Sæti af 5 keppendum.
Bríet er einnig á leið á smáþjóðaleikana fyrir Íslands hönd.

Að lokum átti Ísland tvo keppendur í U20/ 89kg, þá Tind Eliasen og Þórberg Erni Hlynsson.  5 keppendur voru í flokkinum og gerði Þórbergur sér lítið fyrir og vann flokkinn og endaði því keppni Íslands á þessu norðurlandamóti með Glæsibrag.

Tindur bað um 110 í sinni fyrstu snörun sem ekki vildi upp í fyrstu tilraun, en hann tók hana svo í annarri tilraun. Í þriðju tilraun sinni tók hann 113kg snörun. Í jafnhendingunni hóf hann leik á góðri 119kg lyftu, bað því næst um 125kg sem ekki vildu upp, hækkaði engu að síður í 127kg  og náði þeirri lyftu ekki heldur. Hann endaði í 4. sæti í flokkinum.

Photo: Tapio Nykänen

Þórbergur Ernir hóf einnig leikinn á 110kg sem var jöfnun á hans besta árangri á móti. Því næst bað hann um 113kg sem einnig fóru upp og hækkaði svo í 116 sem flugu líka upp. Svo 6kg bæting á hans besta árangri í snörun í hús og hann leiddi flokkin þegar kom að jafnhendingunni.

Photo: Tapio Nykänen

Í jafnhendingunni opnaði hann síðastur allra með 135kg lyftu, tók 139kg í sinni annarri lyftu og tryggði sér þar með Norðurlandameistaratitilinn og bætti eiginn árangur um 1kg í jafnhendingu og 7kg í samanlögðu.  Hann tók því undir sig stórt stökk, bað um 150kg á stöngina því á þessum tímapunkti var engu að tapa.

Photo: Tapio Nykänen

Tókst honum að cleana stöngina og standa upp, en jerkið vildi ekki alla leið að þessu sinni.
Þetta er fyrsta ár Þórbergs í Juniorflokkinum, svo hann á mikið inni til að bæta sig og gera góða hluti í framtíðinni

Auk keppendanna fóru þjálfararnir Ingi Gunnar Ólafsson og Eggert Ólafsson með.
Erna Héðinsdóttir var yfirdómari á mótinu, en auk þeirra fór Hlynur Skagfjörð Pálsson faðir Þórbergs með á mótið.

Vinnum gullið – dagskrá og streymi

Til sambandsaðila ÍSÍ

Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til ráðstefnunnar Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi mánudaginn 20. nóvember kl. 9-16 í Silfurberg í Hörpu og í streymi. Á ráðstefnunni verða kynnt áform um eflingu afreksíþróttastarfs á Íslandi með bættri aðstöðu, stuðningi og réttindum fyrir afreksíþróttafólk.

Dagskrá hefst með ávarpi forseta Íslands, forsætisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra. Að lokinni umfjöllun um framtíðarsýn mun þjóðþekkt afreksíþróttafólk greina frá sinni afstöðu. Fjallað verður um hvernig skapa megi umgjörð fyrir unga íþróttaiðkendur til að vaxa og dafna, jafnt í þéttbýli og dreifbýli. Loks verður farið yfir hvernig hámarka megi árangur og m.a. horft út fyrir landsteinana í þeim tilgangi.

Ráðstefnugestum gefst kostur á að varpa spurningum sínum fram fyrir pallborðsumræður og taka þátt í hópvinnu þar sem farið verður yfir ýmis álitamál. Endurgjöf þátttakenda mun nýtast starfshópi mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks í stefnumótun á sviði afreksíþrótta. Mennta- og barnamálaráðuneytið hvetur öll áhugasöm um árangur og afreksstarf til að mæta.

Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráningarfrestur er til og með 16. nóvember.

  • – Stjórn

Norðurlandamót Youth (U17) og Junior (U20) 10.-11. nóvember, Rovaniemi Finnlandi

Norðurlandamót Youth og Junior fer fram í Rovaniemi í Finnlandi næstu helgi.

Ísland á 5 keppendur á mótinu, 1 konu í youth, 1 konu í junior og 3 karla í Junior.

Bríet Anna, Guðrún Helga, Bjarki Breiðfjörð, Tindur, Þórbergur Ernir, Eggert og Ingi Gunnar

Á föstudaginn 10. nóvember keppa Youth keppendur og Junior keppendur á laugardaginn 11. nóv.
Nákvæmari dagskrá hefur ekki verið gefin út enn sem komið er, en við munum uppfæra þessa frétt þegar við fáum tímasetningar.
Frekari upplýsingar, tímaseðil þegar hann er tilbúinn og heildar keppendalista má finna á:
https://nordicweightlifting.com/

Útsending verður á youtube rás finnska lyftingasambandsins:
https://www.youtube.com/@painonnostoliittospnl1222/streams

Mynidr frá keppninn má finna hér:
https://tanykane.kuvat.fi/i/aJHxZnXyEKWkCf9brQTdRzuBYvmwtVP7

Íslensku keppendurnir eru:
Nafn: Flokkur:

Guðrún Helga Sigurðardóttir U17/ +87kg
Bríet Anna Heiðarsdóttir U20/ 64kg

Bjarki Breiðfjörð Björnsson U20/ 81kg
Tindur Eliasen U20/ 89kg
Þórbergur Ernir Hlynsson U20/ 89kg

Auk keppendanna fara þjálfararnir Ingi Gunnar Ólafsson og Eggert Ólafsson með.
Erna Héðinsdóttir mun vera dómari á mótinu. 

Norðurlandamót Senior 2023 – Landskrona Svíþjóð – Úrslit

Um helgina fór fram Norðulandamót Senior í Landskrona í Svíþjóð

Ísland átti þar 11 keppendur, 9 konur og 2 karla.
Nældi Íslenski hópurinn sér í eitt gull, tvö silfur og tvö brons á mótinu.

Erla Ágústsdóttir varð norðurlandameistari í +87kg flokki og lyfti 93kg í snörun og 113kg í jafnhendingu, samanlagt 206kg sem er nýtt Íslandsmet í samanlögðu í U23.

Mynd: perwiklund.se

Silfrin tóku Friðný Fjóla Jónsdóttir í 87kg flokki og Brynjar Logi Halldórsson í 89kg flokki.

Friðný lyfti  92 kg í snörun, 111 kg í jafnhendingu og 203kg samanlagt, sem jafnframt er C lágmark á EM.

Mynd: perwiklund.se

Brynjar lyfti 133kg í snörun og 160kg jafnhendingu sem jafnframt er Íslandsmet í U23 í jafnhendingu. Samanlagt 293kg., sem jafnframt er C lágmark á EM en 2 kg frá hans besta árangri.

Mynd: perwiklund.se

Sigurvegarinn í 89kg flokinum var Omed Alam með 330 kg samanlagt og var hann jafnframt stigahæsti karl mótsins. 

Bronsin áttu Amalía Ósk Sigurðardóttir í 64kg flokki  og  Guðný Björk Stefánsdóttir 76 kg flokki. 
Amalía Ósk lyfti 80kg í snörun, 87kg í jafnhendingu og samanlagt 178kg. 

Mynd: perwiklund.se

Guðný lyfti 90kg í snörun og 103kg í jafnhendingu, en það er  8 kg bætin í jafnhendingu á móti, samanlagt 193 kg og náði með því C lágmörkum á EM 2024.

Mynd: perwiklund.se

Einnig er gaman að geta þess að Hrund Scheving setti íslandsmet í snörun í masters 45 ára 71kg flokki þegar hún henti 73 kg upp fyrir haus í snörun. Er þetta ígildi heimsmets í flokkinum, þótt það fáist ekki formlega skráð nema vera sett á mastersmóti.
Hún er jafnframt Íslandsmeistarinn okkar í skemmtilegum faganaðalátum.

Í liðakeppni kvenna hafnaði íslenska liðið í öðru sæti.

Heildarúrslit mótsins má finna á:
results.lsi.is  og
https://nordicweightlifting.com/results/

Myndir frá mótinu má finna á
https://perwiklund.se/tyngdlyftning-1

Norðurlandamót Senior 27.-28. október, Landskrona, Svíþjóð

Norðurlandamót Senior fer fram í Landskrona í Svíþjóð næstu helgi.
Ísland á 11 keppendur á mótinu, 9 konur og 2 karla.

Keppendur og þjálfarar. Efri röð: Sigurður Darri, Hrund, Kári, Brynjar, Amalía, Ingi Gunnar.
Neðri röð: Snædís, Erla, Guðný, Friðný.
Á myndina vantar Birtu, Arey og Kötlu, en þær eru búsettar erlendis

Mótið fer fram seinni hluta föstudags frá kl. 16:00 á Íslenskum tíma, en þá keppa konur í 45, 49, 55, 59 og 64 kg flokkum.
Á laugardaginn hefst keppni kl. 8:00 á Íslenskum tíma og þá keppa 71, 86, 81, 87 og +87 kg konur og allir karlaflokkar.
Eftirfarandi tímaseðill er á sænskum tíma með 2 klst. mismun:

Friday, Oct. 27th: Competition at Puls Arena
13:00-15:30 NWF Congress with Elections at Hotel Öresund
16:00-17:00 Weigh-in at Hotel Öresund
18:00 Competition W 45, 49, 55, 59 kg (10 athletes)
19:45 Competition W 64 kg (5 athletes)

Saturday, Oct. 28th: Competition at Puls Arena
08:00-09:00 Weigh-in at Hotel Öresund / men first
10:00 Competition M 61, 73, 81 kg (9 athletes)
11:30 Competition W 71 kg (8 athletes)
13:00 Competition M 89, 96 kg (7 athletes)
14:15 Competition W 76, 81, 87, >87 kg (11 athletes)
16:00 Competition M 102, 109, >109 kg (12 athletes
App. 19.00: Banquet at Hotel Öresund, Kungsgatan 9 Landskrona

Hægt er að fylgjast með keppni föstudagsins á:
https://www.youtube.com/live/UPO2VQ3ppjc?si=ZvPbzXcQhre3qODS
Og keppni laugardagsins á:
https://www.youtube.com/live/Pk_R0ZgtgjQ?si=-rxcEHQocMOesaPJ

Íslensku keppendurnir eru:
Nafn: Flokkur:
Snædís Líf P. Dison 59
Katla Björk Ketilsdóttir 64
Amalía Ósk Sigurðardóttir 64
Hrund Scheving 71
Arey Rakel Guðnadóttir 71
Birta Líf Þórarinsdóttir 76
Guðný Björk Stefánsdóttir 76
Friðný Jónsdóttir 87
Erla Ágústsdóttir +87

Kári Einarsson 81
Brynjar Logi Halldórsson 89

Heildarkeppendalista má finna hér:
Keppendalisti


Auk keppendanna fara þjálfararnir Ingi Gunnar Ólafsson og Sigurður Darri Rafnsson með.
Erna Héðinsdóttir mun svo verða dómari á mótinu.

Áfram Ísland!!!

Haustmóti Lyftingasambands Íslands og Ægir gym lauk í gær.


Mótið var sinclair-stigamót og þrjár eftstu konur og þrír efstu karlar m .v. sinclair stig verðlaunarðir.

Í kvennaflokki sigraði Telma Mist Oddsdóttir með 214,7 sinclair stig, önnur var Erla Ágústsdóttir með 209,2 sinclair stig og í þriðja sæti Selma Gísladóttir með 180,3 sinclair stig.

Mynd: Árni Rúnar Baldursson

Í karlaflokki sigraði Svanur Þór Vilhjálmsson með 293,6 sinclair stig, annar var Viktor Freyr Vilhjálmsson með 249,7 sinclair stig og þriðji Aron Kristinn Ágústsson með 229,3 sinclair stig.

Mynd: Árni Rúnar Baldursson

Heildarúrslit mótsins má finna á results.lsi.is

Þónokkur Íslandsmet voru sett á mótinu.
Í kvennaflokki var það Þórdís Viðarsdóttir sem er fædd 2009 og keppti í 49kg flokki sem setti Íslandsmet í öllum sínum lyftum í U15 flokkinum. Hennar lokatölur voru 31kg snatch, 43kg C&J og 74kg samanlagt.

Thelma Mist Oddsdóttir, fædd 2002, sigurvegari mótsins í kvennaflokki setti Íslandsmet í U23, 59kg flokki þegar hún tók 85kg C&J. 

Erla Ágústsdóttir, fædd 2001, setti Íslandsmet í snörun  í bæði Senior og U23 í +87kg flokki þegar hún snaraði 95 kg.  Hún gerði svo tilraun til að bæta það í næstu lyftu á eftir þegar hún reyndi við 97kg sem ekki vildu alveg alla leið í dag.

Í karlaflokki setti Svanur Þór Vilhjálmsson, fæddur 2000, sigurvegari í karlaflokki,  Íslandsmet í U23 109kg flokki þegar hann tók 118kg snatch, 144kg C&J og því 262kg samanlagt.  Hann reyndi einnig við 120kg snatch sem ekki vildi alla leið í dag.

Fleiri myndir frá mótinu má finna HÉR

Tveir dómarar bættust svo í landsdómarahóp Lyftingasambandsins á mótinum.
Þeir Ingólfur Pétursson og Viktor Ýmir Elíasson.

Erna Héðinsdóttir valin sem dómari á Ólympíuleikana í París

Okkar fremsti dómari í ólympískum lyftingum Erna Héðinsdóttir hefur formlega verið valin til þátttöku í dómarateymi Ólympíuleikana í París 2024. Þetta er æðsti heiður sem dómara getur hlotnast í greininni en Erna lauk dómaraprófi 2014, síðar lauk hún alþjóðlegum réttindum (Cat. 2) árið 2016 og (Cat. 1) árið 2021 sem er hæsta dómaragráða alþjóðalyftingasambandsins (IWF). Þá hefur hún sótt þau endurmenntunarnámskeið sem í boði eru á vegum evrópska lyftingasambandsins EWF og IWF.

Erna kynnt til leiks á alþjóðlegu móti

Erna hefur verið lykilmanneskja í dómgæslu á Íslandi síðustu 9 ár en einnig hefur hún dæmt á fjölda alþjóðlegra móta. Síðustu tvö ár eftir að hún lauk (Cat.1) prófinu þá hefur hún ásamt Lárus Pál Pálssyni sem er hinn íslenski dómarinn sem hefur þessi æðstu réttindi tekið yfir dómaramenntun á Íslandi en hingað til hefur sambandið alltaf fengið erlenda aðila til að kenna efnið og því hægt að halda fleiri og minni námskeið til að fjölga íslenskum dómurum. Það næsta mun fara fram 28-30.September (sjá frétt og skráningarform neðar á síðunni).

Erna og Eygló í bakgrunn þegar sú síðarnefnda varð evrópumeistari 23 ára og yngri 2022 í Albaníu

Dómarar sinna mörgum skildum á stórmótum og á ensku kallast þetta tæknifulltrúi (e. Technical Official). Ekki eru aðeins þrír dómarar sem dæma lyftur heldur er fimm manna kviðdómur (á ólympíuleikum og heimsmeistaramótum annars þrír), keppnisstjóri, eftirlitsmenn, ritari, tímavörður og læknir. Alls voru 48 dómarar valdir þar af 14 frá Evrópu, sjö konur og sjö karlar og er Erna ein af þeim. Haldin var einskonar general prufa fyrir ólympíuleikana í París í ágúst síðastliðnum þar sem Erna var meðal þáttakenda og má segja að það hafi verið loka próf áður en dómarar voru valdir.

Erna ásamt góðum hópi m.a. forseta IWF Mohammed Jalood í París þegar dómarar tóku einskonar lokapróf fyrir ólympíuleikana.

Erna segist þakklát fyrir þá leiðsögn sem hún hefur fengið frá reynslumeiri dómurum erlendis en sérstaklega frá finnanum Taisto Kuoppala sem kenndi fyrsta námskeiðið sem hún tók 2014, hinni dönsku Tina Beiter og ótal fleirum sem hafa hvatt hana statt og stöðugt til að ná sér í reynslu. Hún hefur einnig fundið meðbyr og stuðning stjórnar evrópska lyftingasambandsins – EWF á þessar vegferð hennar að Ólympíuleikunum.

Erna ásamt Taisto Kuoppala á ritaraborðinu á Youth Evrópumeistaramótinu
í Chisinau í Moldóvu núna í sumar

Lyftingasambandið óskar Ernu til hamingju með að vera að fara á Ólympíuleikana 2024!

Þau alþjóðlegu mót sem Erna hefur dæmt á síðustu ár eru fjölmörg eins og sést hér að neðan:

2023 Evrópumeistaramót Unglinga U20 og U23

2023 Evrópumeistaramót Unglinga U17

2023 Evrópumeistaramót Fullorðinna

2023 Reykjavíkurleikarnir

2022 Norðurlandameistaramót Unglinga U17 og U20

2022 Smáþjóðleikarnir í ólympískum lyftingum

2022 Evrópumeistaramót Unglinga U20 og U23

2022 Evrópumeistaramót Unglinga U17

2022 Evrópumeistaramót Fulorðinna

2022 Reykjavíkurleikarnir

2021 Norðurlandameistaramót Unglinga U17 og U20

2021 Norðurlandameistaramót Fullorðinna

2021 Evrópumeistaramót Unglinga U20 og U23

2021 Reykjavíkurleikar