Heildarúrslit: http://results.lsi.is/meet/smatjodleikar-2018
Keppendur Íslands stóðu sig vel á smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum sem fram fóru í gær í íþróttahúsinu strandgötu. Ísland endaði annað árið í röð efst í stigakeppninni (3 karlar + 2 konur).
| Liðakeppni | Stig | ||
| ÍSLAND | 1486,75 | ||
| MALTA | 1322,76 | ||
| CYPRUS | 1298,74 | ||
| SAN MARINO | 896,71 |
Stigahæsti karl og kona mótsins voru Einar Ingi Jónsson með 335,21 stig hann snaraði 115kg og jafnhenti 145kg. Björgvin Karl Guðmundsson þar á eftir með 334,96 stig, 125kg og 153kg í jafnhendingu en Björgvin reyndi við bætinu á íslandsmeti sínu í snörun í 85kg flokki 130kg en náði ekki að halda jafnvægi með hana í botnstöðu. Bjarmi Hreinsson var þriðji á stigum með 325 stig en hann snaraði 125kg og jafnhenti 162kg, Bjarmi átti góða tilraun við 140kg í síðustu tilraun í snörun eftir að hafa misst 133kg í annari tilraun í lokastöðu.
Þuríður Erla Helgadóttir var stigahæst kvenna en hún snaraði 81kg og jafnhenti 101kg sem gáfu henni 246,95 stig, Björk Óðinsdóttir kom í humátt á eftir með 244,85 stig en hún snaraði 83kg og jafnhenti 104kg. Íþróttakona möltu 2017 Yasmin Sammit Stevens var þriðja á stigum með 221,4 stig en hún snaraði 79kg og jafnhenti 100kg.
Heildarúrslit mun verða hægt að nálgast í gagnagrunni sambandsins en excel útgáfu má hlaða niður: sinclair_results_esn_2018