Við munum hefja þingið stundvíslega 13:30 þ.e. 30mín seinna en áður hafði verið auglýst.
Þingið verður haldið í höfuðstöðvum ÍSÍ, Engjavegi 6.
Mótareglur LSÍ (þrýstið hér) verða lagðar fyrir þingið til kostninga og hvetjum við alla lyftingamenn að kynna sér innihald þeirra og koma með athugasemdir í tíma fyrir þingið.
8.grein Liður 13
Núverandi grein
Kosinn formaður dómaranefndar
Breytingar tillaga
Kosinn formaður tækninefndar
18.grein
Núverandi grein
Stjórn og varamenn hafa atkvæðisrétt um val á lyftingakonu og karli ársins, valið skal ávallt miðast við tímabilið 1. Desember til 30. Nóvember. Ef óskað er eftir því getur kosning verið nafnlaus. Val á lyftingakonu og karli ársins skal miðast við árangur íþróttamannsins á liðnu ári og er þá sérstaklega horft til Sinclair stigatölu sem og árangur á alþjóðlegum mótum. Lyftingakarl eða kona ársins skulu ekki hafa orðið uppvís af lyfjamisferli.
Breytingar tillaga
Stjórn og varamenn hafa atkvæðisrétt um val á lyftingakonu og karli ársins, valið skal ávallt miðast við tímabilið 1. Desember til 30. Nóvember. Ef óskað er eftir því getur kosning verið nafnlaus. Val á lyftingakonu og karli ársins skal miðast við árangur íþróttamannsins á liðnu ári og er þá sérstaklega horft til Sinclair stigatölu sem og árangur á alþjóðlegum mótum.Íþróttamenn koma ekki til greina í vali á lyftingakonu og karli ársins á meðan þeir taka út refsingu og í eitt ár eftir að refsingu lýkur vegna brota á lyfjalögum ÍSÍ, IWF og/eða WADA.
19.grein (ný grein)
Formaður tækninefndar er kosinn ár hvert á lyftingaþingi. Formaður tækninefndar þarf að hafa lokið tækniprófi/dómaraprófi IWF í ólympískum lyftingum (e. IWF Technical Officials Examination). Hann/hún útnefnir 4 einstaklinga með sér í tækninefnd sem lokið hafa tækniprófi/dómaraprófi.