LSÍ hefur gefið frá sér lágmörk á mót erlendis fyrir árin 2017 til 2018. Lágmörk eru gefin út til næstu tveggja ára sem auðveldar íþróttamönnum undirbúning.
Helstu breytingar frá fyrri árum eru eftirfarandi:
B-lágmark þýðir að íþróttamaður þarf að greiða flugfargjaldið sitt sjálfur en ekki 50% af kostnaði við heildar ferð og teljum við það til hagsbóta fyrir íþróttamanninn.
Á árinu 2017 verður ekki greitt A-lágmark á NM unglinga, það verður hinsvegar gert á árinu 2018. Ástæða þess er tvíþætt; 1) lyftingasambandið hefur nú ráðið starfsmann í hlutastarf og fylgir því ákveðinn kostnaður og 2) að Ísland heldur NM fullorðinna 2018 og því verður meira fjármagn til staðar til að standa undir kostnaði við ferðir unglingalandsliðsins.