Íslandsmet hafa verið uppfærð eftir RIG

Íslandsmet hafa verið uppfærð, fjölmörg met voru sett á mótinu sem og tilraunir til nýrra meta.

58kg flokkur kvenna
Einn erlendur keppandi var í kvennaflokki Sandra Instefjord Trædal sem lyfti 60kg í snörun og 79kg í jafnhendingu, það skilaði henni 8. sæti í heildarstigakeppni kvenna enda gríðalega hörð keppni.

63kg flokkur kvenna
Anna Hulda Ólafsdóttir átti tvær góðar tilraunir við nýtt íslandsmet í snörun 76kg, hún ákvað að taka stökkið og fara beint í annari lyftu í íslandsmets tilraun. Það átti eftir að koma í bakið á henni í jafnhendingu þar sem Þuríður Erla Helgadóttir setti nýtt íslandsmet í lokatilraun 93kg og varð með þeirri lyftu stigahæsta lyftingakona mótsins. Anna Hulda átti einnig tilraun við 93kg sem ekki fór upp. Björk Óðinsdóttir keppti á sínu fyrsta lyftingamóti og snaraði 73kg, hún jafnhenti einnig 90kg og átti síðan mjög góða tilraun við 94kg sem hefði verið bæting á ný settu íslandsmeti Þuríðar. Sannarlega hörð keppni í þessum flokk og varð það svo að Þuríður sigraði Björk á líkamsþyngd en báðar lyftu þær 163kg. Anna Hulda varð svo í þriðja sæti með 161kg í samanlögðum árangri aðeins 0,2 stigum á eftir Björk.

69kg flokkur kvenna
Fjórar öflugar konur voru skráðar til leiks í 96kg flokknum, Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði á 74kg í opnunarþyngd í snörun sem hún lyfti örugglega, því næst fór hún í nýtt íslandsmet 78kg sem er bæting á hennar eigin meti um 2kg. Hún endaði síðan á því að eiga góða tilraun við 81kg en sú tilraun fór ekki upp. Annie Mist Þórisdóttir byrjaði á að bæta met Katrín Tönju í samanlögðum árangri strax í annari lyftu í jafnhendingu þar sem hún jafnhenti 92kg og setti nýtt met 167kg. Hún var hvergi nærri hætt því hún jafnhenti einnig  95kg sem var nýtt íslandsmet kvenna í -69kg flokki í samanlögðum árangri 170kg.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppti á sýnu fyrsta lyftingamóti og lyfti 71kg í snörun og 91kg í jafnhendingu. Fjórða varð Birgit Rós Becker sem bætti sinn besta árangur í jafnhendingu um 5kg þegar hún lyfti 85kg í síðustu tilraun.

75kg flokkur kvenna
Hildur Grétarsdóttir bætti sinn besta árangur í snörun um 2kg og jafnhendingu um 2kg þegar hún snaraði 65kg og jafnhenti 80kg.

75kg+ flokkur kvenna
Lilja Lind Helgadóttir sem verður 18ára á árinu gerði gott mót eftir að hafa misst 76kg í snörun í annari tilraun lét hún hætta stöngina í 80kg sem hún tók leikandi í þriðju tilraun og bætti íslandsmet sitt um 10kg. Lilja Lind hafði gert atlögu að norðurlandameti meyja í snörun á jólamóti LSÍ en það stendur í 75kg. Hún keppir næstu 3 árin í stúlknaflokki (20 ára og yngri) og stendur norðurlandametið þar í 84kg sem hin finnska Meri Ilmarinen á. Lilja Lind opnaði í jafnhöttun á 88kg sem er 2kg frá íslandsmeti hennar í jafnhendingu en með þeirri lyftu bætti hún samanlagðan árangur sinn um 8kg. Hún fór síðan í bætinguna 93kg sem var um leið nýtt íslandsmet og að lokum lyfti hún 96kg sem setti Íslandsmet hennar í samanlögðum árangri í 176kg. Hún er því sú kona sem lyftur hefur mestri þyngd yfir allra þyngdarflokka bæði í snörun og jafnhendingu, sannarlega glæsilegt.

85kg flokkur karla
Öllu færri íslandsmet voru sett í karlaflokki en Björgvin Karl Guðmundsson hélt þó uppi heiðri strákanna með því að bæta íslandsmet sitt í snörun um 1kg í lokatilrauninni 112kg. Björgvin vigtaðist aðeins 80kg slétt inn á mótsdag. Í jafnhendingu opnaði hann á 132kg og fór síðan strax í tilraun til nýs íslandsmets 141kg sem hann rétt missti tvisvar sinnum. Hann bætti samt sem áður sinn besta árangur samanlagt um 3kg og fór í fyrsta sinn yfir 300 Sinclair stig og bætist þar í hóp góðra manna.

105kg flokkur
Einn keppandi var mættur í 105kg flokk karla, 21 árs norðmaður Kristian Helleren. Hann lyfti 129kg í snörun og 155kg í jafnhendingu sem dugði honum í annað sætið í stigakeppninni. Hann á best 135kg í snörun og 164kg í jafnhendingu og var því töluvert frá sínu besta.

105kg+ flokkur
Fjórir keppendur voru mættir í „súperinn“, fremstur í flokki fór Gísli Kristjánsson sem var að keppa aðra helgi í röð eftir að hafa keppt á CWC síðustu helgi í Kaupmannahöfn. Hann opnaði á 145kg í snörun en hafði ekki 150kg í annari og þriðju tilraun. Í jafnhendingunni lyfti hann 165kg og 170kg og tryggði sér sigur í karlaflokki með 335 stigum. Andri Gunnarsson ætlaði sér stóra hluti og opnaði á 130kg í snörun sem er jafnt hans besta árangri, hann átti síðan góðar tilraunir við 135kg en það fór ekki upp. Í jafnhendingu lyfti hann 160kg og átti síðan stór góða tilraun við 170kg í annari tilraun, hann reyndi síðan aftur við þá þyngd en hún reyndist ofviða. Jon Peter Ueland hafði keppt helgina áður og bætt sinn besta árangur þegar hann lyfti 130kg í snörun og 162kg í jafnhendingu, hann átti ekki góðan dag og endaði með því að lyfta 125kg í snörun og 154kg í jafnhendingu. Báðir norsku keppendurnir koma frá Vigrestad þar sem norðurlandamót fullorðinna verður haldið í ár. Árni Björn Kristjánsson byrjaði brösulega með því að missa 115kg í snörun, mistök áttu sér stað á ritaraborði í annari tilraun hjá honum og var honum leyft að taka auka tilraun í snörun. Hann nýtti sér það og snaraði 115kg og loks 120kg sem var bæting. Í jafnhendingu þá opnaði Árni á 140kg og fór síðan í 148kg sem var bæting og endaði 152kg.

Úrslit af Reykjavík International Games

Við munum gera RIG leikunum betri skil á næstu dögum en við birtum hér úrslit fyrir áhugasama

Úrslit KVK

Úrslit KK RIG

Innihald.is birti ýtarlega grein um mótið á http://www.innihald.is/thjodmal/niu-islandsmet-i-olympiskum-lyftingum-i-dag

Einnig er hægt að nálgast útsendingu frá mótinu á http://ruv.is/sarpurinn/reykjavikurleikarnir/25012014

Sportmyndir tóku flottar myndir af mótinu http://www.sportmyndir.is/Reykjavik-International-Games/Reykjavik-International-Games-1/Olympic-Weightlifting/

Vísir fjallaði um mótið http://www.visir.is/islandsmetin-fellu-hvert-a-faetur-odru/article/2014140129201

Mbl fjallaði um met lilju lindar http://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2014/01/25/lilja_lind_setur_islandsmet/

Mbl einnig með frétt um mótið http://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2014/01/25/niu_islandsmet_slegin_i_lyftingum_2/

Tímaseðill fyrir RIG og keppendalisti (uppfærður)

rig_timasedill_final

Skráðir keppendur eru eftirfarandi:

Nr. Nafn Félag Þyngdarflokkur Lágmörk Mót
Konur
1 Anna Hulda Ólafsdóttir LFR -63kg 75/92/167 Jólamót LSÍ
2 Þuríður Erla Helgadóttir Ármann -63kg 70/87/157 Jólamót LSÍ
3 Björk Óðinsdottir LFG -63kg Wildcard Úthlutað af LSÍ
4 Hjördís Ósk Óskarsdóttir Ármann -63kg 67/91/158 Jólamót LSÍ
5 Katrín Tanja Davíðsdóttir Ármann -69kg 76/88/164 NM unglinga í Danmörku
6 Birgit Rós Becker LFR -69kg 60/80/140 Jólamót LSÍ
7 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Massi -69kg Wildcard Úthlutað af LSÍ
8 Annie Thorisdóttir LFR -69kg Wildcard Úthlutað af LSÍ
9 Hildur Grétarsdóttir LFG -75kg 63/78/141 Haustmót LSÍ
10 Lilja Lind Helgadóttir LFG 75kg+ 69/83/153 Íslandsmót LS
 11  Sandra Instefjord Trædal  NOR  -58kg  62/78/140
Nr. Karlar
1 Björgvin Karl Guðmundsson LFR 85kg 111/135/241 Sumarmót LSÍ
2 Daníel Róbertsson Ármann 85kg 100/125/225 Jólamót LSÍ
3 Kristian Helleren Vigrestad IK, Noregur 105kg 135/165/298
4 Árni Björn Kristjánsson LFG 105kg+ 115/146/261 Jólamót LSÍ
5 Andri Gunnarsson LFG 105kg+ 130/160/290 NM 2013
6 Jon Peter Ueland Vigrestad IK, Noregur 105kg+ 130/160/291
7 Gísli Kristjánsson LFR 105kg+ 150/175/325 RIG 2013

Copenhagen Weightlifting Cup (CWC) 2014

Þrír íslenskir keppendur kepptu á Copenhagen Weightlifting Cup (CWC) nú um helgina, nokkur hefð hefur verið fyrir því í gegnum tíðina að íslendingar fari og keppi á þessu alþjóðlega móti sem lyftingasamband Danmerkur stendur fyrir.

Fremstur í flokki íslendinganna var Gísli Kristjánsson sem endaði fimmti í heildarkeppninni þegar hann lyfti 150kg í snörun og 165 kg í jafnhendingu. Gísli átti einnig tilraun við 153kg í snörun og 170kg í jafnhendingu. Keppt í er Sinclair í karla og kvenna flokki og vigtaðist Gísli 114,5kg sem gaf honum 333,9 stig. Gísli er á meðal keppenda á RIG næstu helgi og verður áhugavert að sjá hvort hann nái þar enn betra móti.

Annar íslenskur keppandi Guðmundur Borgar Ingólfsson keppti á sínu öðru lyftinga móti en hann er búsettur í Danmörku og keppir því fyrir danska lyftingaklúbbinn IK99. Guðmundur lyfti 88kg í snörun, 113kg jafnhendingu og vigtaðist 83,9kg. Þessi árangur gaf honum 241,2 Sinclair stig og endaði hann í 35. sæti af 48 karl keppendum.

Lilja Lind Helgadóttir náði ekki gildum árangri á mótinu, hún opnaði á 70kg í snörun sem hún fékk ógilt og átti síðan tvær tilraunir við 76kg sem hún hafði ekki heldur. Hún fékk því ekki að halda áfram og lyfta í jafnhendingunni. Lilja Lind mætir vonandi grimm til leiks næstu helgi þegar RIG leikarnir í ólympískum lyftingum verða haldnir.

Hægt er að sjá heildarúrslit úr mótinu hér: http://www.cforslund.dk/results.aspx?id=86786

Ný stjórn, Jólamót, RIG og fleira

40 ára afmælisþing Lyftingasambands Íslands var haldið 23 nóvember síðastliðinn.  Vel var mætt á þingið og hafði Sigríður Jónsdóttir þingforseti og fulltrúi frá ÍSÍ það eftir hversu frábært það væri að sjá þessa miklu grósku í starfi Lyftingasambandsins.  Iðkendur í ólympískum lyftingum á Íslandi hafa margfaldast á síðustu þrem árum.

2013-11-23 14.46.19

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var gestur þingsins. Illugi sagði frá sinni eigin reynslu af lyftingum og tók undir gildi íþróttarinnar, bæði líkamlegs eðlis sem og efnahagslegs ávinnings. Hann tók undir orð formanns LSÍ í setningarræðunni um það hversu vel það hentar fólki á öllum aldri að stunda lyftingar sem einstaklings íþróttagrein. Illugi lagði mikla áherslu á það hvað hann saknaði þess mikið að sjá ekki lyftingar í sjónvarpi lengur. Það var ein af þeim íþróttum sem hann man eftir að hafa alist upp við að horfa á í sjónvarpi.

Eftir að menntamálaráðherra lauk ávarpi sínu tók við af honum annar gestur þingsins Ma Jian Ping kínverskur lyftingaþjálfari sem að var þessa sömu helgi með verklegt lyftinganámskeið hjá Lyftingafélagi Garðabæjar. Hann kynnti stuttlega fyrir viðstöddum hvernig staðið er að hlutunum í Kína. Hann fór meðal annars yfir það hvernig afreksstefna kínverja er uppbyggð, hvernig staðið er að vali í landslið þeirra og hvernig undirbúning fyrir stórmót er háttað.

Ný stjórn Lyftingasambands Íslands var kosin, en hún er eftirfarandi: Lárus Páll Pálsson formaður, Árni Björn Kristjánsson varaformaður, Elísabet Sóley Stefánsdóttir gjaldkeri , Ásgeir Bjarnason ritari og Sigmundur Davíðsson  meðstjórnandi.  Í varastjórn eru Andri Gunnarsson, Arnar Þór Tulinius, Bjarki Guðmundsson og Ingi Gunnar Ólafsson.

Stjórn lyftingasambandsins og varastjórnendur hafa fundað og skipt á milli sín verkum.  Það eru gleðitíðindi fyrir sambandið hversu margir áhugasamir einstaklingar hafa gefið sig fram og er ekki von á öðru en góðu lyftingaári.

Næsta lyftingamót verður jólamót LSÍ. Haldið í húsakynnum LFG / CrossFit – XY í Garðabæ laugardaginn 14. desember. Skráningafrestur er til 10. desember á lsi@lsi.is Þátttökugjald er 1000kr og greiðist við skráningu inná reikning 311-26-2992 kt: 430275-0119

Undirbúningur er hafinn fyrir RIG 2014.  Mótið verður haldið í húsakynnum LFR /CrossFit Reykjavík laugardaginn 25. janúar.

Lágmörk verða fyrir RIG mótið og er því um að gera fyrir alla þá sem hafa ekki náð lágmörkum eða skráðum árangri að taka þátt í jólamótinu og freista þess að ná þeim.

Lágmörkin eru eftirfarandi:

Karlar

Líkamsþyngd – Snörun – C&J
56 – 56kg – 70kg
62 – 62kg – 80kg
69 – 69kg – 90kg
77 – 77kg – 100kg
85 – 85kg – 105kg
94 – 94kg – 115kg
105 – 100kg – 120kg
105+ – 105kg – 125kg

Konur

Líkamsþyngd – Snörun – C&J .
48 – 30kg – 50kg
53 – 40kg – 55kg
58 – 50kg – 60kg
63 – 55kg – 65kg
69 – 58kg – 68kg
75 – 61kg – 70kg
75+ – 63kg – 72kg

Hægt er að hafa samband við stjórn LSÍ

Lárus Páll Pálsson, laruspallpallsson@gmail.com, 8622432

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, elisabet@innihald.is, 8916607/7724474

Árni Björn Kristjánsson, arnib11@gmail.com , 6162694

Ásgeir Bjarnason, asgbjarnason@gmail.com, 8686992

Sigmundur Davíðsson, sigmundur@centrum.is, 6911961

Andri Gunnarsson, andrigun@lv.is, 8990085

Ingi Gunnar Ólafsson, ingigo75@gmail.com, 8664294

Bjarki Guðmundsson, bjarkig28@gmail.com, 8670470

Arnar Þór Tulinius, arnartulinius@gmail.com, 6906582

2013-11-23 18.35.14