Norðurlandamót fullorðinna 2025 – Heildarúrslit

Heildarúrslit má nálgast hér: https://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf-stadfest-dagsetning-2025 og https://nordicweightlifting.com/

Upptaka af mótinu er aðgengileg á nýstofnaðri YouTube-rás sambandsins: https://www.youtube.com/@IcelandicWeightlifting

Stigahæstu keppendur mótsins voru hin finnska Janette Ylisoini með 237 kg samanlagt í -77 kg flokki kvenna og hinn sænski Hugo Ottosson með 355 kg samanlagt í -110 kg flokki karla.

Árangur Íslendinga á mótinu (frétt verður uppfærð með myndum þegar þær berast):

Ísland náði sér í þrjú silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á mótinu.

Katla Björk Ketilsdóttir varð önnur í -63 kg flokki kvenna þegar hún snaraði 86 kg og jafnhenti 103 kg, samtals 189 kg. Þetta var fjórða Norðurlandamót Kötlu og hún var því reynsluboltinn í landsliðinu, þetta er einnig besti árangur hennar á Norðurlandamóti.

f.v. Katla Björk Ketilsdóttir, Inka Tiainen (Finnlandi) og Susanne Johansson frá Svíþjóð. Mynd: BerndsenPhoto

Guðný Björk Stefánsdóttir varð önnur í -77 kg flokki þegar hún snaraði 98 kg og jafnhenti 118 kg, samtals 216 kg. Snörunin var nýtt persónulegt met hjá henni og bæting um 1 kg. Þessi árangur var líka annar stigahæsti árangur kvenna á mótinu en Janette Ylisoini frá Finnlandi varð stigahæst og einnig sigraði hún -77 kg flokkinn með 237 kg samanlagt.

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud sem keppti fyrir Íslandshönd á Ólympíuleikunum 2008, 2012 og 2016 í spjótkasti, keppti í fyrsta sinn fyrir Ísland á móti í ólympískum lyftingum og náði í silfur í -86 kg flokki kvenna. Ásdís sem varð fertug fyrir rétt tæpum þremur vikum átti stórgott mót og fór með allar sínar lyftur í gegn, seríuna 74 kg, 77 kg og 80 kg í snörun, í jafnhendingu lyfti hún 99 kg, 102kg og loks 105 kg. Þetta voru einnig met í mastersflokkum 35-39 ára og 40-44 ára. Allt er fertugum fært!

Ásdís Hjálmsdóttir gerir sig klára fyrir snörun. Mynd: BerndsenPhoto

Selma Gísladóttir vann brons í -86 kg flokknum en hún átti einnig gott mót og fór með 5/6 lyftum í gegn. Hún lyfti mest 82 kg í snörun og 102 kg í jafnhendingu, samtals 184 kg eða einu kílói minna en Ásdís sem fór fram fyrir hana með því að lyfta loka lyftunni. Bæði Ásdís og Selma eru búsettar í Svíþjóð og þetta var líka fyrsta mót Selmu þar sem hún keppir fyrir landsliðið.

f.h. Ásdís Hjálmsdóttir, Anna Sofie Jensen og Selma Gísladóttir

Tindur Elíasen eini íslenski karlkeppandi mótsins varð í 5. sæti í -88 kg flokk. Hann setti nýtt Íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og 23 ára og yngri í jafnhendingu og samanlögðum árangri þegar hann lyfti 119 kg í snörun, 142 kg í jafnhendingu og 261 kg samtals. Áður hafði hann lyft 142 kg á innanfélagsmóti í ágúst en þau gilda ekki til meta.

Erla Ágústsdóttir féll úr keppni í snörun með 98 kg í fyrsta sinn á ferlinum, hún kom hinsvegar sterk til baka í jafnhendingunni og bætti sinn besta árangur um 3 kg og lyfti 125 kg.

Erla Ágústsdóttir í snörun

Thelma Mist Oddsdóttir lyfti mest 72 kg í snörun og 89 kg í jafnhendingu, samtals 161 kg og varð í 4. sæti í -58 kg flokki.

Freyja Björt Svavarsdóttir lyfti 60 kg í snörun og 80 kg í jafnhendingu, samtals 140 kg og varð í 5. sæti í -58 kg flokki.

Snædís Líf Pálmarsdóttir sýndi af sér keppnishörku þegar hún lyfti 71 kg í snörun í þriðju tilraun og jafnhenti síðan 95 kg, samtals 166 kg og varð í 7. sæti í -63 kg flokki kvenna.

Sólveig Ásta Gautadóttir tók cat.2 alþjóðleg dómararéttindi, Lárus Páll Pálsson (cat.1) starfaði einnig á mótinu.

f.v. Willum Þór Willumson forseti ÍSÍ, Guðmundur Sigurðsson (Heiðursfélagi LSÍ nr.1) og Arnór Ásgeirsson framkvæmdastjóri LSÍ

Liðakeppni kvenna (öll lið áttu keppanda sem féll úr leik):

Danmörk 34 stig

Finnland 32 stig

Svíþjóð 28 stig

Ísland 24 stig

Liðakeppni karla

Danmörk 28 stig

Svíþjóð 25 stig

Noregur 23 stig

Finnland 22 stig

Færeyjar 5 stig

Ísland 2 stig

Norðurlandameistaramótið NM Senior um helgina

Norðurlandameistaramótið fer fram í Miðgarði, Garðabæ um helgina (15. – 16. nóvember).

Streymi verður frá mótinu: https://www.youtube.com/@icelandicweightlifting

Minnum á að fylgjast með upplýsingum á Instagram og Facebook.

Dagskrá er eftirfarandi (frítt er inn á mótið)

Keppendalista má nálgast hér:

Ísland teflir fram fullu liði í kvenna flokki (8) en aðeins einum karl keppanda.

Lið Íslands er eftirfarandi:

Freyja Björt Svavarsdóttir -58 kg
Thelma Mist Oddsdóttir -58 kg

Katla Björk Ketilsdóttir -63 kg

Snædís Líf Pálmarsdóttir Dison -63 kg

Guðný Björk Stefánsdóttir -77 kg

Selma Kristín Gísladóttir -86 kg
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud -86 kg

Erla Ágústsdóttir 86+ kg

Tindur Eliasen -88 kg

Upplýsingar fyrir keppendur hér / Information for competitors here.

Erla Ágústsdóttir í 14. sæti á HM 2025

Erla Ágústsdóttir lauk keppni í dag í +86 kg flokki kvenna á HM sem fram fer í Noregi um þessar mundir. Erla varð í 14. sæti með bætingum í öllum lyftum, hún byrjaði snörun á að lyfta 100 kg, fór svo í 103 kg sem var keppnis bætingu um 1 kg, og 1 kg meiru en hún lyfti á HM 2024. Í þriðju tilraun fór hún í 106 kg og bætti sig því alls um 4 kg í keppni. Í jafnhendingunni opnaði hún á 118 kg, því næst fór hún í 122 kg sem var 2 kg bæting og fékk þá lyftu gildu. Síðasta tilraunin var 125 kg og náði hún ekki að fá hana gilda en 228 kg í samanlögðum árangri niðurstaðan og bæting í samanlögðum árangri um 7kg en áður var besti árangur Erlu á HM 2024 þar sem hún endaði í 13. sæti.

Hin suður-kóreska Park Hyejeong vann flokkinn með 125 kg/158 kg, Kúbverjinn Marifelix Serria Ruiz varð önnur með 118 kg/157 kg og bandaríska konan Marie Anne Theisen Lappen þriðja með 115 kg/154 kg. Hin kínverska Linhan Zhu varð nokkuð óvænt í 5. sæti eftir að hún klikkaði tvisvar sinnum í jafnhendingu og sat því eftir með 116 kg í snörun og 140 kg í jafnhendingu.

Erla Ágústsdóttir með 103 kg í snörun
Erla Ágústsdóttir með 122 kg í jafnhendingu
Erla Ágústsdóttir kynnt til leiks í Førde í Noregi
Ingi Gunnar Ólafsson landsliðsþjálfari hefur staðið vaktina í Noregi ásamt Indíönu Lind Gylfadóttur

Mótinu er nú lokið og má segja að einskonar hápunktur hafi náðst þegar Solfrid Koanda keppti í -86 kg flokki kvenna á fimmtudaginn og sigraði eftir harða baráttu við Yudelina Mejia Peguero frá Dómíníska lýðveldinu yfir kjaftfullum sal 1.700 áhorfendur og bæði voru konungur Noregs Haraldur fimmti og forsætisráðherran Jonas Gahr Störe (sjá frétt Nettavisen) meðal áhorfenda.

Solfrid ásamt Haraldi V Noregskonungi (mynd iwf.sport)

Keppnin í -94 kg flokki karla á sama degi var einnig hápunktur karla keppninnar þar sem Búlgarska undrið Karlos Nasar vann til baka 9 kg forskot Írananas Alireza Moeini eftir snörun með því að lyfta nýju heimsmeti í jafnhendingu 222 kg. Alireza hafði lyft heimsmeti 182 kg í snörun. Ólympíumeistarinn frá 2016 Kianoush Rostami keppti í fyrsta sinn fyrir Kósovó en hann hefur um árabil verið út í kuldanum í Íranska landsliðinu eftir nokkuð opinberar deilur við sambandið, Rostami varð í 5. sæti í flokknum en fyrrum landi hans Ali Alipour varð fjórði og því „3“ Íranir í fyrstu 5 sætunum.

Karlos Nasar í ham (mynd IWF)

Norður Kórea vann flest gullverðlaun á mótinu en allir fimm keppendur þeirra í kvennaflokki unnu gullverðlaun. Í karlaflokki unnu þeir 3 silfur og 1 brons því aðeins einn af þeirra keppendum sem ekki vann til verðlauna. Kínverjar voru með einhverja lélegustu frammistöðu í langan tíma og einungis 1 gullverðlaun og 1 bronsverðlaun en þeir unnu til 5 gullverðlauna í París 2024.

Evrópulönd voru með 4 gull (Búlgaría, Noregur, Tyrkland, Armenía), 1 silfur (Rúmenía) og 1 brons (Moldóva).

Listi yfir skiptingu verðlauna (samanlögðum árangri). Einnig eru veitt verðlaun í snörun og jafnhendingu en þau eru ekki talin upp hér.

Norður Kórea: 5 gull, 3 silfur og 1 brons

Kína: 1 gull og 1 brons

Tæland: 1 gull, 1 silfur, 2 brons

Kólembía: 1 gull, 1 silfur og 3 brons

USA: 1 gull og 2 brons

Úzbekistan: 1 gull og 1 brons

Indónesía: 1 gull

Noregur: 1 gull

Búlgaría: 1 gull

Tyrkland: 1 gull

Suður Kórea: 1 gull og 1 brons

Armenía: 1 gull

Íran: 2 silfur

Bahrein: 1 silfur og 1 brons

Egyptaland: 1 silfur og 1 brons

Japan: 1 silfur

Indland: 1 silfur

Rúmenía: 1 silfur

Nígería: 1 silfur

Kanada: 1 silfur

Dómeníska lýðveldið: 1 silfur

Kúba: 1 silfur

Moldóva: 1 brons

Ástralía: 1 brons

Taípei: 1 brons

Guðný Björk í 21. sæti á HM í -77 kg flokki

Guðný Björk Stefánsdóttir keppti í dag í -77 kg flokki kvenna á HM í Noregi, Guðný keppti í C-hóp þar sem hún varð þriðja en endaði í 21. sæti í heildarkeppninni. Guðný fór með allar þrjár snaranirnar sínar í gegn 90 kg, 93 kg og 96 kg, í jafnhendingu byrjaði hún á 114 kg, fór svo í 117 kg sem báðar voru gildar en klikkaði í þriðju tilraun á 119 kg. Guðný keppti létt í -77 kg flokknum, aðeins 72,37 kg og bætti sig um 5 kg frá því á HM 2024 og er þetta besti árangur hennar á stórmóti hingað til.

Guðný Björk Stefánsdóttir með 96 kg í snörun
Guðný Björk Stefánsdóttir með 119 kg í botnstöðu í jafnhendingu
Guðný Björk Stefánsdóttir gerir sig tilbúna að lyfta 96 kg í snörun

Eygló Fanndal Sturludóttir þurfti eins og áður hefur komið fram að draga sig úr keppni í flokknum vegna meiðsla sem hún hefur verið að glíma við en það er líklegt að hún hefði barist um verðlaun í flokknum. Olivia Lynn Reeves sem Eygló hefur ótal sinnum keppt á móti í -71 kg flokknum og núverandi Ólympíumeistari keppti í -77 kg flokknum í Noregi og vann með yfirburðum en hún setti ný heimsmet í öllum lyftum og lyfti þyngst 123 kg í snörun og 155 kg í jafnhendingu. Hin egypska Sara Ahmed varð önnur með 112 kg í snörun og 140 kg í jafnhendingu og Mari Sanachez frá Kólumbíu (silfurverðlaunahafinn í París í -71 kg flokk) varð þriðja með 112 kg í snörun og 136 kg í jafnhendingu. Mattie Rogers frá Bandaríkjunum varð fjórða en hún fór illa með snörunina þar sem hún lyfti aðeins upphafsþyngd 107kg og 140 kg í jafnhendingu (brons í jafnhendingu) dugði ekki til að ná í verðlaun í heildarkeppninni. Finninn Janette Ylisoini sem einnig hefur keppt samhliða Eygló í -71 kg flokk mætti í nýja flokkinn heil 75,27 kg og náði stórgóðum árangri þegar hún snaraði 111 kg og jafnhenti 134 kg samanlagt 245 kg og hún endaði í 6. sæti. Allt voru það ný Norðurlandamet í -77 kg flokknum og þetta er 1 kg meira en Eygló lyfti í -71 kg flokknum þegar hún varð Evrópumeistari í apríl síðastliðnum.

Eygló Fanndal Sturludóttir gat ekki keppt í -77 kg flokknum á HM í Noregi en hún er með hópnum úti og aðstoðaði æfingafélgann sinn Guðnýu í keppninni

Norðurlandamót fullorðinna fer fram í Garðabæ 15. – 16. nóvember og vonandi verður Janette meðal keppenda þar en hún er einungis 19 ára og með yngstu keppendum í flokknum og því til alls líkleg á næstu árum, til gamans má geta að Mari Sanchez frá Kólumbíu var elst þeirra 30 keppenda í flokknum en hún er 34 ára.

Haustmót LSÍ 2025

Haustmót LSÍ 2025 fór fram sunnudaginn 21. september í húsakynnum WorldFit í World Class á Tjarnarvöllum. Alls mættu 22 keppendur til leiks, þar af 18 konur og fjórir karlar. Mótið var stigamót þ.e. úrslit eftir Sinclair stigakerfinu. Verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin í karla og kvennaflokki ásamt því að veita verðlaunabikar fyrir stigahæsta keppandann í hvorum flokki fyrir sig.

Mótshaldari var Lyftingafélag Mosfellsbæjar með stuðningi frá LSÍ.

Heildarúrslit má nálgast hér https://results.lsi.is/meet/haustm-t-ls-2025

Efstu þrjú sætin í karlaflokki:

  1. sæti – Viktor Jóhannes Kristófersson (KA) – 318,2 stig
  2. sæti – Kristófer Logi Hauksson (LFK) – 271,8 stig
  3. sæti – Guðjón Gauti Vignisson (ÍA) – 254,3 stig

Efstu þrjú sætin í kvennaflokki:

  1. sæti – Guðný Björk Stefánsdóttir (LFK) – 257,5 stig
  2. sæti – Elín Birna Hallgrímsdóttir (LFR) – 225,9 stig
  3. sæti – Emilía Nótt Davíðsdóttir (LFK) – 213,9 stig

Lyftingafólk ársins 2024

Stjórn Lyftingasamband Íslands hefur kosið lyftingafólk ársins 2024 samkvæmt 18.grein laga sambandsins:

  1. grein,
    Stjórn og varamenn hafa atkvæðisrétt um val á lyftingakonu og karli ársins, valið skal ávallt miðast við tímabilið 1. Desember til 30. Nóvember. Ef óskað er eftir því getur kosning verið nafnlaus. Val á lyftingakonu og karli ársins skal miðast við árangur íþróttamannsins á liðnu ári og er þá sérstaklega horft til Sinclair stigatölu sem og árangur á alþjóðlegum mótum. Íþróttamenn koma ekki til greina í vali á lyftingakonu og karli ársins á meðan þeir taka út refsingu og í eitt ár eftir að refsingu lýkur vegna brota á lyfjalögum ÍSÍ, IWF og/eða WADA.

Lyftingakona ársins: Eygló Fanndal Sturludóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur

Eygló með 104kg í snörun á Evrópumeistaramóti Ungmenna 2024. Mynd:ATG/Gregor Winters
  • Endaði í 12.sæti á úrtökulista fyrir Ólympíuleikana í París með 236kg í -71kg flokki kvenna.
  • Setti fjögur norðurlandamet í fullorðins flokki, 2 í snörun og 2 í samanlögðum árangri í –
    71kg flokki kvenna. (hún bætti síðan við 1 meti í snörun og 1 í samanlögðum árangri á HM í Desember 2024).
  • Setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri.
  • Varð Íslandsmeistari í -71kg flokki kvenna.
  • Varð í 4.sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með 230kg í samanlögðum árangri. Varð 12. stigahæsti keppandi kvenn keppandi mótsins yfir alla þyngdarflokka (160 konur).
  • Varð Norðurlandameistari í -71kg flokki kvenna og jafnframt stigahæsti kvenna keppandi
    mótsins
    .
  • Varð Evrópumeistari Ungmenna 23 ára og yngri með nýju persónulegu meti 237kg
    samanlagt og fékk jafnframt verðlaun fyrir að vera stigahæsti kvenna keppandi mótsins.
  • Varð í 4.sæti í -71kg flokki á Heimsmeistaramótinu í Bahrein þar sem hún lyfti 239kg samanlagt. Hún varð í 31.sæti á stigum yfir alla kvenn keppendur (216) í öllum þyngdarflokkum með 642.85 Robi stig. (Mótið telur ekki inn í Lyftingafólk ársins)
  • Stigahæst íslenskra kenna á Sinclair stigum 293.1 stig

Lyftingakarl ársins og Ungmenni ársins 18-20 ára karla: Þórbergur Ernir Hlynsson úr Lyftingafélagi Reykjavíkur

  • Áttunda sæti á EM Unglinga í -96kg flokki 20 ára og yngri með 296kg í samanlögðu
  • Gull á Norðurlandameistaramóti Unglinga (20 ára og yngri) í -96kg flokk
  • Brons á Norðurlandameistamóti fullorðinna í -96kg flokk
  • Sigurvegari Haustmót LSÍ með 301kg í samanlögðum árangri og 351,4 Sinclair stig.
  • Íslandsmeistari í -96kg flokki karla
  • Íslandsmeistari Unglinga (20 ára og yngri) í -96kg flokki
  • Þriðji hæsti karl á Sinclair 351.4 stig
  • Hæsti samanlagði árangur yfir alla þyngdar og aldursflokka 301kg
  • Fimm íslandsmet í fullorðinsflokk
  • 12 íslandsmet í flokki 23 ára og yngri
  • 18 íslandsmet í flokki 20 ára og yngri

Ungmenni ársins í flokki kvenna 18-20 ára

Freyja Björt Svavarsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur

  • 6.sæti í -59kg flokki á Norðurlandameistaramóti Unglinga (20 ára og yngri) með 139kg í samanlögðum árangri
  • Silfur á Sumarmóti LSÍ með 136kg í samanlögðum árangri
  • Íslandsmeistari Unglinga (20 ára og yngri) í flokki -59kg með 128kg í samanlögðum árangri
  • Stigahæsti keppandi á Sinclair í aldursflokknum 193.2 stig

Ungmenni ársins Karlar 16-17 ára

Kristófer Logi Hauksson úr Lyftingafélagi Kópavogs

  • Íslandsmeistari Unglinga (17 ára og yngri) í flokki -81kg með 158kg í samanlögðum árangri
  • Stigahæsti keppandinn á Sinclair í aldursflokknum 207,6 stig

Ungmenni ársins Konur 16-17 ára

Bergrós Björnsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur

  • Silfur á HM 17 ára og yngri með 198kg í samanlögðum árangri
  • Þrjú Íslandsmet í flokki 17 ára og yngri
  • Sigurvegari Jólamóts LSÍ 2023 með 180kg í samanlögðum árangri
  • Stigahæst keppanda í aldursflokknum á Sinclair með 244,1 stig

Ungmenni ársins Karlar 15 ára og yngri

Guðjón Gauti Vignisson úr Lyftingadeild ÍA

  • Íslandsmeistari Unglinga í -73kg flokki 15 ára og yngri með 121kg í samanlögðum árangri
  • Bætti sinn besta árangur á tímabilinu um 53kg, 112kg á Jólamótinu 2023 og 165kg á Haustmótinu 2024. (Bætti svo um betur á lyfti 175kg á Jólamótinu 2024).
  • Stigahæstur karla í aldursflokknum

Ungmenni ársins Konur 15 ára og yngri

Hólmfríður Bjartmarsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur

  • Íslandsmeistari Unglinga í -71kg flokki kvenna 15 ára og yngri með 126kg samanlagt
  • Stigahæsti keppandinn í aldursflokknum með 156.3 Sinclair stig

Jólamót LSÍ 2024

Friðný Jónsdóttir úr lyftingadeild Stjörnunnar og Bergur Sverrisson frá lyftingadeild KA voru í algjörum sérflokki á Jólamóti LSÍ sem fram fór í Crossfit Reykjavík síðusta Sunnudag.

Friðný keppti létt í +87kg flokki kvenna (88.20kg) og stórbætti sinn besta árangur, 8kg í snörun, 12kg í jafnhendingu og 19kg í samanlögðum árangri. Hún lyfti 100kg í snörun og 122kg í jafnhendingu og bætti með Erlu Ágústdóttur í jafnhendingu um 3kg en Erla hafði lyft 119kg fyrr sama dag á Heimsmeistaramóti IWF. Metið í samanlögðum árangri bætti hún um 1kg úr 221kg sem Erla hafði lyft í 222kg.

Friðný í lokastöðu með 122kg -mynd Jón Karl Jónsson

Með þessum árangri hlýtur Friðný einnig Elite Pin norðurlandasambandsins líkt og Erla, en lyfta þarf yfir 218kg samanlagt í +87kg kvenna flokk til að hljóta hann.

Bergur Sverrisson úr lyftingadeild KA gerði einnig gott mót þegar hann fór með allar sínar lyftur í gegn. Seríuna 130kg-136kg-140kg í snörun og svo 150kg-157kg-161kg í jafnhendingu. Bergur vigtaðist 88.8kg, þyngsta snörunin var bæting um 2kg á meti Brynjars Loga Halldórssonar frá 2023 í -89kg flokk karla. Einnig var samanlagður árangur Bergs 1kg bæting á fyrra meti Brynjars.

Önnur met sem voru sett voru met í flokki 15 ára og yngri kvenna af Birnu Sól Björnsdóttur (LFR) í -76kg flokk best 33kg í snörun, 50kg í jafnhendingu og 83kg í samanlögðum árangri. Tristann Bergmann Einarsson (LFR) setti einni met í flokki 15 ára og yngri karla -55kg, best 32kg í snörun, 54kg í jafnhendingu og 86kg í samanlögðum árangri.

Anna Guðrún Halldórsdóttir (Hamar) setti fjölmörg masters met í mörgum aldursflokkum M35-M55 þegar hún snaraði 56kg og jafnhenti 77kg í flokki +87kg. Reglan við masters met hjá LSÍ er sú að einstaklingur fær skráð met í sinn flokk M55 hjá Önnu Guðrún en einnig í „yngri“ flokkum ef metið er lægra þar, hún fær því met skráð í flokk M35, M40, M45 og M50.

Dísa Edwards (Massi) setti ný met í masters flokki -64kg M35 þegar hún snaraði best 61kg í snörun, 73kg í jafnhendingu og 134kg samtals.

Loks setti Steinunn Sveinsdóttir (LFK) masters met í -87kg flokki M60 þegar hún snaraði best 27kg, jafnhenti 34kg og því samanlagt 61kg.

Mótið er Sinclair mót og þrír stigahæstu keppendur af hvoru kyni eru verðlaunaðir

Top 3 KVK:

  1. Friðný Jónsdóttir (Stjarnan) (100+122=222kg) – 246.7 Stig
  2. Snædís Líf Pámarsdóttir (LFR) (72+94=166kg) – 219.3 Stig
  3. Indíana Lind Gylfadóttir (LFK) (82+101=183kg) – 212.3 Stig
fv. Snædís Líf, Friðný, Indíana-mynd Jón Karl Jónsson

Top 3 KK:

fv. Axel Guðni, Bergur, Árni Rúnar-mynd Jón Karl Jónsson
  1. Bergur Sverrisson (KA) (140+161=301kg) – 364.2 Stig
  2. Axel Guðni Sigurðsson (ÍA) (127+155=282kg) – 341.9 Stig
  3. Árni Rúnar Baldursson (ÍA) (107+130=237kg) – 312.5 Stig

Tímaseðill og keppendalisti fyrir Sumarmótið

timasedill_sumarmot

Nafn Félag Flokkur
Konur
Birna Dís Ólafsdóttir LFG -53kg
Glódís Guðgeirsdóttir FH -63kg
Sólveig Sigurðardóttir LFG -63kg
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir LFG -63kg
Harpa Almarsdóttir LFR -63kg
Birgit Rós Becker LFR -69kg
Álfrún Ýr Björnsdóttir LFG -75kg
Sesselja Sigurðardóttir Ármann -75kg
Hildur Grétarsdóttir LFG -75kg
Rakel Hlynsdóttir LFG -75kg
Hildur Björk Þórðardóttir LFR 75kg+

 

Karlar
Emil Ragnar Ægisson UMFN -77kg
Jakob Magnússon Ármann -85kg
Ari Bragi Kárason KFA -85kg
Steinar Þór Ólafsson LFR -85kg
Óðinn Páll Tjörvason LFG -85kg
Einar Alexander K. Haraldsson LFR -85kg
Björgvin Karl Guðmundsson LFR -85kg
Daði Jónsson LFR -94kg
Bunyarak „Romran“ Yuangprasert Ármann -94kg
Alexander Kristmannsson LFR -94kg
Vignir Valgeirsson LFG -94kg
Ingólfur Þór Ævarsson UMFN -105kg
Stefán Velemir FH -105kg
Hilmar Örn Jónsson LFG -105kg
Bjarki Garðarsson KFA 105kg+

Úrslit munu birtast á gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/sumarmot-lsi-2014

LSÍ gerir lánssamning á lyftingarsettum

Í gær þann 22.5.2014 skrifaði LSÍ undir lánssaming á lyftingarsettum til tveggja lyftingafélaga, settin sem lánuð eru út eru annars vegar gjöf frá Evrópska lyftingasambandinu EWF og hins vegar gjöf frá alþjóðalyftingasambandinu IWF.
LSÍ þurfti aðeins að greiða tolla og aðflutningsgjöld.

Lyftingafélag Reykjavíkur fékk splunkunýtt Eleiko training sett; 190kg af lóðum, eina karla og eina kvenna stöng. Evrópska lyftingasambandið EWF gaf eitt sett til allra sambandsríkja nú í mars og er þetta settið sem Ísland fékk að gjöf. Lyftingafélag Reykjavíkur er stærsta lyftingafélag landsins og hefur verið mjög virkt í keppnishaldi.

Vilhelm Patrick Bernhöft og Hrönn Svansdóttir tóku við settinu fyrir hönd LFR. Ásgeir Bjarnason, Lárus Páll Pálsson og Árni Björn Kristjánsson afhentu settið fyrir hönd LSÍ

Vilhelm Patrick Bernhöft og Hrönn Svansdóttir tóku við settinu fyrir hönd LFR. Ásgeir Bjarnason, Lárus Páll Pálsson og Árni Björn Kristjánsson afhentu settið fyrir hönd LSÍ

Því næst var ferðinni heitið inn í LFG í Garðabæ, þar fékk LFG afhent Zhang Kong keppnissett sem alþjóðalyftingasambandið styrkti LSÍ með í gegnum útbreiðslustyrk 2013; 2x190kg af lóðum, eina karla stöng og eina kvenna stöng. Lyftingafélag Garðabæjar hefur verið í örum vexti á fyrsta starfsárinu, þeir hafa einnig tekið virkan þátt í mótahaldi LSÍ.

Árni Björn Kristjánsson og Lárus Páll Pálsson eftir afhendingu á settunum.

Árni Björn Kristjánsson og Lárus Páll Pálsson eftir afhendingu á settunum.

Lyftingasamband Íslands þakkar EWF og IWF stuðninginn og vonar að sambandið muni í framtíðinni geta stutt við bakið á lyftingafélögum landsins með slíkum lánssamningum.

iwf_jpeg_logoewf_logo