
Eygló Fanndal Sturludóttir keppir ein íslendinga á IWF Grand Prix II í Doha, Katar Sunnudaginn 10.Desember klukkan 14:00 á staðartíma eða 11:00 að íslenskum tíma. Mótið er eitt af úrtökumótum fyrir ólympíuleikana í París 2024. Eygló keppir í B-hóp og er skráð með 230kg heildarárangur inn í mótið, hæst og jöfn fjórum öðrum keppendum í B-hóp búast má við æsi spennandi keppni. Hægt er að fylgjast með mótinu sem hófst 4.Desember á heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins (IWF).
BEIN ÚTSENDING Á YOUTUBE HÉR

Allir keppendur í ólympískum lyftingum sem ekki eru á svokölluðu universality sæti eða heima þjóð (Frakkland) þurfa að hafa keppt á Heimsmeistaramótinu 2023 og IWF World Cup sem haldið verður í Taílandi í Apríl 2024 (og verður jafnframt síðasta úrtökumót fyrir leikana). Að auki þurfa keppendur að hafa keppt á þremur öðrum úrtökumótum líkt og því sem nú fer fram í Katar.
Eygló er þessa stundina í 19-22. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana OQR (Olympic Qualification Ranking) og má segja að allt sé í járnum í -71kg flokknum og flest allir keppendur eru mættir til leiks. En aðeins 3 úrtökumót eru eftir, IWF Grand Prix II í Katar, álfuleikar (í tilfelli Eyglóar Evrópumeistaramótið í byrjun Febrúar) og áðurnefnt IWF World Cup í Taílandi í Apríl. Hæsti árangur á einhverju af úrtökumótunum raðar íþróttamanninum niður á úrtökulistann og tíu efstu keppendur fá sjálfkrafa þátttökurétt, það er þó þeim takmörkunum háð að þjóðin fær aðeins að senda 3 konur á leikana í 5 þyngdarflokka og t.d. þurfa Kínverjar að velja og hafna (en þeir eru efstir á úrtökulistanum í öllum þyngdarflokkum í kvenna og 3/5 karlaflokkunum.
Flestar konur eru skráðar til leiks í -71kg flokkin í Doha, alls 37 konur. Í C-hóp keppa 13 konur og þar eru m.a. skráðar inn á lágum samanlögðum árangri Mari Sanchez Perinan frá Kólembíu sem er 6 á úrtökulistanum fyrir París og Egyptin Neama Said sem er í 5.sæti á sama lista. Líklegt er að þær mæti aðeins í vigtun en með því telst mótið gilt og þær gefa kost á sér í lyfjapróf.

A-hópurinn keppir klukkan 19:00 að staðartíma sama dag og Eygló, þar er heimsmethafinn í jafnhendingu og samanlögðum árangri Guifang Liao mætt til leiks og Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma. Heimsmetahafinn í snörun Angie Palacios frá Ekvador er hinsvegar ekki meðal keppenda en hún hefur nú þegar keppt á 4 úrtökumótum. Norður Kórea verður ekki meðal keppenda í París en þeir tefla fram keppenda í A-hóp, en landið hefur farið mikin að undanförnu og unnið nokkra af léttu þyngdarflokkunum sem eru nú þegar búin að ljúka keppni.