Evrópumeistaramót ungmenna, U20 og U23 fer fram dagana 28. október – 4. nóvember í Dürres, Albaníu. Ísland á þrjá keppendur á mótinu.
Thelma Mist Oddsdóttir keppir í -58 kg flokki U23 þann 30. október kl. 19:00 á staðartíma (18:00 á íslenskum tíma)
Tindur Eliasen keppir í -88 kg flokki U20 þann 1. nóvember kl. 11:00 á staðartíma (10:00 á íslenskum tíma).
Þórbergur Ernir Hlynsson keppir í -110 kg flokki U20 þann 3. nóvember kl. 09:00 á staðartíma (08:00 á íslenskum tíma)
Sigurður Darri Rafnson og Erla Ágústsdóttir fóru með íslenska liðinu sem þjálfarar og Emilía Nótt Davíðsdóttir sem aðstoðarmaður.
Smelltu hér til að fylgjast með lifandi stöðutöflu.
Smelltu hér til að fylgjast með beinu streymi.
Smelltu hér til að skoða úrslit mótsins.
Fylgist vel með hópnum á Instagram LSÍ.
