Jólamót 2024 CrossFit Reykjavík

Jólamót LSÍ verður haldið í Crossfit Reykjavík sunnudaginn 15.desember nk. Athugið að mótið var áður auglýst laugardaginn 14.desember en óhjákvæmlegt reyndist að færa mótið til um einn dag.
Skráning er hafin á mótið og henni lýkur 30.nóvember nk. kl 23:59

Með fyrirvara um fjölda keppenda þá er stefnt að því að klára mótið að öllu leyti á sunnudeginum.
Mótið er sinclair stigamót og þrír stigahæstu einstaklingarnar verðlaunaðir.

Keppnisgjald er 7500kr. og greiðir félag keppanda til mótshaldara.

Skráning hér

Norðurlandamót Unglinga U17 og U20

Norðurlandamót Unglinga hófst í dag í Kaupmannahöfn, Ísland á tíu keppendur á mótinu. Til að fylgjast með mótinu mælum við með heimasíðu danska lyftingasambandsins og norðurlanda sambandsins.

Ekkert streymi er af mótinu en hægt er að fylgjast með “ Live scoreboard“ : https://nwc-2024-results.fly.dev/results?silent=true&lifting=false&fop=A

Keppendur Íslands eru eftirfarandi:

Birna Ólafsdóttir (LFK) keppir í -49kg flokki U17

Steindís Elín Magnúsdóttir (LFR) keppir í -71kg flokki U17

Freyja Björt Svavarsdóttir (LFR) keppir í -59kg flokki U20

Bríet Anna Heiðarsdóttir (LFR) keppir í -59kg flokki U20

Emilía Nótt Davíðsdóttir (LFK) keppir í -64kg flokki U20

Hildur Guðbjarnardóttir (LFR) keppir í -71kg flokki U20

Unnur Sjöfn Jónasdóttir (Stjarnan) keppir í +81kg flokki U20

Viktor Jónsson (LFR) keppir í -81kg flokki U20

Tindur Elíasen (LFR) keppir í -89kg flokki U20

Þórbergur Ernir Hlynsson (LFR) keppir í -96kg flokki U20

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

15.Nóvember Föstudag
11:00 KVK U17 -49kg og -55kg
12:15 KK U17 -61kg, -67kg, -73kg og -81kg
13:40 KVK U17 -59kg og -64kg
15:25 KK U17 -89kg og +89kg
17:15 KVK U17 -71kg og +71kg

16.Nóvember Laugardagur
10:00 KVK U20 -55kg og -59kg
11:40 KK U20 -73kg og -81kg
13:25 KVK U20 -64kg og -71kg
15:10 KK U20 -89kg og -96kg
16:40 KVK U20 -81kg og +81kg
17:40 KK U20 -102kg og +102kg

Erla með þrjú brons á EM

Erla Ágústsdóttir varð í dag í þriðja sæti í snörun, jafnhendingu og samanlögðu á Evrópumeistaramóti ungmenna í +87kg flokki U23. Erla lyfti mest 97kg í snörun og 116kg í jafnhendingu, total 213kg.
Erla fékk allar sex lyfturnar sínar gildar en dómararnir gáfu henni þrjú rauð ljós á opnunarlyftuna í jafnhendingu. Þjálfarar Erlu beittu þá „challenge kortinu“ og niðurstaðan var að jury sneri dómnum við og dæmdu lyftuna gilda.
Frábær frammistaða hjá Erlu!

Erla Ágústsdóttir með þrjú brons
Erla með þjálfunum Sigurðo Darra og Inga Gunnari

Þórbergur í 8.sæti á sínu fyrsta stórmóti

Þórbergur Ernir Hlynsson hafnaði í 8.sæti í 96kg flokki U20 á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Póllandi. Þórbergur opnaði með 130kg snörun og hækkaði svo í 134kg sem fóru upp. Lokatilraun Þórbergs voru 138kg sem hann rétt missti aftur fyrir sig.

Í jafnhendingu opnaði Þórbergur með 160kg lyftu sem hann náði ekki að standa. Hann hækkaði þá í 162kg sem fóru upp. Þar sem engin medalía var í boði ákvað teymið að láta reyna á persónulegt met og óskaði eftir 170kg á stöngina. Töluverður tími leið á milli lyftu tvö og þrjú hjá Þórbergi eða um 14 mínútur. Hann kom því vel hvíldur á sviðið og negldi cleanið en náði ekki að læsa jerkið. Niðurstaðan því 296kg samanlagt og gott innlegg í reynslubankann hjá þessum unga og efnilega lyftingamanni.

Söguleg stund þegar þær Eygló Fanndal og Guðný Björk stóðu saman á verðlaunapalli

Það var stór dagur í dag í sögu íslenskra lyftinga þegar tveir íslenskir keppendur stóðu í fyrsta skipti saman á palli á stórmóti.

Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum í 71kg flokki U23 (21-23 ára). Eygló setti nýtt norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104kg í snörun og 133kg í jafnhendingu, alls 237kg sem var bæting á hennar eigin meti í samanlögðu um 1kg. Hún lyfti 26kg meira en næsti keppandi og hefði árangur hennar dugað til 6. sætis á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar og silfur á Evrópumeistaramóti fullorðinna.

Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag en hún varð þriðja í sama þyngdar- og aldursflokki. Guðný Björk lyfti næst þyngst allra keppenda í snörun eða 96kg og 114kg jafnhendingu, samanlagt 210kg.
Stórkostlegur árangur hjá þeim báðum.

Það var síðan skemmtileg stund þegar Hörpu, móður Eyglóar, hlotnaðist sá heiður að fá að afhenda verðlaunin fyrir samanlagðan árangur.

Heildar úrslit frá mótinu má nálgast á heimasíðu EWF og í gagnagrunni sambandsins results.lsi.is.

Mótið fer fram í Póllandi og stendur til 4.nóvember nk.
Þórbergur Ernir Hlynsson keppir í 96kg flokki U20 á morgun föstudaginn 1. nóvember og Erla Ágústsdóttir keppir í +87kg flokki U23 sunnudaginn 3.nóvember.

fv. Patrik Helgeson, Jennifer Andersson (SWE), Harpa Þórláksdóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir, Guðný Björk Stefánsdóttir, Stephanie Martin Lopez (3.sæti jafnhending) og Erna Héðinsdóttir

fv. Eygló Fanndal Sturludóttir, Sigurður Darri Rafnsson (landsliðsþjálfari), Ingi Gunnar Ólafsson (landsliðsþjálfari) og Guðný Björk Stefánsdóttir
Verðlaunaafhending, Harpa og Eygló faðmast

Erna Héðinsdóttir hlýtur Silfurstjörnu Evrópska Lyftingasambandsins (EWF)

Erna Héðinsdóttir alþjóðadómari og stjórnarmaður lyftingasambands Íslands hlaut fyrst Íslendinga silfurstjörnu evrópska lyftingasambandsins (EWF) sem henni var afhent í Raszyn í Póllandi í tengslum við Evrópumeistaramót Ungmenna.

Erna varð í sumar fyrsti íslenski lyftingadómarinn til að dæma á Ólympíuleikum þegar hún dæmdi í París og hefur dæmt á fjölda móta hjá Evrópska lyftingasambandinu (EWF) síðustu ár. Viðurkenninguna fær hún fyrir frábært starf á Ólympíuleikunum sem og fyrir ómetanlegt framtak við framgöngu lyftinga á Íslandi.

Til hamingju Erna!

f.v. Antonio Conflitti (forseti EWF), Erna Héðinsdóttir, Milan Mihajlovic (aðalritari EWF)
Glæsileg viðurkenning!

Evrópumeistaramót U20 og U23: Dagskrá og viðurkenningar

Evrópumeistaramót 20 ára og yngri og 21-23 ára hófst í gær í Raszyn í Póllandi. Ísland á að þessu sinni 4 keppendur. Þórbergur Ernir Hlynsson keppir í flokki -96kg flokki karla 20 ára og yngri, Eygló Fanndal Sturludóttir og Guðný Björk Stefánsdóttir í -71kg flokki kvenna 23 ára og yngri og Erla Ágústdóttir í sama aldursflokk í +87kg flokki kvenna.

Nýtt logo Evrópska lyftingasambandsins var afhjúpað á þinginu fyrir mótið

Dagskrá:

Hægt er að fylgjast með útsendingu á EWFSPORT.TV og við hvetjum einnig áhugasama að fylgjast með samfélagsmiðlum instagram og facebook.

31.Október klukkan 14:30 að staðartíma (13:30 íslenskum) keppa Eygló og Guðný.

1.Nóvember klukkan 11:00 að staðartíma (10:00 íslenskum) keppir Þórbergur Ernir Hlynsson

3. Nóvember klukkan 13:00 að staðartíma (12:00 íslenskum) keppir Erla Ágústdóttir

Eygló Norðurlandameistari í Ólympískum Lyftingum

Eygló Fanndal Sturludóttir varð norðurlandameistari í ólympískum lyftingum núna um síðastliðna helgi sem haldið var í Færeyjum en hún keppti þar ásamt átta öðrum keppendum frá Íslandi. Eygló sýndi heimsklassa árangur og fékk gildar 5/6 lyftum mest 104kg í snörun og 130kg í jafnhendingu. Hún átti frábæra tilraun við 134kg og nýtt norðurlandamet í loka tilrauninni sinni en rétt missti hana aftur fyrir sig í loka stöðu. Þetta var fyrsti norðurlandameistaratitill Eyglóar og einnig varð hún fyrsti íslendingurinn til þess að verða stigahæsti keppandi mótsins. Fjórir aðrir íslenskir keppendur unnu bronsverðlaun sem nánar er farið yfir hér að neðan.

f.v. Guðný (3.sæti -71kg), Eygló (1.sæti -71kg) og Katla (3.sæti -64kg)

Íslenska landsliðið sýndi frábæra frammistöðu þrátt fyrir að hafa staðið frammi fyrir ferðatengdum hindrunum vegna óhagstæðs veðurs til lendinga í Færeyjum, en hluti keppenda þurfti að fljúga í gegnum París og aðrir í gegnum Kaupmannahöfn til að komast á leiðarenda og því miður náðu náðu ekki keppandin Erla Ágústdóttir og alþjóða dómarinn Árni Rúnar Baldursson á leiðarenda. Amalía Ósk Sigurðardóttir lenti svo í því leiðindaratviki að ná ekki vigt en keppendur verða að vigtast inn í þann þyngdarflokk sem þeir eru skráðir.

Engu að síður sýndu íslensku keppendurnir svo sannarlega hvað í þeim býr og undirstrikuðu seiglu sína og ákveðni.

Hluti af íslenska hópnum í leifstöð, það sem átti að vera beint þægilegt flug til Færeyja endaði í ferð til Parísar og svo til Færeyja.

Heildar úrslit frá mótinu má nálgast á heimasíðu norðurlandasambandsins eða í gagnagrunni lyftingasambandsins.

Einnig má nálgast upptöku af mótinu á youtube rás Færeyska Lyftingasambandsins: https://www.youtube.com/live/Qj8cCGmKNtQ

Athygli skal vakin á því að þetta er fyrsta norðurlandamótið þar sem keppt er í sérstökum og færri þyngdarflokkum en hefð er fyrir í lyftingum. Í kvennaflokki var keppt í -55kg flokk, -59kg flokk, -64kg flokk, -71kg flokk – 81kg flokk og +81kg flokk. Í karlaflokki -73kg flokk, -81kg flokk, -89kg flokk, -96kg flokk, -102kg flokk og +102kg flokk. Í gagnagrunni sambandsins gæti því verið ruglingslegt að lesa úrslitin.

Hluti af hópnum í Færeyjum

Einnig var í fyrsta sinn sem Færeyingar halda norðurlandamót í ólympískum lyftingum eftir að þeir fengu aðild að norðurlandasambandinu 2022 og tókst mótið gríðarlega vel og greinilegt að færeyjingar hafa betri aðstöðu til keppni í lyftingum en mörgt önnur lönd þar með talið Ísland.

Íþróttahöll þeirra Færeyjinga

Guðný Björk Stefánsdóttir varð þriðja í -71kg flokkinum og lyfti hún 96 kg í snörun og 110 kg í jafnhendingu, samtals 206 kg. Hún stóð upp með 122kg í þriðju tilraun í jafnhendingu eftir að hafa gert 115kg ógilt. Guðný var einnig sæmd Elite Pin Norðurlandasambandsins á mótinu og er hún 8. Íslendingurinn (4. konan) til að hljóta þá viðurkenningu, en Elite Pin er viðurkenning sem veitt er þeim sem ná ákveðnum árangri eftir stöðlum Norðurlandanna.

Katla vann brons í -64kg flokk

Katla Björk Ketilsdóttir varð þriðja í -64kg flokkinum og lyfti hún 86 kg í snörun og 98 kg í jafnhendingu, samtals 184 kg. Hún vann einnig brons á NM 2021 með sama total 81/103=184kg.

Reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir varð þriðja í -59 kg flokkinum og lyfti hún 77 kg í snörun og 104 kg í jafnhendingu eftir smá bras í snörun og opnun í jafnhendingu, samtals 181kg. Þetta var fyrsta norðurlandamót hennar síðan 2019.

Þórbergur og Sigurður Darri sáttir með bronsið! Sigurður Darri var partur af þjálfarateymi Íslands á mótinu en hann er einnig virkur keppandi og var kosin fyrir hönd íslands í íþróttamannaráð norðurlandasambandsins.

Þórbergur Ernir Hlynsson er á blússandi siglingu og varð þriðji í -96 kg flokkinum og lyfti hann 132 kg í snörun og 162 kg í jafnhendingu, samtals 294 kg. Þrátt fyrir að fá ógilt á báðar opnunarlyfturnar sýnar. Þórbergur er aðeins 19 ára og því gjaldgengur á norðurlandamót unglinga sem fram fer í Nóvember og á Evrópumeistaramóti 20 ára og yngri sem hefst um helgina og hann er meðal keppenda!

Axel Guðni með opnunarþyngdina í jafnhendingu, 150kg.

Axel Guðni Sigurðsson keppti í -89kg flokki og var grátlega nærri því að vinna til bronsverðlauna en hann lyfti jafnmikilli þyngd og þriðja sætið alls 270kg en endaði fjórði. Hinn danski Thomas Ströier lyfti þyngdinni fyrst. Axel fékk aðeins opnunarlyfturnar sínar gildar 120kg í snörun og 150kg í jafnhendingu. Þetta var fyrsta alþjóðlega mótið hans og hann kemur því vonandi reynslunni ríkari í næsta mót.

Snædís Líf Pálmarsdóttir og Thelma Mist Oddsdóttir kepptu í -59kg flokk og enduðu í sjötta og sjöunda sæti en báðar voru nálægt sínum besta árangri. Snædís lyfti 71kg í snörun og 88kg í jafnhendingu samtals 159kg og Thelma 68kg í snörun og 90kg í jafnhendingu alls 158kg.

Thelma Mist Oddsdóttir
Snædís Líf Pálmarsdóttir