Sterkari hugur- námskeið með Ásdísi Hjálmsdóttur

Lyftingasamband Íslands býður keppendum í Ólympískum lyftingum upp á námskeið/vinnustofu með Ásdísi Hjálmsdóttur.

Skráning hér


Um námskeiðið:
Í nýja og endurbætta námskeiðinu Sterkari Hugur kennir Íslandsmethafinn í spjótkasti og þrefaldi Ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud okkur að þjálfa hugann til þess að verða andlega sterkara íþróttafólk og geta náð okkar besta árangri þegar það skiptir mestu máli. Farið verður í af hverju allt íþróttafólk þarf að þjálfa hugann líka, Ásdís segir sína sögu þegar kemur að hugarþjálfun, kennir sínar 5 grunnaðferðir í hugrænni þjálfun og sýnir okkur nákvæmlega hvernig við getum notað þær til að undirbúa okkur fyrir keppni og byggja upp sjálfstraust.

Bergrós Björnsdóttir Íþróttakona Árborgar og Anna Guðrún Halldórsdóttir Íþróttakona Hveragerðis

Mynd: Guðmundur Karl, Sunnlenska.is

Lyftingakonan Bergrós Björnsdóttir var útnefnd íþróttakona Árborgar 2024 á uppskeruhátíð fræðslu- og frístundanefndar Árborgar sem haldin var á Hótel Selfossi í gær.

Þrettán karlar og ellefu konur voru tilnefnd voru í kjörin en sérskipuð valnefnd kaus á milli íþróttafólksins ásamt því sem almenningur kaus í netkosningu.

Bergrós vann silfur í -71kg flokki kvenna á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Perú en þetta eru fyrstu verðlaun sem Íslendingur vinnur á HM í ólympískum lyftingum frá upphafi. Á HM bætti hún Íslandsmetið í sínum aldurs- og þyngdarflokki, bæði í jafnhendingu og snörun. Bergrós á nú öll Íslandsmetin undir 15 ára og undir 17 ára í -64 og -71 kg flokki.

Lyftingakonan Anna Guðrún Halldórsdóttir var þann 5.janúar sl. kjörin íþróttamaður
Hveragerðis árið 2024.

Sex íþróttamenn voru tilnefndir í ár.

Anna Guðrún er núverandi heims- og evróupumeistari í -87 kg flokki 55-59 ára. Þá hefur hún sett fjölda Íslandsmeta, Evrópumeta og heimsmeta í sínum aldursflokki og er núverandi íslands- Evrópu- og heimsmethafi í flokki 55-59 ára í 87 og +87 kg flokki. Þá keppti hún í apríl á miðjarðahafsmóti í Durres í Albaníu þar sem hún vann gull og var valin Grand master með flest stig reiknuð ásamt því að setja Evrópu- og heimsmet.

Við óskum þeim Bergrósu og Önnu Guðrúnu innilega til hamingju!

Íslandsmót senior 2025

Íslandsmót senior verður haldið á höfuðborgarsvæðinu þann 8.febrúar nk.
Skráning er hafin á mótið og henni lýkur 24.janúar nk. klukkan 23:59.

Með fyrirvara um fjölda keppenda þá er stefnt að því að klára mótið að öllu leyti á laugardeginum.

Mótið er þyngdarflokkamót og 3 stigahæstu einstaklingarnir í hverjum þyngdarflokki eru verðlaunaðir. 
Afrek á results.is eru skráð í þann þyngdarflokk sem einstaklingurinn skráir sig í, hægt er að skipta um þyngdaflokk þar til daginn fyrir mót.
Vinsamlegast sendið þyngdarflokkabreytingar á lsi@lsi.is.

Keppnisgjald er kr. 7500,- og greiðir félag keppenda til mótshaldara. 

Skráning hér

Boð á Bessastaði

Á föstudaginn sl. tók forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, á móti þremur af okkar fremstu lyftingakonum, þeim Eygló Fanndal, Guðnýju Björk og Erlu ásamt Sóleyju Margréti kraftlyftingakonu. Forseti bauð þeim til móttöku á Bessastöðum, ásamt þjálfurum sínum og forsvarsmönnum Lyftinga- og Kraftlyftingasambands Íslands.
Tilefnið var árangur Íslands í Evrópumeistarakeppni í ólympískum lyftingum ungmenna. Halla, sem er verndari Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands óskaði stelpunum til hamingju með glæsilegan árangur og ræddi við þær um íþróttaferilinn, framtíðarsýn þeirra og um tækifæri og áskoranir í íþróttagrein þeirra.

Boð á Bessastaði til fundar við forseta er mikill heiður fyrir þessar ungu íþróttakonur og frábær viðurkenning á árangri þeirra.

Eygló Fanndal Sturludóttir þriðja í vali á Íþróttamanni ársins 2024

Þann 4.janúar sl. fór fram sameiginlegt hóf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ) í Silfurbergi í Hörpu, þar sem ÍSÍ afhenti viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og kjör SÍ á Íþróttamanni ársins var tilkynnt.

Eins og áður hefur komið fram var Eygló Fanndal tilnefnd sem Íþróttamaður ársins en það var í fyrsta sinn sem keppandi í ólympískum lyftingum er tilnefndur.

Á hófinu var þeim Eygló og Þórbergi Erni Hlynssyni veittar viðurkenningar sem lyftingakona og lyftingamaður ársins 2024. Eygló fékk svo einnig viðurkenningu fyrir að vera meðal efstu 10 í valinu á Íþróttamanni ársins 2024.
Hápunktur kvöldins var svo þegar kom í ljós að Eygló var meðal þriggja efstu í valinu, ásamt þeim Sóleyju Margréti kraftlyftingakonu og Glódísi Perlu knattspyrnukonu. Titillinn féll í skaut Glódísar Perlu, annað sætið hlaut Sóley og Eygló endaði í þriðja sæti. Stórkostlegur árangur og einstaklega ánægjulegt að sjá tvær konur úr lyftingagreinum meðal þeirra efstu í valinu.

Innilegar hamingjuóskir sendum við Eygló Fanndal, sem er frábær fyrirmynd og fulltrúi okkar íþróttar. Þá óskum við Sóleyju Margréti innilegar til hamingju með annað sætið og Glódísi Perlu með titilinn Íþróttamaður ársins 2024.



Lyftingafólk ársins 2024

Stjórn Lyftingasamband Íslands hefur kosið lyftingafólk ársins 2024 samkvæmt 18.grein laga sambandsins:

  1. grein,
    Stjórn og varamenn hafa atkvæðisrétt um val á lyftingakonu og karli ársins, valið skal ávallt miðast við tímabilið 1. Desember til 30. Nóvember. Ef óskað er eftir því getur kosning verið nafnlaus. Val á lyftingakonu og karli ársins skal miðast við árangur íþróttamannsins á liðnu ári og er þá sérstaklega horft til Sinclair stigatölu sem og árangur á alþjóðlegum mótum. Íþróttamenn koma ekki til greina í vali á lyftingakonu og karli ársins á meðan þeir taka út refsingu og í eitt ár eftir að refsingu lýkur vegna brota á lyfjalögum ÍSÍ, IWF og/eða WADA.

Lyftingakona ársins: Eygló Fanndal Sturludóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur

Eygló með 104kg í snörun á Evrópumeistaramóti Ungmenna 2024. Mynd:ATG/Gregor Winters
  • Endaði í 12.sæti á úrtökulista fyrir Ólympíuleikana í París með 236kg í -71kg flokki kvenna.
  • Setti fjögur norðurlandamet í fullorðins flokki, 2 í snörun og 2 í samanlögðum árangri í –
    71kg flokki kvenna. (hún bætti síðan við 1 meti í snörun og 1 í samanlögðum árangri á HM í Desember 2024).
  • Setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri.
  • Varð Íslandsmeistari í -71kg flokki kvenna.
  • Varð í 4.sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með 230kg í samanlögðum árangri. Varð 12. stigahæsti keppandi kvenn keppandi mótsins yfir alla þyngdarflokka (160 konur).
  • Varð Norðurlandameistari í -71kg flokki kvenna og jafnframt stigahæsti kvenna keppandi
    mótsins
    .
  • Varð Evrópumeistari Ungmenna 23 ára og yngri með nýju persónulegu meti 237kg
    samanlagt og fékk jafnframt verðlaun fyrir að vera stigahæsti kvenna keppandi mótsins.
  • Varð í 4.sæti í -71kg flokki á Heimsmeistaramótinu í Bahrein þar sem hún lyfti 239kg samanlagt. Hún varð í 31.sæti á stigum yfir alla kvenn keppendur (216) í öllum þyngdarflokkum með 642.85 Robi stig. (Mótið telur ekki inn í Lyftingafólk ársins)
  • Stigahæst íslenskra kenna á Sinclair stigum 293.1 stig

Lyftingakarl ársins og Ungmenni ársins 18-20 ára karla: Þórbergur Ernir Hlynsson úr Lyftingafélagi Reykjavíkur

  • Áttunda sæti á EM Unglinga í -96kg flokki 20 ára og yngri með 296kg í samanlögðu
  • Gull á Norðurlandameistaramóti Unglinga (20 ára og yngri) í -96kg flokk
  • Brons á Norðurlandameistamóti fullorðinna í -96kg flokk
  • Sigurvegari Haustmót LSÍ með 301kg í samanlögðum árangri og 351,4 Sinclair stig.
  • Íslandsmeistari í -96kg flokki karla
  • Íslandsmeistari Unglinga (20 ára og yngri) í -96kg flokki
  • Þriðji hæsti karl á Sinclair 351.4 stig
  • Hæsti samanlagði árangur yfir alla þyngdar og aldursflokka 301kg
  • Fimm íslandsmet í fullorðinsflokk
  • 12 íslandsmet í flokki 23 ára og yngri
  • 18 íslandsmet í flokki 20 ára og yngri

Ungmenni ársins í flokki kvenna 18-20 ára

Freyja Björt Svavarsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur

  • 6.sæti í -59kg flokki á Norðurlandameistaramóti Unglinga (20 ára og yngri) með 139kg í samanlögðum árangri
  • Silfur á Sumarmóti LSÍ með 136kg í samanlögðum árangri
  • Íslandsmeistari Unglinga (20 ára og yngri) í flokki -59kg með 128kg í samanlögðum árangri
  • Stigahæsti keppandi á Sinclair í aldursflokknum 193.2 stig

Ungmenni ársins Karlar 16-17 ára

Kristófer Logi Hauksson úr Lyftingafélagi Kópavogs

  • Íslandsmeistari Unglinga (17 ára og yngri) í flokki -81kg með 158kg í samanlögðum árangri
  • Stigahæsti keppandinn á Sinclair í aldursflokknum 207,6 stig

Ungmenni ársins Konur 16-17 ára

Bergrós Björnsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur

  • Silfur á HM 17 ára og yngri með 198kg í samanlögðum árangri
  • Þrjú Íslandsmet í flokki 17 ára og yngri
  • Sigurvegari Jólamóts LSÍ 2023 með 180kg í samanlögðum árangri
  • Stigahæst keppanda í aldursflokknum á Sinclair með 244,1 stig

Ungmenni ársins Karlar 15 ára og yngri

Guðjón Gauti Vignisson úr Lyftingadeild ÍA

  • Íslandsmeistari Unglinga í -73kg flokki 15 ára og yngri með 121kg í samanlögðum árangri
  • Bætti sinn besta árangur á tímabilinu um 53kg, 112kg á Jólamótinu 2023 og 165kg á Haustmótinu 2024. (Bætti svo um betur á lyfti 175kg á Jólamótinu 2024).
  • Stigahæstur karla í aldursflokknum

Ungmenni ársins Konur 15 ára og yngri

Hólmfríður Bjartmarsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur

  • Íslandsmeistari Unglinga í -71kg flokki kvenna 15 ára og yngri með 126kg samanlagt
  • Stigahæsti keppandinn í aldursflokknum með 156.3 Sinclair stig

Jólamót LSÍ 2024

Friðný Jónsdóttir úr lyftingadeild Stjörnunnar og Bergur Sverrisson frá lyftingadeild KA voru í algjörum sérflokki á Jólamóti LSÍ sem fram fór í Crossfit Reykjavík síðusta Sunnudag.

Friðný keppti létt í +87kg flokki kvenna (88.20kg) og stórbætti sinn besta árangur, 8kg í snörun, 12kg í jafnhendingu og 19kg í samanlögðum árangri. Hún lyfti 100kg í snörun og 122kg í jafnhendingu og bætti með Erlu Ágústdóttur í jafnhendingu um 3kg en Erla hafði lyft 119kg fyrr sama dag á Heimsmeistaramóti IWF. Metið í samanlögðum árangri bætti hún um 1kg úr 221kg sem Erla hafði lyft í 222kg.

Friðný í lokastöðu með 122kg -mynd Jón Karl Jónsson

Með þessum árangri hlýtur Friðný einnig Elite Pin norðurlandasambandsins líkt og Erla, en lyfta þarf yfir 218kg samanlagt í +87kg kvenna flokk til að hljóta hann.

Bergur Sverrisson úr lyftingadeild KA gerði einnig gott mót þegar hann fór með allar sínar lyftur í gegn. Seríuna 130kg-136kg-140kg í snörun og svo 150kg-157kg-161kg í jafnhendingu. Bergur vigtaðist 88.8kg, þyngsta snörunin var bæting um 2kg á meti Brynjars Loga Halldórssonar frá 2023 í -89kg flokk karla. Einnig var samanlagður árangur Bergs 1kg bæting á fyrra meti Brynjars.

Önnur met sem voru sett voru met í flokki 15 ára og yngri kvenna af Birnu Sól Björnsdóttur (LFR) í -76kg flokk best 33kg í snörun, 50kg í jafnhendingu og 83kg í samanlögðum árangri. Tristann Bergmann Einarsson (LFR) setti einni met í flokki 15 ára og yngri karla -55kg, best 32kg í snörun, 54kg í jafnhendingu og 86kg í samanlögðum árangri.

Anna Guðrún Halldórsdóttir (Hamar) setti fjölmörg masters met í mörgum aldursflokkum M35-M55 þegar hún snaraði 56kg og jafnhenti 77kg í flokki +87kg. Reglan við masters met hjá LSÍ er sú að einstaklingur fær skráð met í sinn flokk M55 hjá Önnu Guðrún en einnig í „yngri“ flokkum ef metið er lægra þar, hún fær því met skráð í flokk M35, M40, M45 og M50.

Dísa Edwards (Massi) setti ný met í masters flokki -64kg M35 þegar hún snaraði best 61kg í snörun, 73kg í jafnhendingu og 134kg samtals.

Loks setti Steinunn Sveinsdóttir (LFK) masters met í -87kg flokki M60 þegar hún snaraði best 27kg, jafnhenti 34kg og því samanlagt 61kg.

Mótið er Sinclair mót og þrír stigahæstu keppendur af hvoru kyni eru verðlaunaðir

Top 3 KVK:

  1. Friðný Jónsdóttir (Stjarnan) (100+122=222kg) – 246.7 Stig
  2. Snædís Líf Pámarsdóttir (LFR) (72+94=166kg) – 219.3 Stig
  3. Indíana Lind Gylfadóttir (LFK) (82+101=183kg) – 212.3 Stig
fv. Snædís Líf, Friðný, Indíana-mynd Jón Karl Jónsson

Top 3 KK:

fv. Axel Guðni, Bergur, Árni Rúnar-mynd Jón Karl Jónsson
  1. Bergur Sverrisson (KA) (140+161=301kg) – 364.2 Stig
  2. Axel Guðni Sigurðsson (ÍA) (127+155=282kg) – 341.9 Stig
  3. Árni Rúnar Baldursson (ÍA) (107+130=237kg) – 312.5 Stig

X Liðabikar LSÍ

Tíunda Liðabikar LSÍ lauk samhliða Jólamótinu, en Sumarmótið, Haustmótið og Jólamótið telja í liðakeppni.

Lyftingafélag Reykjavíkur sigraði keppnina í ár líkt og síðustu ár með 143 stigum.

Staðan í stigakeppninni 2024 endaði:

LiðStig
LFR143
LFK79
ÍA42
Stjarnan29
KA19
Massi18
KFA13
Hamar7
Vestri4

Sigurvegarar fyrri ára eru eftirfarandi félög:

X-2024: Lyftingafélag Reykjavíkur (LFR) – 143 stig

IV-2023: Lyftingafélag Reykjavíkur (LFR) – 145 stig

VIII-2022: Lyftingafélag Reykjavíkur (LFR) – 125 stig

VII-2021: Lyftingafélag Reykjavíkur (LFR) – 90 stig

VI-2020: Lyftingafélag Reykjavíkur (LFR) – 75 stig

V-2019: Lyftingafélag Reykjavíkur (LFR) – 115 stig

IV-2018: Lyftingafélag Reykjavíkur (LFR) – 84 stig

III-2017: Lyftingafélag Garðabæjar (LFG) – 138 stig

II-2016: Ármann – 96 stig

I-2015: Ármann – 106 stig