
Skráning fer fram í gegnum hlekkinn hér að neðan:

Skráning fer fram í gegnum hlekkinn hér að neðan:
Steindís Elín Magnúsdóttir keppti á sínu fyrsta Evrópumóti á þriðjudaginn sl.
Hún opnaði með 63kg í snörun sem fór ekki upp. Í annarri lyftu tók hún aftur 63kg og negldi hana. Í þriðju tilraun reyndu hún við 67kg sem fóru ekki upp að þessu sinni.
Í clean & jerk tók Steindís seríuna 75-81-83kg. Hún endaði því með 146 í samanlögðu.
Steindís er aðeins 17 ára gömul svo það verður gaman að fylgjast með henni á pallinum í framtíðinni.

Á morgun, þann 29.júlí, keppir Steindís Elín Magnúsdóttir á Evrópumóti unglinga sem fram fer í Madrid á Spáni. Steindís keppir í -69kg flokki 17 ára og yngri.
Keppnin hefst klukkan 08:00 á íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með keppninni í beinu streymi á https://www.youtube.com/@easysporttv
Við óskum Steindísi og Þorvaldi þjálfara hennar, góðs gengis á þeirra fyrsta Evrópumóti.

Það er sannkölluð íþrótta og lyftingahátíð á Hjalteyri um verslunarmannahelgina. Kraftlyftingafélag Akureyrar (KFA) fagnar 50 ára afmæli og verður með þétta dagskrá Laugardaginn 2.Ágúst. Mótið heitir í höfðið á Grétari Kjartanssyni sem var fyrsti íslandsmeistari KFA og frumkvöðull í lyftingastarfinu fyrir norðan.
Lyftingamót með 1.000.000 ISK í verðlaunafé verður haldið.
1/3 af verðlaunaféinu fyrir besta liðið
1/3 af verðlaunaféinu fyrir besta karl og kvenn lyftarann á Sinclair
1/3 af verðlaunaféinu fyrir sérstök tilþrifaverðlaun.
Liðakeppnin fer þannig fram, lið er skipað fimm liðsmönnum:
-Minnst tvær konur og tveir karlar
-Minnst tveir íþróttamenn 17 ára og yngri og tveir 20 ára og yngri
-Fimmti íþróttamaðurinn má vera keppandi í opnum flokki (engin aldursmörk)
-Engir tveir íþróttamenn í liðinu mega keppa í sama þyngdarflokk
Þátttökugjald 15.000 ISK og skráning hér: https://forms.gle/4duVLfZJq1mwDtr9A
Skráningarfrestur til miðvikudags 30.Júlí!
Við hvetjum allt lyftingafólk til að styðja við þetta framtak hjá Akureyringum, safna í lið og hafa gaman af um verslunarmannahelgina!

Ítarefni á ensku hér (FOR ENGLISH HERE):
Sumarmót LSÍ fór fram á Akureyri Laugardaginn 21.Júní í umsjón Lyftingadeildar KA.
Mótið er stigamót og ekki keppt í eiginlegum þyngdarflokkum heldur á Sinclair stigum en hinsvegar er árangur keppenda skráður í nýjum þyngdarflokkum. Unnið er að því að koma nýja þyngdarflokka kerfinu upp í gagnagrunni sambandsins (results.lsi.is) og koma úrslitin þangað á allra næstu dögum.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:


Fyrsta júní voru gerðar þyngdarflokkabreytingar hjá IWF, flokkum var fækkað úr tíu í átta og eru flokkarnir eftirfarandi:
Karlar, KKU20 & KKU23: -60kg, -65kg, -71kg, -79kg, -88kg, -94kg, -110kg og +110kg
Karlar U17: -56kg, -60kg, -65kg, -71kg, -79kg, -88kg, -94kg og +94kg.
Konur, KVKU20 & KVKU23: -48kg, -53kg, -58kg, -63kg, -69kg, -77kg, -86kg og +86kg.
Konur U17: -44kg, -48kg, -53kg, -58kg, -63kg, -69kg, -77kg og +77kg.
Ný íslandsmet í opnum flokkum hafa verið gefin út, og er ákveðin standard settur á met þar. Ekki er settur standard í unglinga eða öldunga/masters flokkum. Nálgast má standardana hér og munu þeir verða tengdir inn í gagnagrunninn á næstunni: https://lsi.is/wp-content/uploads/2025/06/islandsmet_2025_final-1.pdf
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þyngdarflokkum er breytt en 1993 voru öll met þurrkuð út, aftur 1998, aftur 2018 og núna 2025.
Hægt er að sjá eldri met, með því að fara á „Records“ síðu í gagnagrunni sambandsins og fletta neðst á síðunni: https://results.lsi.is/records
Lágmörk fyrir öll mót sem eftir eru 2025 má nálgast hér að neðan, mótum 2026 verður bætt við fljótlega: https://lsi.is/wp-content/uploads/2025/06/lagmork_lsi_2025.pdf
Sumarmót LSÍ og KA fer fram laugardaginn 21.júní nk. í Íþróttahöllinni við Skólastíg á Akureyri.
Vigtun keppenda hefst klukkan 07:00 og keppni hefst klukkan 09:00. Að keppni lokinni fer fram Íslandsmót í réttstöðu.
Beint streymi frá mótinu má finna hér https://www.youtube.com/channel/UCTW7QWmxIipTE7y4_Uz9kwg


Sumarmót LSÍ verður haldið í KA hemilinu Akureyri laugardaginn 21.júní nk.
Skráning er hafin á mótið og lýkur 7.júní nk. kl 23:59
Með fyrirvara um fjölda keppenda þá er stefnt að því að klára mótið að öllu leyti á laugardeginum en möguleiki er á að mótið verði einnig á sunnudeginum.
Mótið er sinclair stigamót og þrír stigahæstu einstaklingarnar verðlaunaðir.
Keppnisgjald er 7500kr. og greiðir félag keppanda til mótshaldara.
Anna Guðrún Halldórsdóttir frá Lyftingadeild Hamars, varði í gær Evrópumeistaratitil sinn í -87kg flokki 55-59 ára á Evrópumóti masters sem fram fór í Durrës í Albaníu. Mótið er stórt í sniðum en rúmlega 900 þátttakendur frá 34 löndum voru skráðir til þátttöku í ár.
Anna Guðrún fékk allar sína lyftur gildar. Í snörun tók Anna Guðrún seríuna 57-60-62kg en með 62kg lyftunni setti hún nýtt Íslands-Evrópu-og heimsmet. Í jafnhendingu tók hún seríuna 77-79-80kg þar sem hún setti nýtt Íslands-Evrópu-og heimsmet í jafnhendingu og samanlögðu með 80kg lyftunni.


Á mótinu kepptu einnig Haukur Parelius og Steinunn Sveinsdóttir en þau voru bæði að keppa á sínu fyrsta móti utan landssteinanna. Steinunn opnaði með 28kg snörun sem fór upp og tók svo 29kg sem voru bæting á fyrra Íslandsmeti hennar í -87kg flokki 60-64ára. Í þriðju tilraun fór hún í 30kg sem fór ekki upp. Í jafnhendingu tók Steinunn 38kg í fyrstu lyftu og svo 39kg í lyftu tvö sem var, eins og í snöruninni, bæting um 1 kg á hennar eigin Íslandsmeti og um leið um 2kg í samanlögðu. Í þriðju tilraun reyndu Steinunn við 40kg sem fóru ekki upp að þessu sinni. Árangur Steinunnar skilaði henni öðru sæti í hennar aldurs-og þyngdarflokki.
Haukur keppti í -96kg flokki 55-59 ára. Hann opnaði með 70kg snörun og reyndi svo við 73 og 76kg en fékk þær ekki gildar. Í jafnhendingu opnaði Haukur með 100kg, reyndi svo við 106kg í tilraun tvö og þrjú sem ekki fóru upp að þessu sinni.

Þórbergur Ernir Hlynsson hafnaði í gær í 11. sæti í 102kg flokki á heimsmeistaramóti ungmenna sem fram fór í Lima Perú.
Þórbergur opnaði með 132kg snörun, fór svo í 136kg sem hann missti og hækkaði svo í 140kg sem fóru upp og voru 5kg bæting á móti.


Í jafnhendingu opnaði Þórbergur í 163kg sem leit út fyrir að vera fislétt í höndunum á honum. Þórbergur rétt missti svo 173kg í lyftu tvö og hækkaði þá í 180kg sem var tilraun til 8kg bætingar á móti. Þórbergur var grátlega nærri því að ná lyftunni en hann lenti undir jerkinu en náði því miður ekki að standa lyftuna.
Niðurstaðan var því 11.sæti í flokknum og nýtt Íslandsmet í snörun og ljóst er að Þórbergur á nóg inni!
