Vel heppnað IWF Level 2 þjálfaranámskeið um helgina

Um helgina fór fram IWF Level 2 þjálfaranámskeið á vegum lyftingasambandsins.

Hin finnska Karoliina Lundahl IWF Coach Developer kom hingað frá Svíþjóð,þar sem hún er búsett, til að kenna námskeiðið. Námskeiðið er haldið með styrk frá IWF Development Program og sóttu 19 þjálfarar og íþróttamenn námskeiðið frá flestum lyftingafélögum landsins.

Karoliina var sjálf keppnis kona í lyftingum á hæsta stigi og m.a. Heimsmeistari 1994 og 1998. Hún hefur í seinni tíð komið að þjálfun fjölmargra finnskra lyftingamanna og kvenna ásamt því að vera núverandi formaður finnska lyftingasambandsins sem og norðurlanda sambandsins.

Námskeiðið hófst kl. 17:00 á föstudegi fram til 13:00 á sunnudegi og fól í sér bæði fyrirlestra og verklegar æfingar. En Karoliinu finnst mikilvægt að tengja saman fræðilega hlutann í fyrirlestraformi og hvernig hægt er að færa þá þekkingu inn í æfingar.

Þetta námskeið var hugsað sem eins konar framhaldsnámskeið það er að þeir sem hafa komið að þjálfun og iðkun á ólympískum lyftingum fá aukna þekkingu til að vinna með sínum íþróttamönnum og koma þeim í fremstu röð. Rauði þráðurinn í námskeiðinu var að byggja ofan á fyrri þekkingu og þátttakendu tóku mjög virkan þátt í umræðum og verklegum æfingum.
Fyrirlestrarnir fór fram í fyrirlestrar sölum Íþróttasambands Íslands og verklegar æfingar hjá Lyftingafélagi Reykjavíkur.

Lyftingasambandið þakkar IWF fyrir styrkinn til að auka tækifæri í þjálfaramenntun lyftingaþjálfara á Íslandi og að lyfta enn betur undir og fjölga þjálfurum með sérþekkingu í Ólympískum lyftingum. Þessi þekking nýtist ekki aðeins fyrir keppnisfólk í ólympískum lyftingum heldur styður þekkinging við aðrar íþróttir sem nýta sér ólympískar lyftingar við þjálfun.

Við þökkum Karoliinu kærlega fyrir hennar framlag og hlökkum til að nýta þá þekkingu sem hún kom með til okkar.

Dómaranámskeið 28.-30. september

Skráning fer fram hér

  • Dómaranámskeið í Ólympískum lyftingum
  • Haldið dagana  28. – 30. sept. 2023
  • Námskeiðið er frítt
  • Erna Héðinsdóttir Cat. 1 kennir
  • Allar fyrirspurnir sendist á lsi@lsi.is

Dagskrá 28. sept – bóklegur hluti
 í Fjölbrautaskóla Vesturlands – Akranesi

19:30 – 20:30  Fyrirlestur
20:30 – 21:15  Sýnikennsla og verklegar æfingar
21:30 – 22:30 Skriflegt krossapróf

Dagskrá 30. mars – verklegur hluti
Haustmót í Ægir Gym
09:00-18:00

Námsefnið er:
IWF TECHNICAL AND COMPETITION RULES & REGULATIONS

Click to access IWF-TCRR-2023.pdf

Prófið og svör á prófi er að finna á netinu og það er mín ráðlegging til ykkar að þið skimið yfir bókina (eða lesið spjaldanna á milli) gerið prófið og flettið upp því sem þið eruð óviss á.

Prófið:
https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2019/10/IWF-TO-Exam-2019-Questions.pdf

Svör:
https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2019/10/IWF-TO-Exam-2019-Answers.pdf

Gæti kannski hljómað eins og svind, en staðreyndin er að ef þið kunnið prófið og það sem á því er þá eruð þið komin með þekkingu á því sem skiptir máli.

Svo til að rifja upp er til útdráttur á íslensku, en það efni er sérstaklega um það sem snýr að keppendum og var hugsað til þess að fræða þá, en er líka gagnlegt fyrir ykkur.
https://lyftingar.wordpress.com/urdrattur-ur-keppnisreglum/

Og svo nokkrir punktar sem er gott að hafa í vasanum á keppnisdag til að rifja upp, best að gera það fyrir hvert mót.

https://docs.google.com/document/d/1Qwz2MeSONIXzCZ3vElVRuVY2HHHDdgp2-2-cB6tOGCQ/edit?usp=sharing

Þið megið endilega biðja um aðgang að þessari síðu og nota hana til að spyrja spurninga ef einhverjar eru.

Ef þið viljið virkilega hella ykkur í þetta þá eru til video á youtube sem hægt er að horfa á:
https://youtu.be/G0JlXGan1cs?list=PLDb25g2HgvQKrtNS73tF65Lp_JAx3_Me3

Gangi ykkur sem allra best og verið ófeimin að spyrja ef það er eitthvað óljóst.

Kveðja,
Erna Héðinsdóttir – Cat 1 ITO

Haustmót – tímaseðill og keppendalisti

Haustmót Lyftingasambans Íslands og Ægir Gym  í Ólympískum lyftingum verður haldið  í húsnæði Ægis Gym, Hafnarbraut 8, Akranesi  laugardaginn 30. september 2023.

09:00 Vigtun Konur
10:00 Vigtun Karlar
11:00
Konur – BÞfEt
Þórdís Viðarsdóttir4955
Elísa Magnúsdóttir Dison6465
Birna Ólafsdóttir5575
Rakel Sara Snorradóttir7190
Hólmfríður Bjartmarsdóttir6492
Perla Karen Gunnarsdóttir64100
Steindís Elín Magnúsdóttir71105
Salka Cécile Calmon71110
Hildur björk þórðardóttir+87115
Freyja Björt Svavarsdóttir59120
Árdís Grétarsdóttir64120
Guðrún Katrín Viktorsdóttir71123
13:30
Konur – AÞfEt
Sólveig Þórðardóttir71130
Ragna Helgadóttir+87130
Guðrún Helga Sigurðardóttir+87137
Ásta Sachi Jónasdóttir+87140
Hildur Marín Bjarnadóttir71140
Bríet Anna Heiðarsdóttir64141
Thelma Mist Oddsdóttir59150
Selma Kristín Gísladóttir81151
Snædís Líf P. Dison59167
Erla Ágústsdóttir+87205
16:00
KarlarÞfEt
Jónas Fjölnisson5550
Stígur Bergmann Þórðarson6780
Guðjón Gauti Vignisson7397
Guðjón Hagalín Kristjánsson73105
Aron Kristinn Ágústsson89195
Viktor Freyr Vilhjálmsson89205
Breki snorrason89210
Þórbergur Ernir Hlynsson96230
Svanur Þór Vilhjálmsson109255

Sturludóttir náði sturluðum árangri með Íslandsmetaregni og 6 gullfallegum lyftum á Heimsmeistaramótinu í Riyadh, Saudi Arabíu.

2023 IWF WWC, RIYADH, KSA

Eygló Fanndal Sturludóttir keppti í 71kg flokki, B riðli í dag 13. september kl. 11:30 (8:30 á íslenskum tíma)

Eygló lyfti best 102kg í snörun, 123kg í jafnhendingu og 225kg í samanlögðu.
Hún bætti með því öll sín eigin Íslandsmet –  2kg í snörun, 2 kg í jafnhendingu og 5 kg í samanlögðu.

Eygló átti fyrstu lyftuna í B riðlinum og opnaði með öruggri 95kg snörun, hún hækkaði því næst í 99kg sem hún tók einnig nokkuð örugglega. Að lokum hækkaði hún í 102kg sem jafnframt er bæting á hennar eigin íslandsmeti um 2 kg og henti þeirri þyngd upp eins og ekkert væri.
Hún var á þessum tímapunkti 3. í B riðlinum eftir snörunina.

2023 IWF WWC, RIYADH, KSA
2023 IWF WWC, RIYADH, KSA

Í jafnhendingu opnaði Eygló með 116kg lyftu sem fór örugglega upp, þyngdi í 120kg sem hún tók einnig örugglega og var þá komin með nýtt íslandsmet í samanlögðu 222kg. Hún  þyngdi að lokum í 123kg og negldi henni upp eins og öllum hinum lyftunum sínum og bætti þar sitt eigið Íslandsmet í jafnhendingu um 2 kg og  5 kg í samanlögðu eða 225kg frá því fyrir mótið.

2023 IWF WWC, RIYADH, KSA
2023 IWF WWC, RIYADH, KSA

Hún varð 4. í B riðli í jafnhendingu og 2. í samanlögðum árangri.
Magnaðar 6 öruggar lyftur í hús hjá okkar konu og magnaður árangur á stóra sviðinu í Riyadh.

Alls eru 56 keppendur í 71kg flokknum í 5 riðlum og keppir Eygló eins og áður sagði í B riðli.
Endanleg úrslit ráðast þegar þær 10 konur sem keppa í A riðli kl. 19:00 (16:00 á íslenskum tíma) hafa lokið keppni svo vænta má úrslita um kl. 18:00
Fylgjast má með keppni í A riðli hér
Uppfært:
Alls mættu 53 þátttakendur til keppni í 71kg flokkinum 42 náðu samanlögðum árangri.
Eygló hafnaði í 16. sæti í snörun, 21. sæti í jafnhendingu og 17. sæti samanlagt.

Úrslitin má finna hér

Þann 9. September kepptu Amalía Ósk Sigurðardóttir og Katla Björk Ketilsdóttir í 64kg flokki.
Í flokknum voru 45 keppendur og 38 sem náðu samanlögðum tölum.
Amalía hafnaði í 30. sæti og Katla í því 31. þegar allir riðlar höfðu lokið keppni

Myndir: Isaac Morillas Sanchez @World Weightlifting Media

Amalía Ósk Sigurðardóttir og Katla Björk Ketilsdóttir hafa lokið keppni á  Senior Heimsmeistaramótinu í Riyadh, Saudi Arabíu.

Amalía og Katla kepptu báðar í 64kg flokki í morgun.


Katla lyfti best 76kg snatch, 89kg C&J og samanlagt 165kg
Amalía lyfti best 77kg snatch, 93kg C&J og samanlagt 170kg

Þær opnuðu báðar í 73kg fallegu snatch. Katla hækkaði í 76kg lyftu sem leit gríðarlega örugg út. Og Amalía fór í 77 kg sem virtist nokkuð örugg. Katla hækkaði þá í 79kg, en komst ekki alveg undir hana. Að lokum fór Amalía í 80kg tilraun, komst undir hana en fékk lyftuna dæmda ógilda. Hrund þjálfari veifaði challenge cardinu, en eftir endurskoðun kviðdóms var lyftan ógild vegna “press out”.

Í C&J hóf Katla kepnina af þeim tveimur. Tók 86kg lyftu örugglega, negldi þvínæst upp 89kg og hækkaði í 91 kg í síðustu lyftunni. Hún stóð upp úr clean, en jerkið vildi ekki alveg alla leið að þessu sinni.

Amalía hóf keppni í C&J með 93kg. Cleanið virkaði mjög létt fyrir hana og hún jerkaði henni upp. Dómararnir gáfu henni tvö hvít og eitt rautt, og lyftan því gild. Hún hækkaði þá í 98kg í annarri tilraun, stóð upp úr cleaninu, en jerkið vildi ekki alla leið upp. Í þriðju tilraun hækkaði hún í 100kg, komst undir cleanið, en náði ekki að standa upp með stöngina.

Í 64kg flokknum er keppt í 4 riðlum og eru tveir riðlar á morgun. Það ræðst því ekki fyrr en annað kvöld, þann 10. september hvar þær raðast í endanlegum úrslitum.

Myndir: Isaac Morillas Sanchez @World Weightlifting Media

Senior Heimsmeistaramót í Riyadh, Saudi Arabíu 4. – 17. September

Þessa dagana fer Senior Heimsmeistaramótið í Ólympískum lyftingum fram í Riyadh í Saudi Arabíu.
Ísland á þrjá keppendur á mótinu.
Hægt er að fylgjast með mótinu á Facebook síðu IWF eða með því að kaupa sér aðgang á weightliftinghous.com

Amalía Ósk Sigurðardóttir keppir í 64 kg flokki 9. september kl. 9:00 (6:00 á íslenskum tíma).
Katla Björk Ketilsdóttir keppir í 64kg flokki 9. september kl. 9:00 (6:00 á íslenskum tíma).
Alls eru 46 keppendur í 64kg flokknum í 4 riðlum.
Útsending hér

Eygló Fanndal Sturludóttir keppir í 71kg flokki 13. september kl. 11:30 (8:30 á íslenskum tíma)
Alls eru 56 keppendur í 71kg flokknum í 5 riðlum og keppir Eygló í B riðli.
Útsending hér

Upplýsingar og tímaseðli mótsins má finna á heimasíðu IWF – https://beta.iwf.sport/

Amalía Ósk og Katla Björk keppa eins og áður segir báðar í 64 kg flokki.
Senior Íslandsmetin í þeim flokki eru 88kg snatch, 107kg C&J og 194kg í samanlögðu.
U23 Íslandsmetin (en Katla er enn í þeim flokki) eru 88kg snatch, 106kg C&J og 194kg í samanlögðu og á Katla Björk  öll þau met frá Evrópumeistaramótinu í maí 2022
Amalía Ósk á best 84kg snatch, 103kg C&J og 183kg í samanlögðu.

Eygló Fanndal keppir í 71 kg flokki.
Hennar besti árangur er jafnframt Íslandsmet í Senior og U23.
Íslandsmetin  eru 100kg snatch, 121kg C&J og 220kg í samanlögðu. 

En kynnumst keppendunum aðeins betur:

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar?
Árið 2016 prófaði ég fyrst ólympískar lyftingar.

Hvers vegna fórstu að æfa lyftingar?
Ég keppti á fyrsta mótinu mínu í desember 2016 án þess að kunna neitt eða vita neitt um ólympískar lyftingar, ég datt í rauninni bara inná þetta mót því það var haldið á sama stað og ég var að þjálfa á í Boot Camp Sporthúsinu og það vantaði keppendur. Ég byrjaði síðan að fullri alvöru í íþróttinni árið 2019 eftir að ég varð íslandsmeistar overall kvenna og í mínum þyngdarflokk (-64) á íslandsmeistaramótinu. Síðan þá hafa ólympískar lyftingar átt hug minn og hjarta.

Stundaðir þú aðra íþrótt/íþróttir áður en þú fórst í lyftingar?
Hverjar og hver eru helstu afrekin þín þar?

Allur minn grunnur kemur úr Boot Camp og byrjaði ég að æfa það sem unglingur eftir að hafa prófað margar íþróttir sem ég fann mig aldrei í.

Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? (Í keppni eða á æfingu)
Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? (Í keppni eða á æfingu)

Hver eru þín stærstu afrek í lyftingum hingað til?
Nokkuð mörg íslandmet og íslandsmeistaratitlar. Einnig að keppa á HM og EM.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lyftingum og hvers vegna?
Ég á mér enga fyrirmynd en Sarah Davies og Mattie Rogers eru algjörir töffarar.

Hvað myndir þú segja við unga lyftara sem eru að byrja í lyftingum og þú værir helsta fyrirmynd þeirra?
Njóttu ferðalagsins eins mikið og þú getur, það er það sem skiptir mestu máli þegar uppi er staðið en ekki áfangastaðurinn. Ekki reyna að komast á toppinn á einni nóttu, það er ekki hægt og ekki fara framúr þér.

Katla Björk Ketilsdóttir

Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar?
2015

Hvers vegna fórstu að æfa lyftingar?
Byrjaði í crossfit og fannst lyftingar skemmtilegar

Stundaðir þú aðra íþrótt/íþróttir áður en þú fórst í lyftingar?
Hverjar og hver eru helstu afrekin þín þar?

Fimleika og crossfit. Keppti á heimsleikum í 16-17 ára árið 2018

Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? (Í keppni eða á æfingu)
Clean and Jerka 100kg í fyrsta skipti er lyftan sem ég man mest eftir.

Hver eru þín stærstu afrek í lyftingum hingað til?
194kg total á EM 2022 fullorðinna.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lyftingum og hvers vegna?
Engin sérstök fyrirmynd. Skemmtilegt að fylgjast með öllum sterku lyfturunum bara.

Hvað myndir þú segja við unga lyftara sem eru að byrja í lyftingum og þú værir helsta fyrirmynd þeirra?
Setja tækni nr. 1, 2 og 3. Hafa gaman, lyftingarnar eiga að vera skemmtilegar.

Annað sem þig langar að komi fram…
Er ótrúlega spennt að keppa aftur eftir barnsburð.

Eygló Fanndal Sturludóttir

2023 EWF EWC YEREVAN, ARMENIA

Hvenær byrjaðir þú að æfa lyftingar?
Kynntist lyftingum í gegnum fimleika og crossfit en byrjaði ekki að einblína á lyftingar fyrr en seinni part árs 2020

Hvers vegna fórstu að æfa lyftingar?
Komst inn á NM junior 2020 þannig ákvað að taka hlé í crossfit og setja allan fókus á að æfa fyrir það. Svo fór boltinn bara að rúlla og ég hef ekki tekið crossfit æfingu síðan.

Stundaðir þú aðra íþrótt/íþróttir áður en þú fórst í lyftingar?
Hverjar og hver eru helstu afrekin þín þar?

Já var í áhaldafimleikum og hópfimleikum. Man ekki alveg hvaða afrek voru þar en náði einhverjum Íslandsmeistaratitlum og keppti á NM í hópfimleikum.

Hver er uppáhalds (eftirminnilegasta) lyftan þín á ferlinum og hvers vegna? (Í keppni eða á æfingu)
Það verður að vera fyrsta skipti sem ég snaraði 100 kg. Mun aldrei gleyma tilfinningunni og hvað ég var ánægð þegar ég náði því loksins. Mun alltaf vera mjög stolt af þeirri lyftu.

Hver eru þín stærstu afrek í lyftingum hingað til?
Klárlega 3 gull á Evrópumeistaramóti U23 og að eiga þyngsta total íslenskra kvenna.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lyftingum og hvers vegna?
Ég lít mikið upp til Mattie Rogers þar sem mér finnst hún gott dæmi um að þú þarft ekki að vera með allt upp á tíu um leið og þú byrjar til að geta náð árangri. Árangurinn kemur ef þú ert tilbúinn að leggja þig fram og gera þitt besta. Ég man þegar ég byrjaði að lyfta gat ég ekki gert fulla hnébeygju jafnvel þótt ég væri í lyftingarskóm. En það kom með æfingunni og ég er glöð að ég lét það ekki stoppa mig í því að æfa af fullum krafti og reyna að bæta mig.

Hvað myndir þú segja við unga lyftara sem eru að byrja í lyftingum og þú værir helsta fyrirmynd þeirra?
Hafa gaman á æfingu og taka þátt á mótum og setja sér markmið. Það er svo gaman að æfa þegar maður hefur einhver markmið til að vinna að.

IWF þjálfarnámskeið 2023

Dagana 22. – 24. september stendur Lyftingasamband Íslands fyrir þjálfaranámskeiði.
IWF Level 1 og IWF Level 2. Sjá dagskrá hér fyrir neðan.
Karoliina Lundahl, IWF Coach Developer mun kenna námskeiðið.
Þátttakendur þurfa að hafa haldbæra þekkingu á grunnatriðum ólympískra lyftinga s.s. að  hafa æft, keppt eða þjálfað lyftingar. Þátttakendur þurfa að vera skráðir í lyftingafélag.
Til að nýta tímann sem best munu þátttakendur fá námsefnið sent fyrir námskeiðið og gert er ráð fyrir að þeir lesi sjálfir Level 1 efnið. Það er grunnefni og flestir þátttakendur ættu að vera nú þegar með haldbæra þekkingu á því efni.
Það er því hægt að fara beint í Level 2 námsefnið á námskeiðinu sjálfu og nýta þannig tímann með Karoliinu sem best.

Skráningargjald er 10.000,- kr og skal leggja það inn á reikning lyftingasambandsins til að staðfesta skráningu.
Námskeiðið er styrkt af IWF Development Program og því getum við boðið meðlimum lyftingafélaga þetta á þessu frábæra verði.

Kt. 430275-0119 Rnr. 0311-26-002992

Fyrirlestrarnir fara fram í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg, sal C og verklegir tímar í Crossfit Reykjavík.

Léttar veitingar og hádegisverður á laugardeginum er innifalinn í verði. Hámarks þáttakendafjöldi er 30

Skráning hér

Alma Hrönn í 3. sæti á Masters Heimsmeistaramót

Alma Hrönn Káradóttir var í 3. sæti af 6 keppendum í 35-40 ára 76kg flokki á Masters Heimsmeistaramótinu  í Wieliczka – Póllandi.

Hún var með 71kg snörun, 91kg C&J og 162kg samanlagt. 

Hún opnaði í 68kg snörun sem virtist vera mjög létt fyrir hana. Hún hækkað því næst í 71 kg sem sem flaug fallega upp. Hún hækkaði þá 75kg en eitthvað hitti hún illa á hana og sleppti stönginni áður en hún fór undir hana.
Alma var í 3. sæti eftir snörunina.

Í C&J opnaði Alma í 88kg sem hún tók nokkuð örugglega. Hún hækkaði því næst í 91kg sem einnig fóru upp. Hún hækkaði þá í 93kg, kláraði cleanið en jerkið vildi ekki alla leið og niðurstaðan 2. sætið í C&J og 3. sæti í samanlögðu með 162kg.

Innilega til hamingju með árangurinn Alma.

Mótinu er nú lokið og íslensku keppendurnir hafa svo sannarlega staðið sig frábærlega.

Hrund Heimsmeistari í 45-49 ára 71kg flokki á Masters Heimsmeistaramóti.

Hrund sigraði í  45-49 ára 71kg flokki á Masters Heimsmeistaramótinu í Wieliczka – Póllandi. Með 70kg snörun, 90kg C&J og 160kg samanlagt. 

Hrund opnaði í 65kg snörun sem flaug fallega upp hjá henni. Hún tók svo 70kg nokkuð auðveldlega í sinni annarri tilraun. Þess má geta að á mótinu er keppt á tveimur pöllum og Ingunn og Hrund voru báðar að snara 70kg á sama tíma á sitt hvorum pallinum.


Hrund reyndi síðan við 73kg snörun sem var tilraun til heimsmets, en sú lyfta vildi ekki alla leið og 2. sætið í snörun niðurstaðan. 

Í C&J opnaði hún í 88kg tilraun, en jerkið var í einhverju ójafnvægi, smá dans með stöngina og lyftan dæmd ógild. Hrund hækkar í 90kg og neglir þá lyftu örugglega. Í síðustu tilraun reyndi Hrund við 94kg og tilraun til heimsmets í flokkinum sínum. Lyftan fór alla leið upp, en eitthvað sáu dómararnir athugavert við lyftuna, gáfu henni tvö rauð og eitt hvítt og því ógilda lyftu.
Hún sigraði engu að síður í C&J.

Hún er því heimsmeistari í sínum flokki með 160kg samanlagt. 

Í stigakeppni 45-49 ára hafnaði Hrund svo í 2. sæti.

Innilega til hamingju með Heimsmeistaratitilinn Hrund

Ingunn í 2. Sæti á Masters Heimsmeistaramót

Ingunn Lúðvíksdóttir var í 2. sæti af 7 keppendum í 45-49 ára 76kg flokki á Masters Heimsmeistaramótinu  í Wieliczka – Póllandi.

Hún var  70kg snörun, 85kg C&J og 155kg samanlagt. 

Hún opnaði í 62kg snörun sem virtist vera mjög létt fyrir hana. Hún hækkað þvínæst í 65 kg sem einnig virtust vera lítið mál. Hún hækkaði þá 70kg og sú lyfta flaug einnig upp.
Ingunn var í 2. Sæti eftir snörunina.


Í C&J opnaði Ingunn í 82kg sem hún tók nokkuð örugglega. Hún hækkaði því næst í 85kg sem einnig fóru upp. Hún hækkaði þá í 90kg kláraði lyftuna og fékk tvö hvít og eitt rautt ljós frá dómurum en juryið snéri lyftinni í no lift. 

Niðurstaðan 2. sætið í C&J og 2. sæti sæti í samanlögðu með 155kg. 
Innilega til hamingju með árangurinn Ingunn.