Bergrós Björnsdóttir og Gerald Brimir Einarsson sigruðu Jólamótið í ólympískum lyftingum

Í gær, sunnudaginn 17. Desember fór Jólamót Lyftingasambands Íslands fram á vegum Lyftingafélags Kópavogs, í húsnæði Sporthúsins.

Alls voru 31 keppandi á mótinu, 19 konur og 13 karlar.
Jólamótið er Sinclairstigamót og 3 efstu konur og 3 eftstu karlar verðlaunaðir út frá sinclairstigum.
Heildarúrslit mótsins má finna hér

Bergrós Björnsdóttir sigraði í kvennaflokki með 224,9 sinclair stigum. Hún lyfti 180kg sem er árangur til A lágmarka á heimsmeistaramót U17 en Bergrós er fædd 2007 og því 17 ára á næsta ári. Það var virkilega gaman að sjá Bergrósu aftur á lyftingakeppnispalli og ná sér í lágmörk á stórmót en hennar síðasta mót fyrir þetta var Heimsmeistaramót U17 í júní 2022.
Bergrós hefur einnig getið sér góðs orðstírs í crossfitheiminum síðustu ár.

Erla Ágústsdóttir varð í öðru sæti með 222,0 sinclairstig.  Hún lyfti 211 kg og er sá árangur til B lágmarka á EM senior og C lágmarka á HM senior. Erla á einnig eftir 1 ár í U23 á næsta ári.
Erla setti 6 Íslandsmet á mótinu. 115kg C&J var nýtt íslandsmet í U23 og 118kg íslandsmet í bæði U23 og Senior. Við þessar lyftur setti hún líka Íslandsmet í samanlagðri þyngd 208kg í U23 og svo 211kg í bæðu U23 og Senior.

Erla er á leið á Evrópumeistaramót í febrúar og verður virkilega gaman að fylgjast með þessari rísandi lyftinga konu sem kom heim með verðlaun á EM U23 á þessu ári.

Andrea Rún Þorvaldsdóttir varð í þriðja sæti með 212,18 sinclairstig og 170kg samanlagða þyngd í 71kg flokki. Þessi árangur hennar gefur henni C lágmörk á NM og við bjóðum Andreu velkomna inn í landsliðsæfingahópinn.
Andrea keppti siðast á Íslansmeistaramóti í febrúar árið 2019 og er frábært að fá hana aftur á lyftingapallinn með þennan flotta árangur.

Gerald Brimir Einarsson sigraði karlaflokkinn með 346,2 sinclair stig og samanlögð 285kg
Gerald hefur verið ötull í Íslandsmetabaráttunni í 89kg flokkinum og í gær reyndi hann við 165kg C&J metið sem ekki vildi alveg alla leið að þessu sinni.

Daníel Róbertsson hafnaði í öðru sæti með 317,4 stig og 265kg samanlagt.
Daníel er þrautreyndur keppandi og hefur keppt allar götur frá 2012 og á fjölmörgum Norðurlanda-, Evrópu- og Smáþjóðamótum.

Ögri Harðarson frá KA hafnaði í þriðja sæti með 304,1 sinclair stig og 245kg samanlögð kíló.
Þetta var aðeins hans annað mót og virkilega gaman að hafa keppendur frá Akureyri með á mótinu. Hann fagnaði bætingu í snörun eftir minnilega með afturábak heljarstökki við mikinn fögnuð áhorfenda.

Eygló Fanndal og Brynjar Logi Lyftingafólk ársins 2023

Stjórn lyftingasambandsins hefur valið lyftingafólk ársins 2023, einnig eru ungmenni ársins valinn í flokki 18-20 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri. Afhending farandbikara mun eiga sér stað á næstu vikum, ef þið eruð með bikar og ekki hefur verið haft samband við ykkur megið þið endilega láta Maríönnu framkvæmdastjóra vita í gegnum lsi@lsi.is.

Eins og fyrri ár er valið samkvæmt 18.Grein úr lögum LSÍ.

18. Stjórn og varamenn hafa atkvæðisrétt um val á lyftingakonu og karli ársins, valið skal ávallt miðast við tímabilið 1. Desember til 30. Nóvember. Ef óskað er eftir því getur kosning verið nafnlaus. Val á lyftingakonu og karli ársins skal miðast við árangur íþróttamannsins á liðnu ári og er þá sérstaklega horft til Sinclair stigatölu sem og árangur á alþjóðlegum mótum. Íþróttamenn koma ekki til greina í vali á lyftingakonu og karli ársins á meðan þeir taka út refsingu og í eitt ár eftir að refsingu lýkur vegna brota á lyfjalögum ÍSÍ, IWF og/eða WADA.

Besta Lyftingakonan : Eygló Fanndal Sturludóttir

Eygló snarar jafnar norðurlandametið í snörun þegar hún lyftir 104kg í Katar
  • Eygló Fanndal Sturludóttir (f.2001) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur stendur í ströngu þessa dagana við að tryggja sér farmiða á Ólympíuleikana í París 2024. Á tímabilinu sem valið er eftir keppti hún á fimm mótum.
  • Fyrst Heimsmeistaramótinu 2022 sem fram fór 11.Desember í fyrra í Bogota í Kólumbíu. Þar lyfti Eygló 94kg í snörun og 119kg í jafnhendingu alls 213kg og dugði henni í 19.sætið. Þetta var jafnframt fyrsta mótið sem taldi til þátttöku í París.
  • Næst var það íslandsmeistaramótið þar sem hún lyfti 96 í snörun og 115kg í jafnhendingu.
  • Þar næst keppti hún á Evrópumeistaramótinu í Yerevan í Armeníu þar sem hún varð í 6.sæti með 96kg í snörun og 121kg í jafnhendingu. Jafnhendingin var nýtt Íslandsmet.
  • Næst keppti hún á Prand Prix I sem haldið var á Havana á Kúbu. Þar endaði hún í 7.sæti með 100kg í snörun (nýtt Íslandsmet) og 120kg í jafnhendingu sem var jafnframt nýtt Íslandsmet í samanlögðum árangri 220kg.
  • Að lokum keppti hún í September síðastliðnum á Heimsmeistaramótinu í Ryiadh í Saudi-Arabíu þar sem hún varð í 17.sæti og lyfti 102kg í snörun (aftur bæting á íslandsmeti) og 123kg í jafnhendingu sem var bæting á íslandsmeti og bæting á íslandsmeti í samanlögðum árangri 225kg.
  • Í Katar nú í Desember gerði hún enn betur og lyfti 104kg í snörun og 127kg í jafnhendingu sem eru íslandsmet og samanlagði árangurinn er 231kg sem hafði dugað í silfur verðlaun á EM 2023.
  • Hún endar árið í 14.sæti á úrtökulista fyrir Ólympíuleikana, með fimmta besta árangur Evrópubúa (tímabil sem nær frá Desember 2022).
  • Hún endar árið í 19.sæti á heimslista (long-list) einnig fimmta best Evrópubúa þar.
  • Hún lyfti mest 231kg á árinu og bætti sinn besta árangur um 14kg.
  • Strangt tiltekið telst 225kg og 276.5 Sinclair stig til valsins. Árangur hennar í Katar gaf síðan 283.3 stig.
  • Fyrir árið átti hún bestan árangur 217kg sem hún lyfti er hún varð Evrópumeistari í flokki 21-23 ára 2022.
  • Hún setti 12 Íslandsmet í fullorðinsflokki á árinu sem einnig voru Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri 2022.

Besti Lyftingamaðurinn : Brynjar Logi Halldórsson

Brynjar Logi Halldórsson á Evrópumeistaramóti Ungmenna 2023

Brynjar Logi Halldórsson (f.2002) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur er lyftingamaður ársins annað árið í röð. Valið stóð tæpt á milli Brynjars og Sigurðar Darra Rafnssonar einnig úr Lyftingafélagi Reykjavíkur en meirihluti stjórnar valdi Brynjar og spilaði þátttaka hans og árangur á mótum erlendis þar stóra rullu.

  • Brynjar keppti á alls fimm mótum á árinu, þar að þremur erlendis.
  • Bestum árangri náði hann á Sumarmótinu þar sem hann lyfti 293kg sem gaf honum 359,2 Sinclair stig. Sigurður Darri lyfti 297kg í sama þyngdarflokk og Brynjar á sumarmótinu og fékk fyrir það 361.4 Sinclair stig. Þetta er í fyrsta sinn á síðustu 10 árum sem stigahæsti lyftingamaður ársins er ekki valinn lyftingamaður ársins.
  • Hann vann silfur í -89kg flokki á Norðurlandameistaramótinu þar sem hann lyfti einnig 293kg.
  • Hann var annar stigahæstur karl keppenda á Smáþjóðamótinu í lyftingum.
  • Þriðji stigahæstur keppenda á Reykjavík International Games 2023.
  • Hann varð í 10. Sæti á Evrópumeistaramóti Ungmenna 21-23 ára í -89kg flokki.
  • Hann setti tvö íslandsmet í fullorðinsflokki á árinu og 7 íslandsmet í flokki 21-23 ára.

Ungmenni ársins Konur 18-20 ára

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f.2005) úr Lyftingadeild Stjörnunnar hóf árið með krafti þar sem hún varð hæst kvenna á Sinclair stigum á Reykjavík International Games 2023 með því að lyfta 185kg í -71kg flokk sem gáfu henni 237.2 Stig. Hún varð önnur á Íslandsmeistaramótinu í -71kg flokk á eftir Eygló. Hún varð íslandsmeistari unglinga í -71kg flokk. Hún keppti einu sinni erlendis á árinu á Evrópumeistaramóti 20 ára og yngri þar sem hún keppti í -64kg flokk í fyrsta sinn á alþjóðlegu móti síðan 2019. Þar féll hún úr leik á opnunarþyngd í snörun en kemur reynslunni ríkari til baka.

Ungmenni ársins Karlar 18-20 ára

Bjarki Breiðfjörð með 121kg á Norðurlandameistaramóti Unglinga

Bjarki Breiðfjörð (f.2003) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur er bestur í flokki 18-20 ára karla. Hann lyfti mest 260kg í -81kg flokki á árinu þegar hann varð Íslandsmeistari í -81kg flokki. Það gáfu honum 331 Sinclair stig. Hann keppti einnig á Íslandsmeistaramóti Unglinga þar sem hann sigraði sama flokk, á Norðurlandameistaramóti Unglinga snaraði hann 121kg en féll úr leik í jafnhendingu. Síðasta mótið hans var smáþjóðamótið í lyftingum sem fram fóru í Lúxemborg í lok Nóvember. Þar lyfti hann 250kg samanlagt og varð 10 hæsti á stigum.

Ungmenni ársins Konur 16-17 ára

Guðrún Helga Sigurðardóttir á Norðurlandamóti Unglinga í Finnlandi

Guðrún Helga Sigurðardóttir (f.2006) fulltrúi hins nýstofnaða Lyftingafélags Vestra náði bestum árangri kvenna 16-17 ára á árinu. Það gerði hún þegar hún lyfti 137kg í +81kg flokki á íslandsmeistaramóti unglinga sem gáfu henni 144.4 Sinclair stig. Hún keppti einnig á Haustmótinu og á Norðurlandamóti Unglinga þar sem hún varð önnur í +81kg flokki 17 ára og yngri á sínu fyrsta alþjóðlega móti.

Ungmenni ársins Karlar 16-17 ára

Kristinn Þór Hilmarsson (f.2007) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur lyfti 118kg samanlagt í -67kg flokki á Sumarmóti LSÍ og varð það stigahæsti árangurinn í flokki 16-17 ára, 175.8 Sinclair stig.

Ungmenni ársins Konur 15 ára og yngri

Steindís Elín Magnúsdóttir (f.2008) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur náði bestum árangri kvenna 15 ára og yngri á árinu þegar hún lyfti 110kg í -71kg flokki á Haustmóti LSÍ. Hún keppti einnig á sumarmótinu og Íslandsmeistaramóti Unglinga þar sem hún vann silfurverðlaun í -71kg flokki 17 ára og yngri.

Ungmenni ársins Karlar 15 ára og yngri

Stígur Bergmann Þórðarson (f.2008) úr Lyftingadeild Mosfellsbæjar lyfti 98kg samtals í -67kg flokk sem gáfu honum 148 Sinclair stig á Haustmóti LSÍ. Það var besti árangur í flokki 15 ára og yngri.

Eygló sigraði B-hóp og endaði í 11.sæti í Katar með ný íslandsmet og jöfnun á norðurlandametum í snörun og jafnhendingu.

Eygló Fanndal Sturludóttir heldur áfram að gera það gott í vegferð sinni að ná þátttökurétti ólympíuleikunum í París 2024.

Mynd: All Things Gym – https://www.instagram.com/atginsta/

Í dag keppti hún í B-hóp í -71kg flokki kvenna og gerði sér lítið fyrir og sigraði hópinn eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti 1kg minna en Eygló. Áður hafði hin Kólembíska Mari Sanches Perinan lyft 240kg í C-hóp en Mari var fyrir mótið í 6.sæti á heimslita/úrtökulista fyrir ólympíuleikana (OQR).

Heildarúrslit má sjá HÉR og HÉR.

Hægt er að horfa á útsendingu frá keppninni HÉR

  • Eygló lyfti öllum sex lyftunum
  • Á úrtökulista fyrir ólympíuleikana (OQR) fer hún úr 19-22.sæti upp í 14.sæti samkvæmt óstaðfestum útreikningum.
  • Upp fyrir Lisa Marie Schweizer (GER), Sarah Davies (GBR), Runa Segawa (JPN) og Joy Ogbonne Eze (NGR) sem allar voru meðal keppenda í dag og voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló.
  • Aðeins einn evrópubúi náði betri árangri í dag í þyngdarflokknum, evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238kg í samanlögðu.
  • 104kg í snörun sem var bæting á íslandsmeti hennar um 2kg sett á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum.
  • 104kg er einnig jöfnun á norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius í snörun sem sett var á HM í Tashkent 2021.
  • 124kg í jafnhendingu var 1kg bæting á íslandsmeti og 127kg því alls 4kg bæting á fyrra meti Eyglóar sem hún setti í Doha.
  • 231kg í samanlögðum árangri var því 6kg bæting á hennar eigin íslandsmeti.
  • 231kg er jafnframt jöfnun á norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna.
  • Skemmtileg staðreynd að 231kg dugðu Patriciu Strenius í bronsverðlaun á Heimsmeistaramótinu í Tashkent ’21 og vannst flokkurinn á 235kg. Það mót var haldið stuttu eftir Ólympíuleikana í Tokyo þar sem keppt var í -64kg flokk og -76kg flokk kvenna en ekki -71kg.
Eygló með 127kg og jöfnun á norðurlandameti í samanlögðum árangri. Skjáskot úr útsendingu.

Jólamót LSÍ 2023 – Dagskrá

KVK Hópur C

NafnFélagÞyngdarflokkurEntry Total
Þórdís ViðarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur4965
Heiða Máney Einarsdóttir HafbergLyftingafélag Kópavogs5565
Rakel Sara SnorradóttirLyftingafélag Reykjavíkur7180
Elísa Magnúsdottir DisonGlímufélagið Ármann6480
Hólmfríður BjartmarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur7190
Signý SveinbjörnsdóttirLyftingafélag Kópavogs7690
Birna ÓlafsdóttirLyftingafélag Kópavogs5590
Máney Dögg BjörgvinsdóttirUMFN Massi8195
Steindís Elín MagnúsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur71105

KK Hópur B

NafnFélagÞyngdarflokkurEntryTotal
Guðjón Gauti VignissonKarftlyftingafélag Mosfellsbæjar7395
Guðjón Hagalín KristjánssonKarftlyftingafélag Mosfellsbæjar73100
Stígur Bergmann ÞórðarsonKarftlyftingafélag Mosfellsbæjar67100
Sigurdur ArnasonKarftlyftingafélag Mosfellsbæjar96175
Konráð Krummi SigurðssonLyftingafélag Kópavogs89185
Hafliði Jökull JóhannessonUMFN Massi96190
Ingólfur PéturssonKarftlyftingafélag Mosfellsbæjar96200
Suthaphat SaengchueaphoLyftingafélag Kópavogs96200

KVK Hópur B

NafnFélagÞyngdarflokkurEntry Total
Freyja SvavarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur59123
Helga Hlín HákonardóttirUMFStjarnan59127
Anna Guðrún HalldórsdóttirLyftingafélagið Hengill87130
Sólveig ÞórðardóttirLyftingafélag Reykjavíkur71130
Unnur Sjöfn JónasdóttirLyftingafélag Kópavogs+87140
Erna Freydís TraustadóttirUMFN Massi64140
Thelma Rún GuðjónsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur64143

KK Hópur A

NafnFélagÞyngdarflokkurEntryTotal
Daníel MagnússonKarftlyftingafélag Mosfellsbæjar89210
Ögri HarðarsonLyftingadeild KA89240
Jón Kaldalóns BjörnssonLyftingafélag Reykjavíkur89245
Árni Rúnar BaldurssonLyftingafélag Reykjavíkur81250
Daníel RóbertssonLyftingafélag Reykjavíkur96250
Gerald EinarssonLyftingafélag Reykjavíkur89275

KVK Hópur A

NafnFélagÞyngdarflokkurEntry Total
Andrea Rún ÞorvaldsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur71150
Aldís Huld HöskuldsdóttirLyftingafélag Kópavogs76150
Snædís Líf P. DisonLyftingafélag Reykjavíkur59153
Iris Rut JonsdottirUMFN Massi64170
Selma GísladóttirLyftingafélag Reykjavíkur81170
Arey Rakel GuðnadóttirLyftingafélag Reykjavíkur71175
Bergrós BjörnsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur71180
Erla ÁgústsdóttirLyftingafélag Kópavogs+87206

Eygló keppir 10.Desember á IWF Grand Prix II í Doha klukkan 11:00!

Eygló Fanndal Sturludóttir keppir ein íslendinga á IWF Grand Prix II í Doha, Katar Sunnudaginn 10.Desember klukkan 14:00 á staðartíma eða 11:00 að íslenskum tíma. Mótið er eitt af úrtökumótum fyrir ólympíuleikana í París 2024. Eygló keppir í B-hóp og er skráð með 230kg heildarárangur inn í mótið, hæst og jöfn fjórum öðrum keppendum í B-hóp búast má við æsi spennandi keppni. Hægt er að fylgjast með mótinu sem hófst 4.Desember á heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins (IWF).

BEIN ÚTSENDING Á YOUTUBE HÉR

Allir keppendur í ólympískum lyftingum sem ekki eru á svokölluðu universality sæti eða heima þjóð (Frakkland) þurfa að hafa keppt á Heimsmeistaramótinu 2023 og IWF World Cup sem haldið verður í Taílandi í Apríl 2024 (og verður jafnframt síðasta úrtökumót fyrir leikana). Að auki þurfa keppendur að hafa keppt á þremur öðrum úrtökumótum líkt og því sem nú fer fram í Katar.

Eygló er þessa stundina í 19-22. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana OQR (Olympic Qualification Ranking) og má segja að allt sé í járnum í -71kg flokknum og flest allir keppendur eru mættir til leiks. En aðeins 3 úrtökumót eru eftir, IWF Grand Prix II í Katar, álfuleikar (í tilfelli Eyglóar Evrópumeistaramótið í byrjun Febrúar) og áðurnefnt IWF World Cup í Taílandi í Apríl. Hæsti árangur á einhverju af úrtökumótunum raðar íþróttamanninum niður á úrtökulistann og tíu efstu keppendur fá sjálfkrafa þátttökurétt, það er þó þeim takmörkunum háð að þjóðin fær aðeins að senda 3 konur á leikana í 5 þyngdarflokka og t.d. þurfa Kínverjar að velja og hafna (en þeir eru efstir á úrtökulistanum í öllum þyngdarflokkum í kvenna og 3/5 karlaflokkunum.

Flestar konur eru skráðar til leiks í -71kg flokkin í Doha, alls 37 konur. Í C-hóp keppa 13 konur og þar eru m.a. skráðar inn á lágum samanlögðum árangri Mari Sanchez Perinan frá Kólembíu sem er 6 á úrtökulistanum fyrir París og Egyptin Neama Said sem er í 5.sæti á sama lista. Líklegt er að þær mæti aðeins í vigtun en með því telst mótið gilt og þær gefa kost á sér í lyfjapróf.

A-hópurinn keppir klukkan 19:00 að staðartíma sama dag og Eygló, þar er heimsmethafinn í jafnhendingu og samanlögðum árangri Guifang Liao mætt til leiks og Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma. Heimsmetahafinn í snörun Angie Palacios frá Ekvador er hinsvegar ekki meðal keppenda en hún hefur nú þegar keppt á 4 úrtökumótum. Norður Kórea verður ekki meðal keppenda í París en þeir tefla fram keppenda í A-hóp, en landið hefur farið mikin að undanförnu og unnið nokkra af léttu þyngdarflokkunum sem eru nú þegar búin að ljúka keppni.

Íslenska senior liðið sigurvegari á Smáþjóðamótinu í Ólympískum lyftingum 2023

Smáþjóðamótinu í Lúxemborg er nú lokið og Íslenska liðið með frábæran árangur

Heildarúrslit: https://results.lsi.is/meet/smatjodleikar-ostadfest-dagsetning–2023

Mótið var stigakeppni þar sem samanlögð sinclairstig liðsins gildir til verðlauna, en einnig eru stigahæstu keppendur í karla og kvennaflokki verðlaunuð.
Ekki var um þyngdarflokkamót að ræða svo keppendur fá skráðan árangur í þeim þyngdarflokki sem þeir vigtuðust inní á keppnisdegi.
Í hverju liði keppa 2 senior karlar og 2 senior konur auk liðs með 1 junior karli og 1 junior konu.

Ísland vann heildar stigakeppni senior.
Einnig sigruðu Íslensku konurnar stigakeppni kvenna senior.
Senior karlarnir urðu í öðru sæti.
Junior liðið varð í öðru sæti.
Brynjar Logi Halldórsson var annar stigahæsti karl í senior. Hann  setti einnig 4 Íslandsmet á mótinu.
Þuríður Erla Helgadóttir var þriðja stigahæsta kona í senior.

Bríet Anna Heiðarsdóttir hóf keppni af íslensku keppendunum á laugardaginn og var hún kven junior keppandinn okkar.
Hún lyfti 60kg og 63kg í snörun, reyndi síðan við 66kg sem ekki vildi upp, en það var tilraun til 2kg bætingar á hennar besta árangri. Í jafnhendingu lyfti hún 70kg, reyndi við 72kg sem fóru ekki upp en endaði svo á að taka 73kg. Samanlagður árangur hennar var því 136kg. Hún vigtaðist 58,75kg og hlaut 186,61 sinclairstig.

Í síðari keppnishóp laugardagsins kepptu Kári Einarsson og Bjarki Breiðfjörð Björnsson.
Kári í Senior flokki og Bjarki Junior.
Bjarki hóf leikinn á 115kg snörun sem hann missti tvisvar og því var gríðarlega mikilvægt að hann næði þriðju tilrauninni sinni til þess að fá gildan árangur inní sinclair keppnina. Hann gerði það svo með glæsibrag.
Kári lék svo sama leikinn með 117kg. Missti þá þyngd tvisvar en náði henni í þriðju tilraun.
Þeir félagara léku leikinn þveröfugt við aðra keppendur mótsins sem flestir náðu fyrstu tveimur lyftunum sínum en náðu ekki að klára þá síðustu.
Bjarki kom svo sterkur inn í jafnhendinguna. Lyfti 130kg í fyrstu lyftu, 135kg í annarri lyftu og reyndi því næst við 141kg sem ekki vildi upp í dag. Samanlögð þyngd 250kg,  líkamsþyngd 81,25kg sem gáfu honum 316,12 sinclair stig.
Kári hóf jafnhendinguna á 138kg tilraun sem ekki gekk upp, en vildi upp í annarri tilraun. Í þriðju tilraun reyndi hann við 141kg líkt og Bjarki en sú þyngd vildi ekki upp í dag. Samanlögð 255kg og 78,75kg líkasmþyngd gáfu honum 328,74 sinclair stig.

Sunnudagurinn hófst svo á seinni kvennahópinum en þar kepptu þær Katla Björk Ketilsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir fyrir Íslands hönd, báðar í senior flokki.
Katla hóf leikinn á 75kg snörun, tók því næst 80kg og reyndi að lokum við 82kg sem ekki vildu upp í dag.
Þuríður opnaði í 77kg snörun, tók því næsti 80kg og að lokum 83 kg í snörun.
Í jafnhendingu byrjaði Katla á 90kg lyftu, reyndi þvínæst við 93kg en náði ekki að standa upp með það, en tók 93kg svo í þriðju lyftunni. Samanlögð 173kg, líkamsþyngd 62,27kg og 228,73 sinclair stig.
Þurí hóf sína jafnhendingu á 97kg lyftu, hækkaði í 101kg og tók hana líka og reyndi að lokum við 104kg sem ekki vildu upp í dag. Samanlögð 184kg, líkamsþyngd 60,47kg og 247,8 sinclair stig.

Í síðasta hópnum var svo Brynjar einn eftir af Íslenska hópnum og gríðarlega mikilvægt að hann næði gildan í árangur til að liðið næði heildar árangri. Það var því byrjað á vel öruggum lyftum í báðum lyftum. Hann vigtaðist 90,15 kg og er árangurinn hans því skráður í 96kg flokki.
Hann opnaði snörunina í 130kg, sem er U23 í Íslandsmet í 96kg flokki, hækkaði sig svo í 134kg og bætti með því senior Íslandsmetið í 96kg um 4kg. Að lokum reyndi hann við 137kg, en kláraði ekki þá lyftu.
Í jafnhendingunni opnaði hann í örggri 145kg lyftu, enda mikilvægt að ná inn gildri lyftu fyrir heildar árangur liðsins. Hann hækkaði í 153kg í annarri lyftu og bætti með því U23 Íslansmetið um 3kg. Hann reyndi svo við 160 kg sem ekki vildu upp í dag.
Samanlögð  287kg sem er jöfnun á Íslandsmets-standard, líkamþyngd 90,15kg og 344,77 sinclair stig.

Innilega til hamingju – þið eruð sannarlega frábærir fulltrúar Íslands í lyftingum.