Smáþjóðamótið í lyftingum  í Mónakó á laugardaginn

Smáþjóðamótið í ólympískum lyftingum fer fram í Mónakó næstkomandi laugardag.
Mótið er liðakeppni þjóða sem hafa miljón íbúa eða færri og eru aðilar að Smáþjóðasambandinu.
Í ár keppa auk Íslands, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Monakó, San Marino líkt og áður en í ár bætast Gíbraltar og Færeyjar einnig í hópinn auk þess sem franski klúbburinn Saint Marcellin keppir sem gestur á mótinu en tekur ekki þátt í eiginlegri liðakeppni.

Í hverju liði keppa 2 senior karlar og 2 senior konur en auk þess er junior lið skipað 1 junior karli og 1 junior konu.
Mótið er Sinclairstigamót og verðlaunað fyrir stigahæsta liðið, stigahæsta lið karla og stigahæsta lið kvenna auk stigahæstu keppenda af hvoru kyni.

Þess má geta að 2023 sigraði Ísland liðakeppnina og á því titil að verja

Keppendurnir frá Íslandi eru:

Senior
Brynjar Logi Halldórsson
Kári Einarsson
Katla Björk Ketilsdóttir
Guðný Björk Stefánsdóttir

Junior
Þórbergur Ernir Hlynsson
Bríet Anna Heiðarsdóttir

Með þeim fara Sigurður Darri Rafnsson landsliðsþjálfari og Hlynur Skagfjörð Pálsson auk þess sem Erna Héðinsdóttir verður dómari á mótinu. 

Ekki er enn ljóst hvort streymt verður frá mótinu, en fylgist vel með á samfélagsmiðlum og við komum upplýsingum um útsendingu þar inn ef af verður.

Íslandsmeistaramót Unglinga 2024

KVK B Youth (U17)
NafnFélagÞyngdarflokkurEntryTotal
Elinborg Dóra TryggvadóttirLyftingafélag Kópavogs4535
Þórdís ViðarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur4950
Birna ÓlafsdóttirLyftingafélag Kópavogs4995
Heiða Máney Einarsdóttir HafbergLyftingafélag Kópavogs5980
Elísa Magnúsdóttir DisonGlímufélagið Ármann6490
Heiðdis Hrönn JónasdóttirLyftingafélag Kópavogs71100
Hólmfríður BjartmarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur71105
Steindís Elín MagnúsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur71110
KK A
NafnFélagÞyngdarflokkurEntryTotal
Magnús Heiðar SchevingLyftingafélag Kópavogs61100
Stígur Bergmann ÞórðarsonKarftlyftingafélag Mosfellsbæjar67109
Guðjón Gauti VignissonKarftlyftingafélag Mosfellsbæjar73112
Kristófer Logi HaukssonLyftingafélag Kópavogs81125
Konráð Krummi SigurðssonLyftingafélag Kópavogs89195
Hafliði Jökull JóhannessonUMFN Massi102200
Tindur EliasenLyftingafélag Reykjavíkur89238
Þórbergur Ernir HlynssonLyftingafélag Reykjavíkur96250
Brynjar Logi HalldórssonLyftingafélag Reykjavíkur89280
KVK A Junior (U20) og U23
NafnFélagÞyngdarflokkurEntryTotal
Thelma Rún GuðjónsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur59143
Freyja Björt SvavarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur59129
Thelma Mist OddsdóttirLyftingafélag Kópavogs59160
Emilía Nótt DavíðsdóttirLyftingafélag Kópavogs64110
Sólveig ÞórðardóttirLyftingafélag Reykjavíkur76130
Rakel Sara SnorradóttirLyftingafélag Reykjavíkur7180
Guðný Björk stefánsdóttirLyftingafélag Kópavogs76193
Erla ÁgústsdóttirLyftingafélag Kópavogs+87211

Friðný Fjóla Jónsdóttir í 15.sæti í -87kg flokki, Erla með þrjú íslandsmet!

Friðný Fjóla Jónsdóttir og Erla Ágústdóttir kepptu í dag síðastar íslensku keppendanna á Evrópumeistaramótinu í Ólympískum lyftingum sem fram fer í Sofia í Búlgaríu. Báðar kepptu þær í B-hóp, Friðný í flokki -87kg og Erla +87kg en flokkarnir voru keyrðir saman. Friðný Fjóla keppti á sínu fyrsta stórmóti, hún opnaði fyrst örugglega í 88kg, fór síðan í 92kg sem fóru nokkuð auðveldlega upp en missti aðeins lásinn á hægri hendi og fékk ógilt. Þriðja tilraun var við 93kg en hún fór ekki upp. Í jafnhendingu opnaði Friðný á 105kg sem hún fékk ógilt fyrir pressu sem kviðdómur greip inn í, þar næst fór hún í 106kg sem flaug upp og að lokum í 112kg sem hefði verið bæting á hennar besta árangri um 1kg, hún clean-aði þeirri þyngd en klikkaði í jarkinu. Friðný endaði í 15.sæti í -87kg flokk kvenna. Hin norska Solfrid Koanda bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur í flokknum þegar hún snaraði 120kg og jafnhenti 160kg og bætti sinn besta árangur um 8kg og setti norðurlandamet í öllum lyftum (snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri). Hún færðist einnig upp úr 8.sæti í það 6. á OQR og er orðinn nokkuð örugg með sæti í París en keppt er í +81kg flokki kvenna þar.

Friðný með 88kg í snörun á Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Erla opnaði á 93kg, fór svo í 97kg sem var nýtt íslandsmet í +87kg flokki að lokum fór hún í 100kg í þriðju tilraun en hún þurfti að lyfta á eftir sjálfri sér í loka lyftunni. Hún flaug upp og 5kg bæting í snörun og tvö íslandsmet. Einnig er hún aðeins annar íslendingurinn í kvenna flokki til að snara 100kg (hinn er Eygló Fanndal Sturludóttir). Í jafnhendingunni opnaði hún á 110kg, fór svo í 115kg sem hún rétt missti í loka stöðu. Hún lét það ekki á sig fá og kom til baka í þriðju tilraun og kláraði lyftuna. Nýtt íslandsmet í samanlögðum árangri, 4kg bæting á íslandsmetinu sem hún setti á jólamótinu fyrir rétt um 2 mánuðum síðan. Árangur Erlu dugði henni til 8.sætis í +87kg flokki kvenna.

Erla með 100kg í snörun á Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Friðný og Erla keppa á morgun (19.Febrúar) klukkan 10:00 að íslenskum

Síðustu tveir keppendurnir okkar þær Friðný Fjóla Jónsdóttir og Erla Ágústdóttir keppa á morgun 19.Febrúar klukkan 10:00 að íslenskum tíma (12:00 að staðartíma í Búlgaríu). Þær keppa á sama tíma en þó ekki í sama þyngdarflokk, B hópar -87kg flokks og +87kg flokks eru keyrðir saman.

Eins og áður hefur komið fram er hægt að horfa á mótið á WEIGHTLIFTINGHOUSE.TV og fylgjast með stöðunni á EASYWL.

Úrslit koma svo í gagnagrunn sambandsins þegar A-hópar hafa lokið keppni.

Þetta er fyrsta stórmót Friðnýar en hún hefur best snarað 92kg og jafnhent 111kg sem hún gerði á Norðurlandamótinu í lyftingum í Október á síðasta ári. Friðný á íslandsmetið í snörun í flokknum en jafnhendingarmetið er 114kg (standard) og 205kg í samanlögðu og verður gaman að sjá hvort hún geri atlögu af því á morgun.

Friðný á norðurlandamótinu í lyftingum 2023 með 88kg á stönginni. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Erla Ágústdóttir hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og lyfti sínum besta árangri á Jólamótinu síðastliðnum 93kg í snörun og 118kg í jafnhendingu. Hún vann til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í flokki 23 ára og yngri á síðasta ári og er til alls líkleg. Íslandsmet hennar í snörun er 95kg.

Erla á Evrópumeistaramóti Ungmenna í Rúmeníu þar sem hún vann til verðlauna 2023. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Á Evrópumeistaramótinu hafa nú þegar lokið keppni:

Þuríður Erla Helgadóttir sem varð í 14.sæti í -59kg flokki

Katla Björk Ketilsdóttir sem varð í 22.sæti í -64kg flokki

Eygló Fanndal Sturludóttir sem varð í 4.sæti í -71kg flokki

Guðný Björk Stefánsdóttir sem varð í 10.sæti í -76kg flokki

Eygló Fanndal setti íslands og norðurlandamet í snörun þegar hún lyfti 105kg. Guðný Björk setti einnig íslandsmet í jafnhendingu þegar hún lyfti 110kg.

Guðný Björk lyftir 110kg í jafnhendingu sem var nýtt Íslandsmet í -76kg flokki

Guðný Björk Stefánsdóttir með nýtt íslandsmet í jafnhendingu 110kg

Evrópumeistaramótið í Sofiu í Búlgaríu heldur áfram og í dag keppti Guðný Björk Stefánsdóttir. Guðný keppti í B-hóp í -76kg flokki kvenna og var þetta hennar fyrsta stórmót í ólympískum lyftingum. Hún lyfti 85kg í snörun en klikkaði á 90kg og 92kg, hún á best 90kg. Í jafnhendingunni gekk hinsvegar allt upp og hún lyfti þar 104kg, 107kg og loks 110kg í lokalyftunni sem jafnframt var nýtt íslandsmet. Guðný var efst fjögurra keppenda í B-hópnum og endaði í 10.sæti í -76 flokknum. Hin ítalska Genna Romida Toko Kegne sigraði flokkinn með að lyfta 101kg í snörun og 126kg í jafnhendingu. Laura Horvath frá Ungverjalandi sem vann Crossfit leikana 2023 keppti einnig í flokknum og varð í 6.sæti þegar hún lyfti 90kg í snörun og 115kg í jafnhendingu.

Guðný með 85kg í snörun. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)
110kg, nýtt Íslandsmet hjá Guðný. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Enn eigum við svo tvo keppendur sem eiga eftir að ljúka keppni en þær keppa í sama hóp á mánudaginn:

Friðný Fjóla Jónsdóttir 19.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma -87kg B-hópur

Erla Ágústdóttir 19.Febrúar klukkan 12:00 á staðartíma +87kg B-hópur

Hægt er að fylgjast með mótinu beint á weightliftinghouse.tv og hægt er að sjá live scoreboard á easywl.

Í gær birtust lyfturnar hjá Eygló í sjónvarpsfréttum RÚV, einnig var viðtal við hana á mbl.is sem við hvetjum áhugasama til að lesa.

Eygló Fanndal í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum með norðurlandamet í snörun

Eygló Fanndal Sturludóttir var grátlega nærri því að verða fyrst íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í ólympískum lyftingum þegar hún endaði í 4.sæti í -71kg flokki kvenna aðeins 1kg á eftir 3.sætinu. Hún átti samt sem áður mjög sterkt mót og náði sínum næst besta árangri á móti 230kg og einnig setti hún norðurlandamet í snörun í -71kg flokki kvenna. Þetta mót mun án efa fara í reynslubankann hjá Eygló. Þetta er besti árangur íslendings á stórmóti í ólympískum lyftingum.

Sjá heildarúrslit hér: https://www.easywl.com/bulgaria/results/F071.pdf

Eygló með 105kg, nýtt norðurlandamet í snörun. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Eygló byrjaði snörunina af miklu öryggi og lyfti 99kg, 102kg og loks 105kg sem var bæting á hennar eigin íslandsmeti um 1kg en einnig bæting á norðurlandametinu í snörun um 1kg sem var í eigu hinnar Sænsku Patricia Strenius. Hin Þýska Lisa Marie Schweizer kom öllum að óvörum og bætti sig um 4kg í snörun og lyfti 107kg eftir um 12 ára keppnisferil og vann silfur í snörun en Eygló varð fjórða í snörun á eftir hinni hvít-rússnesku Siuzanna Valodzka sem lyfti 105kg líkt og Eygló en gerði það í annari tilraun en ekki þeirri þriðju. Elena Loredana Toma lyfti 114kg í snörun og sigraði þá grein.

Í jafnhendingunni byrjaði Eygló á 125kg sem er næst þyngsta lyfta sem hún hefur lyft á móti og fór hún örugglega upp, Eygló var þegar þarna komið með 230kg í samanlögðu en Lisa Marie hafði lokið keppni með 124kg í jafnhendingu og 231kg. Enn átti nokkur fjöldi keppenda eftir að lyfta, Eygló meldaði 128kg og við tók nokkur bið en bæði hin ísraelska Celia Gold og breska Sarah Davies lyftu 128kg í þriðju tilraun. Eygló hækkaði síðan í 129kg og fyrsta tilraun hennar fór ekki vel og hún missti jafnvægið í botnstöðunni, hún fékk því tvær mínútur til að hefja aðra tilraun en ef hún hefði lyft þeirri þyngd hefði hún komist í annað sætið og aðeins Valodzka og Toma eftir að klára sínar lyftur og bronsverðlaun því örugg. Loka tilraun Eyglóar gekk mun betur þar sem hún stóð upp með þyngdina og jarkaði henni upp fyrir haus en missti stöngina fram fyrir sig. Hún endar því í 5.sæti í jafnhendingu og í 4.sæti í heildina 1kg á eftir Lisa Marie. Elena Loredana Toma klikkaði nokkuð óvænt á tveimur tilraunum við 131kg og við það færðust Ísrael og Bretland í verðlaunasæti í jafnhendingu.

125kg opnunarlyfta hjá Eygló í jafnhendingu. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Aðeins er eitt mót eftir sem telur til úrtöku fyrir ólympíuleikana og fer það fram í lok Mars í Taílandi. Uppfærður OQR listi mun birtast þegar Eyjaálfu og Pan-American meistaramótin klárast en með árangri sínum í dag jafnaði Lisa Marie árangur Eyglóar, einnig hefur einn keppandi frá Afríku og einn keppandi frá Kóreu farið upp fyrir hana á OQR listanum og því mikil barátta fyrir hendi. Ísland hefur sótt um jöfnunarsæti (e. universality) fyrir Eygló á ólympíuleikunum í París en ekkert er öruggt í þeim efnum að hún fái því úthlutuðu og þátttaka hennar í -71kg flokknum mun fara eftir því hvort frakkar nýta sér sín tvö sæti sem þeir hafa sem aðilar sem halda leikana (e.host nation) og því er enginn öruggur inn nema tíu efstu keppendur á OQR í þyngdarflokknum.

Eygló Fanndal Sturludóttir keppir 16.Febrúar klukkan 15:00 á íslenskum tíma

Okkar besta lyftingakona keppir á í A-hóp -71kg flokki á Evrópumeistaramótinu í lyftingum sem fram fer í Sofia í Búlgaríu. Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið vel en aðeins eru tvö mót eftir sem telja til úrtöku fyrir ólympíuleikana, þetta evrópumeistaramót og svo lokamótið í Taílandi í Mars.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá mótinu á WEIGHTLIFTINGHOUSE og Scoreboard á EASYWL.

Í A-hóp hittir Eygló fyrir flesta þá keppendur sem hún hefur mætt á síðustu mótum, að þessu sinni eru tveir bandarískir keppendur í hópnum sem keppa á evrópumeistaramótinu því þeir fá ekki vegabréfsáritun til Venezuela til að keppa á Pan-American meistaramótinu sem fram fer í lok mánaðarins. Þeirra árangur telur í úrtökumótinu og til OQR (Olympic Qualification Ranking) en þær telja ekki í keppni á Evrópumeistaramótinu.

Hinir átta keppendurnir í A-hópnum eru í allar að reyna að qualify-a inn og eru þeir evrópubúar sem eru í efstu sætunum á OQR að frátalinni hinni frönsku Marie Josephe Fegue sem skráð er í -76kg flokkinn. Þær eru fyrir mótið í sætum 4-27 á OQR listanum en einhver smávægileg breyting hefur orðið á listanum eftir Afríku og Asíu meistaramótið sem ekki er búið að uppfæra og listinn verður ekki uppfærður fyrr en eftir að Pan-American og Eyjaálfa ljúka við sýn mót. Það má því búast við harðri keppni á morgun þar sem keppendur freista þess að klifra upp listann eða tryggja stöðu sína fyrir utan það að keppa um verðlaun á evrópumeistaramótinu. Efstu 10 keppendur á OQR listanum fá sjálfkrafa þátttökurétt í þyngdarflokknum á ólympíuleikunum í París, 1 sæti fer til efsta keppanda á OQR frá heimsálfu sem ekki hefur þegar fulltrúa (í þessum þyngdarflokk verður það mjög líklega Eyjaálfa) og eitt sæti til annaðhvort Frakklands eða svokallaðs universality sæti.

# á OQRNafnÞjóðTotalHópur á EM
2REEVES Olivia LynnUSA262A
4TOMA Loredana-ElenaROU256A
9VALODZKA SiuzannaAIN242A
10FEGUE Marie JosepheFRA241(-76kg) A
13MISERENDINO GiuliaITA233A
14STURLUDOTTIR Eyglo FanndalISL231A
18DAVIES SarahGBR229A
22SCHWEIZER Lisa MarieGER225A
23GOLD Celia HennaISR222A
27YLISOINI Anna Janette TellervoFIN219A
OQR listinn árangur keppenda er sá besti sem þeir hafa náð á einhverju af úrtökumótunum: https://iwf.sport/qualif2024/P2024_Qualification/
A-Hópur í -71kg flokki kvenna.

Katla Björk Ketilsdóttir í 22.sæti í -64kg flokk

Katla Björk Ketilsdóttir varð í 22.sæti á EM í dag þegar hún lyfti 84kg í snörun og 97kg í jafnhendingu. Alls kepptu 28 keppendur í flokknum sem er fjölmennasti kvennaflokkurinn á EM þrátt fyrir að vera ekki einn af ólympíuþyngdarflokkunum í París. Katla er óðum að ná fyrra formi eftir að hafa eignast barn á síðasta ári, í dag lyfti hún öllum lyftunum í snörun 78, 81 og 84kg. Í jafnhendingu lyfti hún opnunarþyngd 94kg, fór svo í 97kg sem hún missti jafnvægið í fyrri hluta lyftu. Hún kom svo til baka í þriðju tilraun og kláraði 97kg.

Hægt er að sjá úrslit hér og hér, einnig er hægt að sjá upptöku af keppninni og fylgjast með öðrum keppendum á weightliftinghouse.com.

Katla Björk með 84kg í snörun í lokatilraun. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Ine Andersson lyftu mestu norðurlandabúa og varð í 12.sæti með 201kg sem er þó töluvert frá hennar besta en á ólympíulistanum OQR hefur hún mest lyft 212kg sem hún lyfti á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Hin danska Josephine Rehl varð í 18.sæti eftir að hafa lyft aðeins 77kg í snörun fór hún með allar jafnhendingarnar í gegn og lyfti 108kg í jafnhendingu sem er 1kg frá danska metinu.

Katla Björk með 97 í jafnhendingu í lokatilraun. Ljósmynd: Isaac Morillas Sanchez (www.worldweightliftingmedia.com)

Þuríður Erla Helgadóttir í 14.sæti á EM í -59kg flokki

Katla Björk Ketilsdóttir keppir klukkan 10:00 á staðartíma (8:00) að íslenskum á morgun 15.Febrúar. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á weightliftinghouse.com og scoreboard á easywl.

Þuríður Erla Helgadóttir keppti í dag á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum, hún lyfti 78kg í snörun og 104kg í jafnhendingu. Hún opnaði á 78kg í snörun sem fóru nokkuð auðveldlega upp en klikkaði svo 2x á 82kg í annari og þriðju tilraun þar sem stöngin sat ekki vel í botnstöðunni. Í jafnhendingunni gekk allt upp og allar lyftur fóru í gegn 98kg, 101kg og 104kg og virtist hún eiga eitthvað inni þar.

Sjá úrslit hér , hér og neðar í fréttinni

Þuríður Erla situr undir 104kg sem fóru upp Ljósmynd: Isaac Moraillas Sanches (www.worldweightliftingmedia.com)
Þuríður Erla með 104kg. Ljósmynd: Isaac Moraillas Sanches (www.worldweightliftingmedia.com)

Íslandsvinkonan Saara Retulainen átti stórgott mót og kom mjög að óvart þar sem hún snaraði 95kg (bæting á norðurlandametinu í -59kg flokki um 4kg) og jafnhenti 119kg sem er bæting á norðurlandametinu um 1kg. Þessi árangur tryggði henni bronsverðlaun samanlagt í -59kg flokknum og fer hún úr 27.sæti á OQR í það 16. (en á þó eftir að uppfæra listann eftir Asíu og Afríkuleikana).

Það má segja að keppni í A-hópi -59kg flokksins hafi verið „blóðug“ en alls féllu 5 af 12 keppendum úr leik enda verið að tefla djarft til að koma sér upp listann fyrir ólympíuleikana.

Hægt er að sjá beinar útsendingar og upptökur frá mótinu á weightliftinghouse.com