
Brynjar Ari Magnússon (f.2004) setti 3 íslandsmet í U15 ára og hafnaði í 2.sæti í -77kg flokki 17 ára og yngri
Heildarúrslit: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championships-2018
Árangur íslensku keppandann á NM junior
14 íslenskir keppendur hófu keppni og árangur þeirra var eftirfarandi:
Birta Líf Þórarinsdóttir (LFR) keppti í -69kg flokki í U17, hún snaraði 66 kg og jafnhenti 85kg kg sem gaf henni 191,052 sinclair stig og 2.sæti á mótinu. Árangur Birtu var íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðu í U17 ára.
Rakel Ragnheiður Jónsdóttir (LFG) keppti í -58kg flokki U20, hún snaraði 65 kg og jafnhenti 80kg sem gaf henni 201 sinclair stig og 1.sæti á mótinu. Rakel bætti með þessum árangri íslandsmetið í jafnhendingu 20 ára og yngri. Rakel keppti í fyrsta sinn í nýjum þyngdarflokk og bætti sinn besta árangur um 20kg samanlagt.
Hrafnhildur Finnbogadóttir (LFK) keppti í -63 kg flokki U20, hún snaraði 64 kg og jafnhenti 76kg sem gaf henni 183,7 sinclair stig og 4.sæti á mótinu.
Birna Aradóttir (LFR) keppti í -63 kg flokki U20, en náði ekki að lyfta opnunarþyngdinni sinni 77kg í snörun sem hún hækkaði síðan í 78kg í tilraun 2 og 3. Hún féll því úr keppni en Birna var sigurstrangleg í -63kg flokknum. Birna keppir næst á EM U20 sem fram fer í Póllandi í lok mánaðarins.
Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) keppti létt (63.5kg) í -69 kg flokki U20, hún snaraði 77kg og jafnhenti 90kg sem gaf henni 217,8 sinclair stig og 2.sæti í -69kg flokknum. Katla bætti besta árangur sinn í jafnhendingu um 2kg frá því á evrópumeistaramóti 17 ára og yngra í fyrra þar sem hún endaði í 5.sæti.
Aþena Eir Jónsdóttir (UMFN) keppti líkt og Katla í –69kg flokki U20, hún snaraði 65 kg og jafnhenti 91kg sem gaf henni 194,3 sinclair stig og 5.sæti í þyngdarflokknum.
Birta Hafþórsdóttir (LFG) keppti í -75 kg flokki U20, hún snaraði 80kg og jafnhenti 90kg sem gaf henni 204,5 sinclair stig og varð hún norðurlandameistari í sínum flokk. Hennar helsti keppinautur Maren Fikse frá Noregi féll úr keppni á opnunarþyngd sinni 76kg.
Rökkvi Hrafn Guðnason (LFR) var yngsti keppandi mótsins f.2005 og keppti í -69 kg flokki U17, hann snaraði 76 kg og jafnhenti 93 kg sem gaf honum 228,6 sinclair stig og 5.sæti í þyngdarflokknum. Með þessum árangri setti Rökkvi íslandsmet í U15 ára í jafnhendingu.
Brynjar Ari Magnússon (LFH) keppti í -77 kg flokki U17, hann snaraði 95 kg og jafnhenti 110 kg sem gaf honum 258,4 sinclair stig og 2.sæti í þyngdarflokknum. Brynjar setti 3 íslandsmet í U15 ára. Í snörun, jafnhendingu og samanlögðu með þessum árangri og bætti sinn besta árangur um 25kg í samanlögðu. Brynjar er fæddur 2004 og á því mörg ár eftir í aldursflokknum. Brynjar var aðeins 1kg frá því að vinna flokkinn en hinn sænski Alvin Broman lyfti meira en Brynjar að þessu sinni.
Róbert Þór Guðmarsson (LFH) keppti í -77 kg flokki U17 líkt og Brynjar, hann snaraði 86 kg og jafnhenti 114 kg sem gaf honum 254 sinclair stig og 3.sæti í þyngdarflokknum. Loka lyfta Róberts lyfti honum upp fyrir norðmanninn Aron Sussmann sem lyfti einu kílói minna en Róbert.
Ingimar Jónsson (LFG) keppti í -77 kg flokki U20, hann snaraði 107kg og jafnhenti 131kg sem gaf honum 298,6 sinclair stig og 2.sæti í þyngdarflokknum. Ingimar setti nýtt íslandsmet unglinga flokknum í snörun og bætti sinn besta árangur um 12kg í samanlögðu.
Axel Máni Hilmarsson (LFR) keppti í -85kg flokki U20, hann snaraði 113kg og jafnhenti 135kg sem gaf honum 301,7sinclair stig og 4.sæti í þyngdarflokknum. Axel var aðeins 1kg frá bronsverðlaunum og 3kg frá Silfri.
Sigurður Darri Rafnsson (LFR) keppti í -85 kg flokki U20 líkt og Axel, hann snaraði 105kg og jafnhenti 140kg sem gaf honum 299,524 sinclair stig og 5.sæti á mótinu. Jafnhendingin var 10kg bæting hjá honum.
Guðmundur Jökull Ármansson (LFG) keppti í -94 kg flokki U20, hann snaraði 95 kg og jafnhenti 115kg sem gaf honum 249 sinclair stig og 3.sæti í flokknum.
Veigar Ágúst Hafþórsson (LFH) keppti í -105 kg flokki U20, hann snaraði 98 kg og jafnhenti 130kg sem gaf honum 253,3 sinclair stig og 3.sæti í flokknum.
Fullt af myndum má sjá hjá Danska sambandinu á Facebook
https://www.facebook.com/pg/DVF45/photos/?tab=album&album_id=1967922463287790&__xts__%5B0%5D=68.ARA_2ON_ERQBOB1e7eVWK-W5vnQ2dxXWBiiCGWMez5KBKphMtdSO6zK3O_LfZuJGXAYy3GLbUFAhMNUTlvZOmk-V0DJNUw0GRgU7AsTV6QHf3mVbMHBO7-0AvZ1iAXK_Lq74MMdJx8Z_7NtCDlH8zy4TUDAa5pN1DUpvZDW8-Os-i8fZuTzDyg&__tn__=-UC-R
Öll úrslit eru kominn inn í afreksgagnagruninn
Beðið er eftir staðfestum úrslitum úr liðakeppnum