Eygló Fanndal – Íþróttastjarna Reykjavíkur

Sjá frétt frá ÍBR: https://www.ibr.is/frettir/i%C3%BErottafolkrvk2025

Breytt fyrirkomulag var í ár þar sem einungis er verðlaunað einn íþróttamann en ekki karl/konu/kvár líkt og 2024.

Í frétt ÍBR segir:

Íþróttafólk Reykjavíkur heiðrað við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur

Athöfn íþróttafólks Reykjavíkur fór fram við hátíðlegar aðstæður í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld, þar sem framúrskarandi árangur reykvískra íþróttamanna og liða á árinu 2025 var heiðraður. Fjölmenni var viðstatt þegar verðlaun voru veitt í helstu flokkum og ljóst að árið hefur verið einstaklega árangursríkt í íþróttalífi borgarinnar.

Eygló Fanndal Sturludóttir íþróttastjarna Reykjavíkur 2025

Eygló átti stórkostlegt ár þar sem Evrópumeistaratitill fullorðinna er sá árangur sem hæst ber að nefna. Þar kom hún, sá og sigraði og fyrir þann árangur var hún líka valin önnur besta er kemur að heildarstigum óháð þyngdarflokki. Hún er fyrsti íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna.  Fyrr á árinu varð hún Íslandsmeistari í 5. sinn í röð og svo tryggði hún sér einnig 1. sæti á Smáþjóðamótinu.

Við óskum Eygló til hamingju með árangurinn sem og öllum þeim sem tilnefnd voru.

Færðu inn athugasemd