Evrópumeistaramót U20 og U23 : Úrslit

Eins og áður hefur komið fram átti Ísland þrjá keppendur á Evrópumeistaramóti ungmenna sem fram fór í Durres, Albaníu 28.Október til 4.Nóvember. Öll úrslit má nálgast hér: https://www.easywl.com/ALB_2025/index.php

Nýjustu fréttir af lyfingasambandinu koma alltaf á Instagram síðu sambandsins: https://www.instagram.com/icelandic_weightlifting/

Tindur Elíasen (f.2005) varð í 18.sæti í -88kg flokki karla 20 ára og yngri, hann snaraði best 122kg og jafnhenti 135kg, samanlagt 257kg. Þetta var fyrsta stórmót Tinds. Snörun, jafnhendingin og samanlagður árangur voru ný íslandsmet bæði í flokki 20 ára og yngri sem og 23 ára og yngri.

Þórbergur Ernir Hlynsson (f.2005) féll úr keppni í -110kg flokki karla 20 ára og yngri. Hann snaraði 140kg, reyndi svo tvisvar við 145kg. Í jafnhendingunni glímdi hann við svima og munaði litlu að illa færi þegar hann féll 2x á pallinn. Þórbergur hefur verið á mikilli siglingu síðastliðið ár og farið upp úr 95kg í tæp 110kg, það er vonandi að hann jafni sig fljótt og að við fáum að fylgjast með honum fylla vel út í 110kg flokkinn.

Thelma Mist Oddsdóttir (f.2002) keppti í -58kg flokki kvenna 23 ára og yngri. Hún gerði vel of fór í gegn með 5/6 lyftum. Hún snaraði 70 og 73kg, og jafnhenti 85, 88 og 91kg. Jafnhendingin var bæting um 1kg á hennar besta árangri. Þessi árangur dugði henni í 9.sæti í flokknum. Einnig setti hún ný íslandsmet í flokki 23 ára og yngri.

Nokkrar myndir út keppninni má sjá hér að neðan, landsliðsþjálfari í ferðinni var Sigurður Darri Rafnsson og Erla Ágústsdóttir var honum til aðstoðar:

Færðu inn athugasemd