Katla Björk Ketilsdóttir keppti fyrst Íslendinga á HM í Förde í Noregi í gær í -63 kg flokki kvenna, Katla opnaði á 84 kg í snörun sem hún lyfti auðveldlega en missti síðan 87 kg og 88 kg í annari og þriðju tilraun. Í jafnhendingunni byrjaði hún á 100 kg sem hún klikkaði á en kom sterk til baka og lyfti 100 kg í annarri tilraun. Þriðja tilraun var við 104 kg, einu kg minna en hún lyfti á Evrópumeistaramótinu í apríl síðastliðnum. Árangur Kötlu dugði í 23. sæti af 33 keppendum.
Norður-Kóreu búinn Ri Suk varð í fyrsta sæti með ný heimsmet í flokknum 111 kg/142 kg, Kanadabúinn Maude Charron (silfurverðlaunahafi frá París 2024 í -59 kg flokk) var með silfur 103 kg/133 kg og Yenny Sinisterra Torres frá Kólumbíu þriðja með 103 kg/128 kg. Inka Tiainen frá Finnlandi var efst Norðurlandabúa í 16. sæti en hún snaraði 85 kg og 114 kg í jafnhendingu.
Hægt er að sjá lyfturnar frá Kötlu í íþróttafréttum RÚV: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/ithrottir/30657/b1cj2c/hm-i-lyftingum

