Steindís Elín Magnúsdóttir keppti á sínu fyrsta Evrópumóti á þriðjudaginn sl.
Hún opnaði með 63kg í snörun sem fór ekki upp. Í annarri lyftu tók hún aftur 63kg og negldi hana. Í þriðju tilraun reyndu hún við 67kg sem fóru ekki upp að þessu sinni.
Í clean & jerk tók Steindís seríuna 75-81-83kg. Hún endaði því með 146 í samanlögðu.
Steindís er aðeins 17 ára gömul svo það verður gaman að fylgjast með henni á pallinum í framtíðinni.
