Steindís Elín á EUROPEAN YOUTH & JUNIOR CHAMPIONSHIPS

Á morgun, þann 29.júlí, keppir Steindís Elín Magnúsdóttir á Evrópumóti unglinga sem fram fer í Madrid á Spáni. Steindís keppir í -69kg flokki 17 ára og yngri.

Keppnin hefst klukkan 08:00 á íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með keppninni í beinu streymi á https://www.youtube.com/@easysporttv

Við óskum Steindísi og Þorvaldi þjálfara hennar, góðs gengis á þeirra fyrsta Evrópumóti.

Færðu inn athugasemd