Þórbergur Ernir og Ingi Gunnar landsliðsþjálfari eru nú komnir út til Lima í Perú þar sem Þórbergur keppir á World Youth Weightlifting Championships. Þórbergur keppir í 102kg flokki á morgun, sunnudaginn 4. maí klukkan 13:30 á staðartíma eða klukkan 18:30 á íslenskum tíma.
Mótinu er streymt á Facebook síðu IWF

Við eigum síðan þrjá keppendur sem eru nú staddir í Albaníu til að keppa á Evrópumeistaramóti masters. Þar fer fremst í flokki Anna Guðrún en hún keppir á mánudaginn í -87kg flokki 55-59 ára. Steinunn Sveinsdóttir keppir í 87kg flokki 60-64 ára og Haukur Parelius í 89kg flokki 55-59 ára. Mastersmótinu er streymt á youtube.

Við óskum þeim Þórbergi, Önnu Guðrúnu, Steinunni og Hauki góðs gengis !