Eygló Fanndal Evrópumeistari

Eygló Fanndal Sturludóttir (f.2001) gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í gær í -71kg flokki kvenna þegar hún lyfti 109kg í snörun, 135kg í jafnhendingu og 244kg samanlagt. Allt voru þetta ný íslands og norðurlandamet í -71kg flokknum en norðurlanda metið í jafnhendingu tók Eygló af hinni sænsku Patriciu Strenius sem varð einmitt Evrópumeistari 2018 í -69kg flokki og 2022 í -71kg flokk. Eygló bætti sinn persónulega árangur um 5kg í samanlögðu.

Eygló með 109kg í snörun. Ljósmynd: Gregor Winters

Hún háði nokkuð harða baráttu við hina rússnesku Zarina Gusalova (f.2004) sem keppir undir hlutlausum fána (AIN) og var þetta fyrsta stórmótið sem rússar keppa á síðan innrásin í Úkraínu hófst og voru væntingar til Zarinu miklar, Zarina lyfti 110kg í snörun og 131kg í jafnhendingu í annari tilraun en klikkaði á 134kg í loka tilraun til að taka forustu í loka lyftu. Það var umtalað hversu strategískt þyngdarval Inga Gunnars þjálfara Eyglóar var í jafnhendingunni sem hélt Eygló í forustu í fyrstu lyftunum. Þriðja sætið vermdi hin hvít-rússneska Siuzanna Valodzka (f.2000) sem einnig keppir undir hlutlausum fána með 102kg í snörun og 134kg í jafnhendingu. Siuzanna sem er þaulreynd vann silfur á EM í fyrra og varð fjórða á ólympíuleikunum í París, hún var nálægt því að falla úr keppni þegar hún klikkaði 2x á opnunarþyngdinni 101kg í snörun en náði 102kg í loka lyftunni.

Hin finnska Janette Ylisoini (f.2006) átti síðan frábært mót þegar hún snaraði 107kg og jafnhenti 125kg en náði ekki að lyfta 130kg í jafnhendingum þrátt fyrir tvær tilraunir, hún endaði í 4.sæti í samanlögðu. Þýski reynsluboltinn Lisa Marie Shweizer (f.1995) lyfti 108kg í snörun og tók bronsið þar af Janette og varð fimmta. Efastu fjórir keppendurnir í snörun lyftu öllum sínum lyftum, sem er nokkuð óvenjulegt á stórmótum.

Þetta var síðasta stórmótið í -71kg flokk en nýjir þyngdarflokkar IWF munu taka gildi 1.Júní.

Karlar: 60kg, 65kg, 71kg, 79kg, 88kg, 98kg, 110kg, +110kg

Konur: 48kg, 53kg, 58kg, 63kg, 69kg, 77kg, 86kg, +86kg

Kári Einarsson keppti einnig í gær í -81kg flokki karla á sínu fyrsta stórmóti í lyftingum, hann þurfti að hafa töluvert mikið fyrir snöruninni en opnunarþyngdin 117kg fór upp í þriðju tilraun. Jafnhendingin gekk betur en þar lyfti hann mest 147kg. Hann endaði í 16.sæti í flokknum.

Færðu inn athugasemd