Þuríður Erla Helgadóttir keppti fyrst íslensku keppendanna á Evrópumeistaramótinu í Ólympískum lyftingum sem fram fer í Chișinău í Moldavíu og varð í 15.sæti -59kg flokk. Þuríður lenti í smá óhappi með ferðalagið til Modavíu og var mætt á staðinn rétt undir 24klst áður en keppni hófst og hafði hún því lítinn tíma til að ná að losa vökva til að ná þyngd.

Með reynslunni náðist þó vigt, Þuríður klikkaði á fyrstu tveimur lyftunum sínum í snörun -76kg og -77kg en náði að lyfta 77kg í þriðju tilraun. Jafnhendingin gekk betur, þar lyfti hún 99kg í opnunarlyftu, því næst 102kg og reyndi loks við 105kg en það fór ekki upp. Samanlagður árangur því 179kg og 15.sætið staðreynd.
Katla Björk Ketilsdóttir keppti svo í -64kg flokk í dag, hún lyfti opunarlyftuna sína 85kg en fór því næst nokkuð örugglega upp með 88kg. Þriðja tilraun við 90kg missti hún aftur fyrir sig en það hefði verið bæting um 2kg á íslandsmetinu í snörun sem er í hennar eigu. Í jafnhendingu fór hún upp með 101kg og svo 105kg en klikkaði á 107kg í loka tilraun. Samanlagt 193kg og hún varð í 26.sæti í -64kg flokk.
Hægt er að fylgjast með úrslitum íslensku keppendanna í gagnagrunni sambandsins results.lsi.is og heildarúrslit á síðu Evrópusambandsins.
Hægt að sjá upptökur úr B og C hópum á EWFSPORT.TV