Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum 13.-21.apríl

Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum fer fram í Moldóvu dagana 13.-21.apríl nk.
Ísland á sex keppendur á mótinu að þessu sinni, þau Eygló Fanndal (-71), Guðnýju Björk (-76), Kötlu Björk (-64), Þuríði Erlu (-59), Kára Stein (-81) og Berg (-89). Ingi Gunnar landsliðsþjálfari og Hrund Scheving fylgja hópnum út ásamt Ernu Héðinsdóttur sem verður í hópi dómara á mótinu.

Þuríður hefur keppni þriðjudaginn 15.apríl, Katla keppir 16.apríl og Kári Steinn og Eygló keppa þann 17.apríl og Guðný og Bergur þann 18.apríl.
Í fyrsta skipti í sögu ólympískra lyftinga á Íslandi mun RÚV sýna beint frá -71kg flokknum sem Eygló Fanndal keppir í. Útsendingin hefst klukkan 14:00 á skírdag á RÚV2.

Eygló er með hæsta skráða „entry total“ í sínum flokki, eða 245kg og því er ljóst að allra augu verða á henni. Á mótinu verður síðan tilkynnt hver hlýtur titilinn „Weightlifter of the year 2024“ sem Eygló er tilnefnd til svo það eru spennandi dagar framundan.

Færðu inn athugasemd