Smáþjóðamótið í ólympískum lyftingum fer fram í Möltu næstkomandi laugardag og sunnudag. Mótið er liðakeppni þjóða sem hafa eina milljón íbúa eða færri og eru aðilar að Smáþjóðasambandinu. Mótið er haldið samhliða Opna Möltu mótinu og þátttökuþjóðirnar í ár eru 15 talsins og keppendur 125 talsins á mótunum tveimur.

Í hverju liði keppa 2 senior karla og 2 senior konur en auk þess junior (20 ára og yngri) lið skipað einum keppanda af hvoru kyni. Mótið er Sinclairstigamót og verðlaunað er fyrir stigahætsta liðið, stigahæsta lið karla og stigahæsta lið kvenna auk stigahæstu keppenda af hvoru kyni.
Þess má geta að Ísland hefur sigrað liðakeppnina síðastliðin tvö ár og á því titil að verja.
Keppendur íslenska liðsins í ár eru:
Senior:
Eygló Fanndal Sturludóttir
Guðný Björk Stefánsdóttir
Bergur Sverrisson
Kári Steinn Einarsson
Junior
Freyja Björt Svavarsdóttir
Þórbergur Ernir Hlynsson
Með þeim er Ingi Gunnar Ólafsson, landsliðsþjálfari auk þess sem Árni Rúnar Baldursson verður dómari á mótinu.
Streymt verður frá mótinu og við munum setja link á streymið hingað inn og á samfélagsmiðla okkar þegar okkur berst hann.

