Íslandsmeistaramót ungmenna 2025

Íslandsmeistaramót ungmenna var haldið laugardaginn 8.mars síðastliðinn. Lyftingadeild ÍA hélt mótið í samstarfi við LSÍ í húsakynnum Ægis gym á Akranesi.
23 keppendur mættu til leiks, 13 konur og 10 karlar, frá sex félögum. Sambandið þakkar öllum styrktaraðila mótsins, M-Fitness.

Sjá heildarúrslit í gagnagrunni sambandsins hér.

Besta lyftingarkona og lyftingamaður mótsins

Emilía Nótt Davíðsdóttir var stigahæst allra kvenna á mótinum, þvert á þyngdar-og aldursflokka með 196.9 Sinclair stig (151kg í samanlögðum árangri) og Rökkvi Hrafn Guðnason var stiguhæstur karla, með 329.9 Sinclair stig (270kg í samanlögðum árangri). Þetta er besti árangur Rökkva í samanlögðu og sinclair stigum en nokkur ár eru síðan að Rökkvi keppti síðast.

Í flokki 15 ára og yngri setti yngsti keppandi mótsins, Tristan Bergmann Einarsson, LFR, níu íslandsmet. Hann setti met í hverri snörum í seríunni 30-33-37 og í hverri jafnhendingunni í seríunni 50-54-57 og samanlögðum árangri 87-91-94kg.

Úrslit í karlaflokkum

Íslandsmeistari í flokki U15 -61kg
Tristan Bergmann Einarsson (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U15 -73kg
Theodór Einar Magnússon (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U17 -81kg
Kristófer Logi Hauksson (Lyftingafélag Kópavogs)

Íslandsmeistari í flokki U17 -89
Guðjón Gauti Vignisson (Lyftingadeild ÍA)

Íslandsmeistari í flokki U20 -73
Kristinn Hilmarsson (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U20 -89
Rökkvi Hrafn Guðnason (Lyftingafélag Reykjavíkur), 2.sæti Caius Mareen Miechowski (Kraftlyftingafélag Akureyrar)

Íslandsmeistari í flokki U2 +109kg
Eduard Laur (Kraftlyfingafélag Akureyrar)

Úrslit í kvenna flokkum

Íslandsmeistari í flokki U17 -55kg:
Birna Ólafsdóttir (Lyftingafélag Kópavogs), 2.sæti Áslaug Scheving (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U17 -59kg:
Aníta Lea Gylfadóttir (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U17 -64kg:
Birna Salóme Friðriksdóttir, 2.sæti Eva María Elíasdóttir (Lyftingadeild ÍA)

Íslandsmeistar í flokki U17 – 71kg:
Steindís Elín Magnúsdóttir, 2.sæti Freydísi Vera Bjarkadóttir (Kraftlyftingafélag Akureyrar)

Íslandsmeistari í flokki U17 -76kg:
Hólmfríður Bjartmarsdóttir (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki +81kg:
Guðbjörg Elísa Bjarkadóttir (Lyftingafélag Reykjavíkur)

Íslandsmeistari í flokki U20 -64kg:
Emilía Nótt Davíðsdóttir (Lyftingafélag Kópavogs)

Íslandsmeistari í flokki U20 +87kg:
Guðrún Helga Sigurðardóttir (Vestri)





Færðu inn athugasemd