Íslandsmeistaramót LSÍ var haldið laugardaginn 8.febrúar síðastliðinn. Lyftingarfélag Mosfellsbæjar hélt mótið í samstarfi við LSÍ í húsakynnum WorldFit á Tjarnarvöllunum í Hafnarfirði.
44 keppendur mættu til leiks, 13 karlar og 31 kona, frá sjö félögum. Sambandið þakkar öllum styrktaraðilum mótsins sem og WorldClass/WorldFit fyrir afnot af húsnæði.
Besta lyftingarkona og lyftingamaður mótsins
Eygló Fanndal Sturludóttir var stigahæst allra kvenna á mótinum, þvert á þyngdarflokka með 280.2 Sinclair stig (229kg í samanlögðum árangri) og Þórbergur Ernir Hlynsson var stiguhæstur karla, með 349.2 Sinclair stig (307kg í samanlögðum árangri). Þetta er besti árangur Þórbergs á Sinclair stigum.
Fitness Sport veitti verðlaun fyrir besta lyftingafólkið.


19 ný íslandsmet voru sett á mótinu
Í karlaflokki setti Þórbergur Erni Hlynsson, frá LFR tvö íslandsmet í fullorðins/opnum flokki -102kg, 172kg í jafnhendingu og 307kg í samanlögðu. Þórbergur var að keppa í annað skipti í -102kg flokki en áður hefur hann yfirleitt keppt í -96kg flokki. Hann setti íslandsmet í snörun í flokki 20 ára og yngri og 23 ára og yngri þegar hann lyfti 135kg. Með þeirri lyftu jafnaði hann einnig met Bjarma Hreinssonar í fullorðinsflokki sem staðið hefur frá árinu 2019. Þórbergur setti einnig tvö met í unglingaflokkum í jafnhendingu, fyrst með 165kg opnunarlyftu sinni og svo með 172kg í annarri tilraun. Með þeirri lyftu sló hann einnig met í samanlögðum árangri með total upp á 300kg og loks 307kg.
Í kvennaflokki setti Guðný Björk Stefánsdóttir, Lyftingafélagi Kópavogs, setti þrjú íslandsmet í -76kg flokki kvenna en hún vigtaðist fislétt inn í flokkinn 71.2kg. Í snörun lyfti hún 97kg best, 121kg í jafnhendingu og því samanlagt 218kg sem allt voru ný íslandsmet í fullorðins/opnum flokki. Jafnhendingin og samanlagður árangur var persónulegt met hjá Guðný á móti.
Duc Hung Bui, frá Lyftingafélagi Reykjavíkur, íslandsmet í flokki 35-39 ára með 90kg jafnhendingu í -67kg flokki.
Haukur Parelius Finnson frá Lyftingarfélagi Reykjavíkur, setti íslandsmet í -89kg í flokki 55-59 ára með opnunarlyftu sinni, 71kg í snörun.
Disa Edwards, frá Massa, fjögur íslandsmet í -64kg flokki 35-39 ára. Disa setti met í snörun þegar hún lyfti 62kg og í jafnhendingu, fyrst með 73kg lyftu og svo aftur þegar hún jafnhenti 76 kílóum. Þá setti hún met í samanlögðu með 138kg.
Í -87kg flokki, 60-64ára setti aldursforseti mótsins, Steinunn Sveinsdóttir frá Lyftingarfélagi Kópavogs, sex íslandsmet, eitt í snörun, 28kg og tvö í jafnhendingu og þrjú í samanlögðum árangri en Steinunn setti íslandsmet í hverri tilraun í jafnhendingar seríunni 34-36-38kg og í samanlögðum árangri með 62-64-66kg.
Að lokum setti Anna Guðrún Halldórsdóttir, Lyftingadeild Hamars, tvö met í +87kg flokki 55-59 ára. Anna Guðrún setti met þegar hún snaraði í annarri tilraun 57kg og jafnhenti í 78kg. Lyftingasambandið hefur skráð masters met þannig að ef eldri keppandi lyftir yfir meti í yngri aldursflokkum þá fær hann einnig metin skráð þar, Anna Guðrún fékk því skráð alls 15 met á sig í flokkum M35-39, M40-44, M45-49, M50-54 og M55-59.

Íslandsmeistarar í karlaflokki
Íslandsmeistari í -73kg flokki: Kristinn Hilmarsson (Lyftingarfélagi Reykjavíkur)
Íslandsmeistari í -81kg flokki: Árni Rúnar Baldursson (Lyftingadeild ÍA), 2.sæti Brynjar Þór Magnússon (Lyftingafélagi Reykjavíkur)
Íslandsmeistari í -89kg flokki: Sigurður Darri Rafnsson- Lyftingafélagi Reykjavíkur, Jóhann Valur Jónsson (Lyftingafélagi Kópavogs), 3.sæti Konráð Krummi Sigurðsson (Lyftingafélagi Kópavogs)
Íslandsmeistari -102kg flokki: Þórbergur Ernir Hlynsson (Lyftingarfélagi Reykjavíkur), 2.sæti Viktor Ýmir Elíasson (Lyftingadeild ÍA).
Íslandsmeistari -109kg flokki: Ásþór Helgi Hjálmarsson (Lyftingadeild ÍA)

Íslandsmeistarar í kvennaflokki
Íslandsmeistari í -55kg flokki: Birna Ólafsdóttir (Lyftingafélag Kópavogs)
Íslandsmeistari í -59kg flokki: Þuríður Erla Helgadóttir (Lyftingafélag Kópavogs)
2.sæti Thelma Mist Oddsdóttir (Lyftingafélag Kópavogs)
3.sæti Erna Freydís Traustadóttir (Lyftingafélag Kópavogs)

Íslandsmeistari í -64kg flokki: Snædís Líf P. Dison (Lyftingafélag Reykjavíkur)
2.sæti Sigurbjörg Eiríksdóttir (UMFN Massi)
3.sæti Emilía Nótt Davíðsdóttir (Lyftingafélag Kópavogs)

Íslandsmeistari í -71kg flokki: Eygló Fanndal Sturludóttir- Lyftingafélag Reykjavíkur
2.sæti Guðný Vala Björgvinsdóttir- Lyftingadeild Hamars
3.sæti Sigrún Ágústsdóttir- Lyftingafélag Kópavogs

Íslandsmeistari í -76kg flokki: Guðný Björk Stefánsdóttir- Lyftingafélag Kópavogs
2.sæti Aldís Huld Höskuldsdóttir- Vestri
3.sæti Hrund Scheving- Lyftingafélag Kópavogs

Íslandsmeistari í -81kg flokki: Indíana Lind Gylfadóttir- Lyftingafélag Kópavogs

Íslandsmeistari í 87kg flokki: Ásta Sachi Jónasdóttir- Lyftingafélag Reykjavíkur
2.sæti Máney Dögg Björgvinsdóttir- UMFN Massi
3.sæti Hjördís Ásta Guðmundsdóttir- Vestri

Íslandsmeistari +87kg flokkur: Friðný Fjóla Jónsdóttir- UMFN Stjarnan
2.sæti Erla Ágústsdóttir- Lyftingafélag Kópavogs
3.sæti Unnur Sjöfn Jónasdóttir- UMFN Stjarnan
