Sterkari hugur- námskeið með Ásdísi Hjálmsdóttur

Lyftingasamband Íslands býður keppendum í Ólympískum lyftingum upp á námskeið/vinnustofu með Ásdísi Hjálmsdóttur.

Skráning hér


Um námskeiðið:
Í nýja og endurbætta námskeiðinu Sterkari Hugur kennir Íslandsmethafinn í spjótkasti og þrefaldi Ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud okkur að þjálfa hugann til þess að verða andlega sterkara íþróttafólk og geta náð okkar besta árangri þegar það skiptir mestu máli. Farið verður í af hverju allt íþróttafólk þarf að þjálfa hugann líka, Ásdís segir sína sögu þegar kemur að hugarþjálfun, kennir sínar 5 grunnaðferðir í hugrænni þjálfun og sýnir okkur nákvæmlega hvernig við getum notað þær til að undirbúa okkur fyrir keppni og byggja upp sjálfstraust.

Færðu inn athugasemd