Íslandsmót senior 2025

Íslandsmót senior verður haldið á höfuðborgarsvæðinu þann 8.febrúar nk.
Skráning er hafin á mótið og henni lýkur 24.janúar nk. klukkan 23:59.

Með fyrirvara um fjölda keppenda þá er stefnt að því að klára mótið að öllu leyti á laugardeginum.

Mótið er þyngdarflokkamót og 3 stigahæstu einstaklingarnir í hverjum þyngdarflokki eru verðlaunaðir. 
Afrek á results.is eru skráð í þann þyngdarflokk sem einstaklingurinn skráir sig í, hægt er að skipta um þyngdaflokk þar til daginn fyrir mót.
Vinsamlegast sendið þyngdarflokkabreytingar á lsi@lsi.is.

Keppnisgjald er kr. 7500,- og greiðir félag keppenda til mótshaldara. 

Skráning hér

Færðu inn athugasemd