
Lyftingakonan Bergrós Björnsdóttir var útnefnd íþróttakona Árborgar 2024 á uppskeruhátíð fræðslu- og frístundanefndar Árborgar sem haldin var á Hótel Selfossi í gær.
Þrettán karlar og ellefu konur voru tilnefnd voru í kjörin en sérskipuð valnefnd kaus á milli íþróttafólksins ásamt því sem almenningur kaus í netkosningu.
Bergrós vann silfur í -71kg flokki kvenna á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Perú en þetta eru fyrstu verðlaun sem Íslendingur vinnur á HM í ólympískum lyftingum frá upphafi. Á HM bætti hún Íslandsmetið í sínum aldurs- og þyngdarflokki, bæði í jafnhendingu og snörun. Bergrós á nú öll Íslandsmetin undir 15 ára og undir 17 ára í -64 og -71 kg flokki.

Lyftingakonan Anna Guðrún Halldórsdóttir var þann 5.janúar sl. kjörin íþróttamaður
Hveragerðis árið 2024.
Sex íþróttamenn voru tilnefndir í ár.
Anna Guðrún er núverandi heims- og evróupumeistari í -87 kg flokki 55-59 ára. Þá hefur hún sett fjölda Íslandsmeta, Evrópumeta og heimsmeta í sínum aldursflokki og er núverandi íslands- Evrópu- og heimsmethafi í flokki 55-59 ára í 87 og +87 kg flokki. Þá keppti hún í apríl á miðjarðahafsmóti í Durres í Albaníu þar sem hún vann gull og var valin Grand master með flest stig reiknuð ásamt því að setja Evrópu- og heimsmet.
Við óskum þeim Bergrósu og Önnu Guðrúnu innilega til hamingju!