Þuríður Erla Helgadóttir í 17.sæti á HM í -59kg flokki

Þuríður með loka lyftuna 105kg fyrir ofan haus. Mynd: Milan Mihajlovic

Þuríður Erla Helgadóttir keppti á HM í Bahrein í dag í -59kg flokki kvenna. Keppnin fór hálf brösulega á stað er Þurí missti opnunarlyftuna sína í snörun 78kg. Reynslan kom síðan að góðum notum og hún fór í 80kg í annari lyftu sem hún lyfti örugglega og 82kg í þriðju og síðustu tilraun. Í jafnhendingu fór hún með allar lyftur í gegn, 100kg, 103kg og 105kg. Samanlagt 187kg og 17.sætið. Hin norður kóreska Gyong Kim II og Kínverska Xinyi Pei höfðu töluverða yfirburði í flokknum en íslandsvinurinn Saara Retulainen frá Finnlandi varð í 7.sæti með 211kg í samanlögðum árangri.

Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún varð 25.sæti 2019, 26.sæti 2018, 10.sæti 2017 sem er jafnframt besti einstaklingur íslenskra kvenna á Heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. Þar náði Þurí sínum besta keppnisárangri 194kg í samanlögðu í -58kg flokki. Einnig keppti hún á HM 2015 þar sem hún varð í 31.sæti.

Amalía Ósk Sigurðardóttir keppir á morgun 10.12 klukkan (8:00) að staðartíma eða 5:00 að íslenskum tíma í nótt í afar fjölmennum -64kg flokki kvenna en 45 keppendur er skráðir til leiks.

Eygló Fanndal Sturludóttir keppir 11.12 en hún var tekin í viðtal af Weightliftinghouse.TV og sýnt frá æfingu hjá henni. Byrjar á mínútu 4:00 hér að neðan.

Færðu inn athugasemd