
Dómarar eru mikilvæg stoð í hverri íþrótt. Án dómara er engar keppnir eða mót. Lyftingasamband Íslands býður upp á dómaranámskeið dagana 11. og 15. desember nk. með það að markmiði að stuðla að nýliðun í hópnum.
Námskeiðið fer fram miðvikudaginn 11.desember kl: 17:00-20:30 (bóklegi hlutinn) í ÍSÍ húsinu við Engjaveg. Verklegi hluti námskeiðsins fer fram á Jólamóti LSÍ sunnudaginn 15.desember í CrossFit Reykjavík, mili 11:00 og 18:00.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að starfa á mótum á vegum sambandsins til að sækja námskeiðið sem og keppendur sem hafa áhuga á að læra reglurnar og auka þekkingu sínu á íþróttinni. Frítt er á námskeiðið og boðið er upp á veitingar á meðan á því stendur.
Skráning á námskeiðið er hér: https://forms.gle/nJwuhk7HXug4hkoo7
—
Námsefnið er:
IWF TECHNICAL AND COMPETITION RULES & REGULATIONS
Prófið og svör við því er að finna á netinu og mælt er með að lesa bókina, taka síðan prófið og fletta svo upp því sem maður er óviss um.
Prófið:
https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2019/10/IWF-TO-Exam-2019-Questions.pdf
Svör:
https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2019/10/IWF-TO-Exam-2019-Answers.pdf
Gæti kannski hljómað eins og svindl en staðreyndin er að ef maður kann prófið og það sem spurt er um þar þá býr maður yfir þeirri þekkingu sem skiptir máli.
Svo til að rifja upp er til útdráttur á íslensku en það efni er sérstaklega um það sem snýr að keppendum og var hugsað til þess að fræða þá en er einnig gagnlegt fyrir dómara.
https://lyftingar.wordpress.com/urdrattur-ur-keppnisreglum/
Og svo nokkrir punktar sem er gott að hafa niðurskrifaða og aðgengilega á keppnisdag til að rifja upp.
https://docs.google.com/document/d/1Qwz2MeSONIXzCZ3vElVRuVY2HHHDdgp2-2-cB6tOGCQ/edit?usp=sharing
Hér er svo dómaragrúppa á Facebook sem má endilega nota til þess að spyrja spurninga ef einhverjar eru: https://www.facebook.com/groups/1713014768997620/
Að lokum, mjög aðgengileg og þægilega myndbönd á Youtube fyrir þau sem vilja hella sér í þetta:
https://youtu.be/G0JlXGan1cs?list=PLDb25g2HgvQKrtNS73tF65Lp_JAx3_Me3
https://www.youtube.com/watch?v=vM007fGZ6Ls