Þórbergur í 8.sæti á sínu fyrsta stórmóti

Þórbergur Ernir Hlynsson hafnaði í 8.sæti í 96kg flokki U20 á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Póllandi. Þórbergur opnaði með 130kg snörun og hækkaði svo í 134kg sem fóru upp. Lokatilraun Þórbergs voru 138kg sem hann rétt missti aftur fyrir sig.

Í jafnhendingu opnaði Þórbergur með 160kg lyftu sem hann náði ekki að standa. Hann hækkaði þá í 162kg sem fóru upp. Þar sem engin medalía var í boði ákvað teymið að láta reyna á persónulegt met og óskaði eftir 170kg á stöngina. Töluverður tími leið á milli lyftu tvö og þrjú hjá Þórbergi eða um 14 mínútur. Hann kom því vel hvíldur á sviðið og negldi cleanið en náði ekki að læsa jerkið. Niðurstaðan því 296kg samanlagt og gott innlegg í reynslubankann hjá þessum unga og efnilega lyftingamanni.

Færðu inn athugasemd