Evrópumeistaramót U20 og U23: Dagskrá og viðurkenningar

Evrópumeistaramót 20 ára og yngri og 21-23 ára hófst í gær í Raszyn í Póllandi. Ísland á að þessu sinni 4 keppendur. Þórbergur Ernir Hlynsson keppir í flokki -96kg flokki karla 20 ára og yngri, Eygló Fanndal Sturludóttir og Guðný Björk Stefánsdóttir í -71kg flokki kvenna 23 ára og yngri og Erla Ágústdóttir í sama aldursflokk í +87kg flokki kvenna.

Nýtt logo Evrópska lyftingasambandsins var afhjúpað á þinginu fyrir mótið

Dagskrá:

Hægt er að fylgjast með útsendingu á EWFSPORT.TV og við hvetjum einnig áhugasama að fylgjast með samfélagsmiðlum instagram og facebook.

31.Október klukkan 14:30 að staðartíma (13:30 íslenskum) keppa Eygló og Guðný.

1.Nóvember klukkan 11:00 að staðartíma (10:00 íslenskum) keppir Þórbergur Ernir Hlynsson

3. Nóvember klukkan 13:00 að staðartíma (12:00 íslenskum) keppir Erla Ágústdóttir

Færðu inn athugasemd