Erna Héðinsdóttir hlýtur Silfurstjörnu Evrópska Lyftingasambandsins (EWF)

Erna Héðinsdóttir alþjóðadómari og stjórnarmaður lyftingasambands Íslands hlaut fyrst Íslendinga silfurstjörnu evrópska lyftingasambandsins (EWF) sem henni var afhent í Raszyn í Póllandi í tengslum við Evrópumeistaramót Ungmenna.

Erna varð í sumar fyrsti íslenski lyftingadómarinn til að dæma á Ólympíuleikum þegar hún dæmdi í París og hefur dæmt á fjölda móta hjá Evrópska lyftingasambandinu (EWF) síðustu ár. Viðurkenninguna fær hún fyrir frábært starf á Ólympíuleikunum sem og fyrir ómetanlegt framtak við framgöngu lyftinga á Íslandi.

Til hamingju Erna!

f.v. Antonio Conflitti (forseti EWF), Erna Héðinsdóttir, Milan Mihajlovic (aðalritari EWF)
Glæsileg viðurkenning!

Færðu inn athugasemd