Ólympískar lyftingar hefjast í París

Keppni hefst á morgun 7.Ágúst í ólympískum lyftingum eins og fram hefur komið í fyrri færslu.

Erna Héðinsdóttir alþjóðadómari mun dæma þrjá flokka á mótinu, -49kg flokk kvenna 7.Ágúst 19:30 að staðartíma, -73kg flokk karla 8.Ágúst 19:30 að staðartíma og -81kg flokk kvenna 10.Ágúst klukkan 16:00 að staðartíma.

Erna fékk að sjá upphitunaraðstöðu keppenda í dag
Erna ásamt Tina Beiter frá Danmörku á upplýsingafundi fyrir dómara

RÚV mun sýna -61kg flokk karla á RÚV2 klukkan 13:05 á morgun 7.Ágúst

Einnig mun RÚV sýna +81kg flokk kvenna Sunnudaginn 11.Ágúst klukkan 12:30 á RÚV2

Færðu inn athugasemd