Sjá síðu EWF um ÓL: https://paris2024.ewf.sport
Keppni í ólympískum lyftingum í París fer fram daganna 7.-11. Ágúst. Ísland á ekki keppanda að þessu sinni og í raun ekki síðan 1980 en Eygló Fanndal Sturludóttir var grátlega nærri því að tryggja sér keppnisrétt í -71kg flokki kvenna fyrst íslenskra kvenna en hún hefði aðeins þurft að lyfta 2-3kg meira til að tryggja sér þátttöku og vera á meðal 10 efstu í þyngdarflokknum.
Erna Héðinsdóttir (cat.1) alþjóðadómari er hinsvegar okkar fulltrúi á leikunum og mun starfa í 48 manna alþjóðlegu dómarateymi á leikunum.

Hér má sjá upplýsingarit leikana um ólympískar lyftingar: https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2024/07/Paris2024_Guide_IF_Weightlifting_EN.pdf

