Sjá ítarlega umfjöllun morgunblaðsins um Eygló: https://www.mbl.is/sport/frettir/2024/07/20/bodid_grimmt_til_thyskalands/

Sjötta júlí síðastliðin keppti Eygló Fanndal Sturludóttir á móti hinna bláu sverða (Pokal der blauen schwerter) í Þýskalandi og náði þar frábærum árangri þegar hún snaraði 103kg og jafnhenti nýju Íslandsmeti 133kg og jöfnun á norðurlandameti Patriciu Strenius í -71kg flokki kvenna í jafnhendingu. Þetta var jöfnun á hennar besta árangri í samanlögðum árangri 236kg. Ef maður setur saman hennar bestu snörun 106kg og þessa jafnhendingu hefði það dugað henni til að komast inn á ólympíuleikana í París.
Á móti hinna bláu sverða er keppt á sérstakri Sinclair formúlu sem er sköluð milli kynja, Eygló varð í 5.sæti í kvenna keppninni og 8.sæti í heildarkeppninni.
Eygló stefnir næst að keppni á EM U23 þar sem hún er á síðasta ári og Norðurlandamótinu í haust. Einnig mun hún keppa í þýsku Bundesliga-deildinni í lyftingum á næsta keppnis tímabili og munum við gera því betri skil seinna.
