Ísland átti tvo keppendur á Evrópumeistaramótinu í Masters flokkum sem fram fór í Haugesund í Noregi 15-23. Júní síðastliðnum.

Anna Guðrún Halldórsdóttir keppti í flokki -87kg í aldursflokki 55-59 ára og sigraði flokkinn. Hún setti einnig ný íslandsmet í Masters flokki 58kg í snörun, 78kg í jafnhendingu og 136kg í samanlögðum árangri. Að auki er jafnhendingin og samanlagði árangurinn ný HEIMSMET í Masters flokki 55-59 ára.

Hrund Scheving keppti í þyngdarflokki -71kg í aldursflokki 45-49 ára en fékk ekki gilda lyftu í gegn í snörun í seríunni 68kg-70kg-70kg. Fyrsta mót hennar í yfir 10 ár sem hún fellur úr keppni en hún kemur vonandi sterk til baka á næsta mót!
Hægt er að sjá myndir frá keppninni hér: https://www.europeanmasterswl.com/photos.html
Og Heildarúrslit hér að neðan.