Bergrós Björnsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur keppir á Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum 17 ára og yngri sem hefst á morgun í Lima, Perú. Bergrós keppir í A-hóp í -71kg flokki kvenna 25.Maí klukkan 13:00 að staðartíma (18:00 að íslenskum). Þrír keppendur eru með sama entry total og hún (200kg), einn keppandi frá Uzbekistan og Einn frá Venezuela. Entry Total þýðir að keppandi þarf að byrja jafnhendinguna ekki lægra en 20kg frá entry total, ef Bergrós snarar best 80kg þá mun hún þurfa að byrja jafnhendinguna á 100kg. Þetta er gert til þess að raða keppendum eftir getu í A og B grúppur og þegar þarf C og D.

Einnig eru 10 keppendur í B-hóp

Það er stutt á milli keppna hjá Bergrósu en hún lauk um helgina undankeppni fyrir crossfit leikana í opnum flokki en þurfti því miður að draga sig úr keppni þegar tvær greinar voru eftir, eftir að hún snéri sig á ökla. Meiðslin eru hinsvegar tilin minniháttar (umfjöllun visir.is hér). Hún hefur þegar tryggt sér inn á ungmenna leikana í Crossfit sem haldnir verða seinna á árinu og hún varð þriðja á síðasta ári.

Bergrós á best 181kg í samanlögðum árangri á móti í ólympískum lyftingum en því lyfti hún í Mexíkó 2022 á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri, 81kg í snörun og 100kg í jafnhendingu sem dugði henni í 8.sæti á mótinu. Hún hefur aðeins keppt á einu móti í ólympískum lyftingum síðan þá en það var á Jólamótinu 2023 þar sem hún lyfti 180kg (80/100) í samanlögðum árangri og átti góða tilraun við 105kg. Í Crossfit hefur hún samt eitthvað þyngra og verður mjög spennandi að sjá hvernig henni gengur á keppnispallinum í Perú.

Íslandsmetin í flokknum eru í eigu Úlfhildar Örnu Unnarsdóttir 87kg í snörun og 106kg í jafnhendingu og samanlagða metið er 190kg.
Norðurlandametin eru í eigu Janette Ylisoini 102kg í snörun og 120kg í jafnhendingu, 220kg í samanlögðu.
Heimsmetin eru 103kg í snörun (Zarina Gusalova frá Rússlandi) og 130kg í jafnhendingu, 230kg í samanlögðu í eigu hinnar Nígerísku Joy Ogbonne Eze.
Bæði Janette Ylisoini og Joy Eze hafa háð mikla baráttu um ólympíusæti við Eygló Fanndal Sturludóttir (12.sæti OQR). Joy Eze er nú í 9.sæti á OQR og Janette í 20.sæti.
Streymt er frá mótinu á Youtube rás IWF
Og hópur Bergrósar hefst kl. 18:00 á Íslenskum tíma þann 25. maí
Live scoreboard – konur