Fyrrum lyftingamaðurinn Guðmundur Helgi Helgason varð bráðkvaddur í lok Apríl, hann er einn af bestu lyftingamönnum sem Ísland hefur alið af sér og því við hæfi að minnast afreka hans á pallinum.
Útför hans fer fram kl:13:00 í Laugarneskirkju þann 14.Maí.
Sá sem ritar þessa grein kynntist honum nokkuð vel á árunum 2004-2009 þegar Guðmundur lyfti oft í kaplakrika en á þeim árum voru ekki margir staðir sem hægt var að stunda ólympískar lyftingar, það var góðum 10 árum eftir að ferli hans lauk sem lyftingamanns en hann bjó ennþá yfir ágætis afli. Þetta yfirlit er skrifað út frá þeim heimildum sem liggja fyrir og ef einhver lumar á frekari gögnum má sá hinn sami endilega senda þau á asgeir@lsi.is t.d. árangra frá mótum sem ekki eru í gagnagrunni sambandsins eða myndum af Guðmundi.
Guðmundur byrjaði ungur að lyfta og er fyrsta mótið í gagnagrunni sambandsins frá 1976, hann kemur upp með ákveðinni gullaldar kynslóð sem varð til í kjölfar upphafsmannana Guðmundar Sigurðssonar (f.1946), Óskar Sigurpálssonar (f.1945) og Gústaf Agnarssonar (f.1952). En menn sem eru sömu kynnslóðar eru m.a. Birgir Borgþórsson (f.1958), Ágúst Kárason (f.1960), Jón Páll Sigmarsson (f.1960), Halldór Jónhildarson (f.1961), Þorsteinn Leifsson (f.1961), Haraldur Ólafsson (f.1962), Ingvar Jóel Ingvarsson (f.1963), Baldur Borgþórsson (f.1963), Garðar Gíslason (f.1963), Gylfi Gíslason (f.1963) og mögulega fleiri sem hægt er að nefna. Einnig áttum við frábæra kastara úr sömu árgöngum líkt og Véstein Hafsteinsson (f.1960), Eggert Bogason (f.1960) og Einar Vilhjálmsson (f.1960) og Sigurð Einarsson (f.1962).

Guðmundur fékk tækifæri til að fara á Ólympíuleikana í Moskvu 1980 ásamt þeim Þorsteini Leifssyni og Birgi Borgþórssyni sem einnig var fánaberi Íslands á leikunum. Þar lyfti hann 135kg í snörun og 160kg í jafnhendingu í -90kg flokki og endaði í 13.sæti. Aðeins Guðmundur Sigurðsson og Óskar Sigurpálsson hafa farið á ólympíuleika í lyftingum auk þessara þriggja, Óskar 1968 og 1972 og Guðmundur S. 1972 og 1976.
Guðmundur fer út til náms til Bandaríkjana í kringum 1983 en hann hélt áfram að lyfta þar og keppti á nokkrum mótum, hinsvegar hafa skráningar frá þeim mótum ekki ennþá ratað í gagnagrunn sambandsins fyrir utan eitt mót frá 1987 þar sem Guðmundur keppir í -100kg flokk, snarar 145kg og jafnhendir 190kg. Á þessu ári 1987 má þó segja að bestu ár Guðmundar hefjist. Á Reykjavíkurmótinu 1987 lyftir hann 155kg í snörun og 195kg í jafnhendingu. Einnig lyfti hann 200.5kg í jafnhendingu í aukatilraun sem þá var leyfilegt en fékkst ekki gilt sem íslandsmet í samanlagðri þyngd. Þessi þyngd 350kg í samanlögðu ef hann hefði verið slétt 100kg í vigtun gæfi honum yfir 400 Sinclair stig samkvæmt þeim útreikningum sem eru notaðir í dag, mögulega hafa aðeins Guðmundur Sigurðsson og Gústaf Agnarsson náð því en oft vantar nákvæma líkamsþyngd á eldri árangra.

Árið eftir keppir Guðmundur á EM í Wales ásamt Haraldi Ólafssyni og endar í 12.sæti þar sem hann lyfti 145kg í snörun og 180kg í jafnhendingu í raun eina stórmótið sem Guðmundur keppti á fyrir utan Ólympíuleikana 1980.
Árið 1989 lyfti hann aftur 200,5kg en nú löglega og bætti íslandsmetið í samanlögðum árangri þegar hann snaraði 152.5kg. Hann reyndi einnig við norðurlandamet í jafnehendingu 208kg og náði að standa upp með þá þyngd.

Á Norðurlandamótinu 1989 sem haldið var á Akureyri varð hann annar. Þar lyfti hann 145kg í snörun og 187.5kg í jafnhendingu. Eftirfarandi mynd af honum er til með „sigurþyngdina“ á lofti en hún var því miður ekki gild. Daninn Frank Strömbo vann það mót í -100kg flokk með 152.5kg í snörun og 187.5kg í jafnhendingu.

Guðmundur hafði nokkra yfirburði á þessum árum líkt og getið var í grein um Íslandsmótið 1990, þar er talað um að bestur árangur hans er 355kg það er 2.5kg hærra en metið sem hann setti 1989 en til miður er þessi árangur ekki í gagnagrunni sambandsins.


Hann keppti einnig ásamt fríðu föruneyti á smáþjóðmótinu í ólympískum lyftingum 1990 á Möltu þar sem hann lyfti 145kg í snörun og 190kg í jafnhendingu.
1991 er til fréttir af því að Guðmundur hafi slegið met Gústaf Agnarssonar í snörun þegar hann lyfti 160,5kg á Páskamóti KR. Þennan árangur vantar einnig inn í gagnagrunn sambandsins og óljóst er í hvaða þyngdarflokk þó líklegast sé það í -100kg flokk enda met Gústafs í -110kg flokk 170kg.
Síðasta mótið hans í skráningu er Íslandsmeistaramótið 1993 en þá lyfti hann 150kg í snörun og 180kg í jafnhendingu í -108kg flokk eftir að alþjóðalyftingasambandið þurrkaði út öll eldri met og útbjó nýja þyngdarflokka.
Árið 2010 fór Guðmundur út sem farastjóri á Smáþjóðamótið í lyftingum, hann var einnig liðlegur í að starfa á mótum við endurreisn lyftingasambandsins á árunum 2010-2017 og starfaði á fjölmörgum mótum á þeim tíma. Hann hlaut silfurmerki ÍSÍ 2015 fyrir starf í þágu lyftinganna.


Árið 2023 var hann gerður að heiðursfélaga LSÍ á 50 ára afmælisþingi Lyftingasambands Íslands.




