Stjórn LSÍ hefur samþykkt ný landsliðs viðmið/lágmörk fyrir árið 2024, engar stórar stefnu breytingar hafa verið frá fyrri lágmörkum en við hvetjum íþróttamenn að lesa viðmiðin vel þá sérstaklega hluta varðandi norðurlandamót en þar hefur þyngdarflokkum verið fækkað.
Árangur íþróttamanna 18 mánuðum fyrir mót gildir til keppnisrétts.
Íþróttamenn sem stefna á þátttöku í mótum skulu endilega hafa samband við lsi@lsi.is og láta vita, það auðveldar framkvæmdastjóra að fylgjast með tilteknum íþróttamanni og aðstoða hann við skráningu í ADAMS en nauðsynlegt er að allir keppendur séu skráðir þar með minnst þriggja mánaða fyrirvara. Þetta á sérstaklega við um mót haldin af evrópska lyftingasambandinu (EWF) og alþjóðalyftingasambandinu (IWF).