Eygló Fanndal Sturludóttir mun keppa á loka úrtökumóti fyrir ólympíuleikana í París (IWF World Cup) þann 7.Apríl klukkan 13:30 að staðartíma en mótið fer fram í Phuket. Tæland er 7klst á undan Íslandi í tíma og keppir hún því 6:30 á Sunnudagsmorgni að íslenskum tíma.

Eygló keppir að þessu sinni í B-hóp og verður hægt að fylgjast með útsendingu á facebook á slóðinni hér að neðan en einnig á weightliftinghouse:
https://facebook.com/events/s/w-71b/863150542246148

Eygló er fyrir mótið í 15.sæti á ólympíulistanum (sjá neðar) með 231kg í samanlögðum árangri. Í B-hópnum mætir hún keppendum í 5,9,12,15,16,19,20,22,23 og 24. Ellefti keppandinn er einnig frá Philipseyjum og myndi hún ekki keppa nema samlandi hennar gefi ekki kost á sér sem er í 5.sæti á listanum. A hópur keppir síðastur að kvöldi sunnudags 19:00. Hægt er að sjá allar upplýsingar í keppnisskrá mótsins.
Ég vil hvetja áhugasama að horfa á viðtal við Eygló sem birtist í Dagmálum (mbl) fyrir páska: https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/innskraning/?redirect=/mogginn/dagmal/ithrottir/248442/%3F_t%3D1712095178.3059528
Einnig tók Ásdís Hjálmsdóttir frábært viðtal við Eygló á ensku í podcastinu sínu the Athlete zone, viðtalið var tekið viku eftir EM: https://podcasts.apple.com/us/podcast/13-eygl%C3%B3-fanndal-sturlud%C3%B3ttir-euro-u23-champion-performance/id1719667975?i=1000647191192
En aftur að mótinu í Tælandi þá er áhugavert er að Marie Fegue frá Frakklandi mun keppa í -76kg flokki á mótinu en best er fyrir Ísland ef frakkar ákveða að senda keppendur í -59kg flokk og -81kg flokk en ekki -71kg flokk. Hún er samt sem áður með 10.besta árangur fyrir mótið í -71kg flokk.
Amanda frá Braselíu (nr.11-238kg total) og Neama Said frá Egyptalandi (nr.6-246kg total) eru skráðar í D hóp með 60kg entry total sem oft þýðir að keppandi ætli sér ekki að lyfta heldur aðeins að vigtast inn í keppni t.d. vegna meiðsla. Amanda er í harðri baráttu með að tryggja sér þátttökurétt svo það verður áhugavert að fylgjast með hvað hún gerir. Hin nýgeríska Joy Eze er skráð í C grúppu og mun því lyfta á undan öllum í A og B grúppu en hún lyfti 234kg á afríska meistaramótinu og fór við það upp fyrir Eygló og er nú í 13.sæti.
| Hópur | Nafn | Þjóð | Besta Total | |
| 1 | A | LIAO Guifang | CHN | 273 |
| 2 | A | REEVES Olivia Lynn | USA | 262 |
| 3 | A | PALACIOS DAJOMES Angie Paola | ECU | 261 |
| 4 | A | TOMA Loredana-Elena | ROU | 256 |
| 5 | B | SARNO PALOMAR Vanessa | PHI | 249 |
| 6 | D | SAID Neama Said Fahmi | EGY | 246 |
| 7 | A | SANCHEZ PERINAN Mari Leivis | COL | 244 |
| 8 | A | CHEN Wen-Huei | TPE | 243 |
| 9 | B | VALODZKA Siuzanna | AIN | 242 |
| 10 | (-76kg A) | FEGUE Marie Josephe | FRA | 241 |
| 11 | D | DA COSTA Schott Amanda | BRA | 238 |
| 12 | B | PHAM Thi Hong Thanh | VIE | 234 |
| 13 | C | EZE Joy Ogbonne | NGR | 234 |
| 14 | A | MISERENDINO Giulia | ITA | 233 |
| 15 | B | Sturludóttir Eyglo Fanndal | ISL | 231 |
| 16 | B | MUN Minhee | KOR | 231 |
| 17 | A | SCHWEIZER Lisa Marie | GER | 231 |
| 18 | N/A | PEINADO MEJIAS Laura Yenireet | VEN | 230 |
| 19 | B | SEGAWA Runa | JPN | 230 |
| 20 | B | MIRABAL FERIA Yeniuska | CUB | 229 |
| 21 | A | DAVIES Sarah | GBR | 229 |
| 22 | B | ASHWORTH Alexis | CAN | 226 |
| 23 | B | GOLD Celia Henna | ISR | 226 |
| 24 | B | YLISOINI Anna Janette Tellervo | FIN | 224 |
| 25 | C | GARCIA HERNANDEZ Diana Laura | MEX | 221 |
| 26 | C | RAMADANI Tsabitha Alfiah | INA | 221 |